Aðgerðin tók tæpa 3 klukkutíma og gekk vel. Mestur tíminn fór í undirbúning þ.e. að setja í hann 3 leggi og koma honum almennilega fyrir og láta hann í öndunarvél.
Aðgerðin sjálf tókst vel og svæfingin líka. Honum verður haldið sofandi í öndunarvél þangað til á morgun og er mikið slím í lungunum, það fer ekki vel í hann að vera í öndunarvél. Hann fær púst og bólgueyðandi stera til að hjálpa honum og svo er verið að soga slím upp úr honum öðru hverju. Mettunin er góð og hann fær sýklalyf til öryggis ef hann fengi sýkingu í lungun.
Það eru tvær hjúkrunarkonur aðeins með hann og veitir ekkert af, mikið umstang og pælingar á stillingum á öndunarvél og lyfjum sem þarf að gefa honum.
Nú bíðum við bara róleg og vonumst til að honum batni í lungunum. Hann mun vera tekinn úr öndunarvélinni í fyrramálið á skurðstofunni.
Bið góðan guð að gefa okkur að þetta muni allt ganga vel með hjartaknúsarann.
Batakveðjur,
Ásdís og Björgvin Arnar á gjörgæslun Landspítalans.
Tuesday, October 16, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Batakveðjur til ykkar hetjurnar mínar miklu.
Bjarki
Góðar kveðjur til ykkar elskurnar!
Bylgja
Knús, það verður hetjudagur á morgun :)
Kveðja Ester
Batakveðjur til ykkar, risa knús.
kær kveðja Adda.
Gott að heyra að þetta gekk allt vel, vonandi verður framhaldið líka svona :-)
Kv.
Ella María og Arnar
Íþróttaálfa kveðja frá mér og minni fjölskyldu :)
ÁFRAM BJÖRGVIN OG ÁSDÍS
Kv.Svölutjörn 1
Knús á ykkur yndislegu mæðgin - Ragga
Post a Comment