Dagurinn í dag er búinn að vera svolítið strembinn. Það gekk vel að taka hetjuna úr öndunarvélinni en næstu tveir tímarnir voru ekki góðir.
Um kl 14 þá fórum við yfir á Barnaspítalann og var Björgvin alveg útkeyrður og er búinn að sofa mikið. Þess á milli er hann búinn að vera frekar óhamingjusamur og er hann eiginlega í fráhvörfum þar sem öll lyf voru tekin af honum og hann er með hausverk, aumur í hálsinum eftir öndunarvélina og aumur í maganum vegna hnappsins. Það er mikið á hetjuna lagt!
Hann fékk mikinn vökva í sig með því að vera í öndunarvél í svona langan tíma, bæði í lungun og svo utan á líkamann, mjög þrútinn og voru augun svo sokkin að hann gat varla opnað þau. En augun eru orðin aðeins skárri núna þar sem hann er búinn að fá auka vatnslosandi lyf.
Hann er með legg í hálsinum sem pirrar hann mikið, ekki er hægt að losna við hann fyrr en á morgun þar sem hann er að fá morfín, vatnslosandi og sýklalyf í hann.
Amma og afi komu að heimsækja prinsinn sinn og var hann glaður að vita af þeim þó svo að hann sagði nú lítið og rétt opnaði annað augað.
Kvöldið er búið að vera honum erfitt, mikil vanlíðan og einhvern veginn úrvinda en ekki náð að slaka á. Hann fékk verkjalyf og morfín til að ná sér niður og sefur núna værum svefni. Vonandi mun hann geta hvílt sig vel í nótt og náð upp kröftum fyrir morgundaginn. Hann er eitthvað svo máttfarinn t.d. er hóstinn hjá honum svo kraftlaus að hann nær varla að hósta.
Takk fyrir öll skilaboðin og yndislegt að vita hve margir hugsa til okkar!
Ásdís og Björgvin Arnar
Wednesday, October 17, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Æj litli yndislegi karlinn. Það er mikið á hann lagt!
Ég vona innilega hann nái að sofa vel í nótt og verði hressari á morgun.
Baráttukveðjur til ykkar og risaknús og kram
Sunna og co
Mikið er hann samt duglegur, elsku karlinn. Og þú, Ásdís mín, ofurkona!
Knús,
Lilja Björg.
Æjiii snúllinn minn! Hann er svo sterkur, alveg sá sterkasti! Hlakka til að knúsast í honum.
Knús til ykkar
Allý
Baráttukveðjur til ykkar hetjurnar mínar - sendi góða strauma ...
Ella María og Arnar
Við hugsum til ykkar og vonum að Björgvini líði betur.
Baráttukveðjur frá Stokkhólmi,
Sindri & Co
Post a Comment