Tuesday, October 23, 2012

Heim í leyfi

Við erum komin heim í Svölutjörn í leyfi, förum svo aftur á spítalann í kvöld og sofum í nótt. Ástæðan fyrir því er að mettunin í nótt var ekki alveg eins og hún þarf að vera til að hleypa okkur heim en samt sem áður var lungnamyndin góð og vonumst við til að útskrift verði í fyrramálið.

Það var tekin lungnamynd í morgun sem var mjög góð.

Björgvin var alsæll að komast heim og ætlum við að njóta dagsins :)

kveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar

2 comments:

Anonymous said...

Alltaf sama jákvæðnin og dugnaðurinn í ykkur!


Kv. Bjarki

Anonymous said...

Dásamlegt að komast heim, njótið þess þó að það sé ekki nema í smá stund og frábærar fréttir að allt sé í rétta átt :o)
Hann er algjör hetja hann Björgvin Arnar enda á hann frábæra mömmu!

Kv. Adda