Ekki mikið að frétta af okkur á Barnaspítalanum. Lyfjunum var breytt í morgun, þ.e. blóðþrýstingslyfin voru minnkuð og einu hjartalyfi var bætt við sem á að létta á virkni hjartans og vera gott við svona vökvasöfnun. Björgvin mettar ennþá illa og notar súrefni og stynur smá við að anda.
Læknarnir ætla að gefa sér tíma í að þurrka lungun hans og skipta svo yfir af vatnslosandi í æð yfir í tölflur, áætla viku til tíu daga í þetta. Eins gott að þetta takist þá.
Björgvini finnast gulubílarnir á spítalanum æðislega spennandi, hér er hann að prófa einn :)
Ásdís og Björgvin Arnar
Monday, October 29, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Það er söknuður hérna á Holti við viljum fá Björgvin vin okkar aftur í leikskólann.. Við sendum batakveðjur og vonum að Björgvin komist til okkar fljótlega :) knús frá öllum á Holti
kv.Kristín
Kom við í "kaffi og kleinum". Vona að nýtt plan gagnist vel.
Bestu kveðjur,
Þórey Arna
Æjiii krúttboltinn minn!! Ég vonandi fæ að knúsa ykkur fljótlega :*
Knúskveðjur
Allý
Batakveðjur til ykkar baráttufólksins - trúi því og treysti að það fari að rofa til og lungun nái að jafna sig sem allra fyrst svo hann geti farið að höndla næringuna.
Knús og kram af Skaganum - Ella og Arnar
Post a Comment