Thursday, November 1, 2012

Góðir gestir til Björgvins Arnars

Dagurinn í dag byrjaði ekki fyrr en kl. 10:30 þar sem Björgvin fór svo seint að sofa í gærkvöldi vegna þess að það var stöðugt verið að taka blóðþrýsting vegna nýs lyfs og enginn friður fyrir snáðann. En fljótlega þá kemur fyrsti gestur Björgvins og var það hann Hringur ísbjörn. Hann vakti mikla lukku.

















Svo þegar líða tók á daginn þá mætti hetjan hans Björgvins Arnars, mikið var kúturinn minn glaður og dálítið feiminn til að byrja með. En íþróttaálfurinn sjálfur mætti á svæðið og gaf Björgvini mikinn tíma þar til feimnin fór og þeir spjölluðu um lífið í Latabæ.

























Íþróttaálfurinn sýndi listir sínar og sló rækilega í gegn hjá Björgvini og fleirum börnum sem eru hér á barnaspítalanum.

Þetta er nú ekki búið enn þar sem góðar vinkonur komu með mat til okkar Björgvins og stöldruðu við í dágóða stund hjá okkur. Takk kærlega fyrir okkur Sigga Maja og María Helen :-*


















Annars fékk Björgvin smá hitaskömm í dag og ekki er vitað af hverju hann stafar, það verður athugað með sýkingu í blóðprufum í fyrramálið. En annars er ekki mikið að frétta, það er verið að prófa þessi nýju lyf og ekki hefur mikill árangur gefist en samt verð ég að segja að það sé kannski hænuskref í góða átt, en maður þorir ekki að segja það þar sem það er ekki mikill munur á honum.

Við biðjum fyrir því að hann fari að lagast næstu daga, þetta er orðinn langur tími hér á spítalanum, næstum 3 vikur komnar.

Amma og afi komu í gær í heimsókn, enginn tími gafst til að blogga í gær, það er mikið að gera í umönnun og í kringum þessi nýju lyf sem verið er að prófa sig áfram með.

Kær kveðja og þakklæti frá okkur Björgvini Arnari

8 comments:

Anonymous said...

elsku Ásdís og Björgvin Arnar - frábært að fá svona góða gesti... bið fyrir því að prinsinn fari að hressast... knús. Ragga

Anonymous said...

Viss um að íþróttaálfurinn hafi lært mikið af Björgvini um hetjuskap og dugnað.

Kærleikskveðjur, Bjarki

Anonymous said...

? um að nota svæðanudd á frænda... Koma sogæðakerfinu betur í gang og þörmunum... Þetta er náttúrulega allt í ójafnvægi hjá kút eftir allt það sem hann hefur gengið í gegnum...
Gangi ykkur ofsalega vel og ég vona að þetta fari nú að komast í jafnvægi hjá frænda.

Kær kveðja, Óli frændi

Solla said...

Elsku besti Björgvin og Ásdís, þið eruð æðisleg bæði og maður hitnar í hjartanu að lesa um baráttuna ykkar...þið eruð bæði svo dugleg og jákvæð. Ég sendi ykkur mínar allra bestu kveðjur og takk fyrir bloggið það er gott fyrir landbyggðarpésa að fá að fylgjast aðeins með þar sem maður sér ykkur aldrei. bestu bestu óskir
Solla

Anonymous said...

Sæl kæru Ásdís og Björgvin Arnar, takk fyrir að fá að fylgjast með ykkur. Þið eruð algjörar hetjur bæði tvö. Okkar allra bestu kveðjur Asa C og co

Lilja Björg said...

Ég hugsa til ykkar og bið fyrir bata Björgvins Arnars.
Kveðja,
Lilja Björg.

Hólla og Sif said...

Elsku Ásdís og Björgvin Arnar. Við Sif sendum ykkur hlýjar hugsanir. Baráttukveðjur og knús úr Fagraþinginu! :)

Anonymous said...

Gaman að fá svona góða gesti.

Og þið mæðginin standið ykkur alltaf jafn ótrúlega vel!
Vonum að nýju lyfin hjálpi til með að koma á jafnvægi og þið komist heim sem fyrst.

kram
Sunna og co