Thursday, October 25, 2012

Ógleði í gleðinni

Við fengum dagsleyfi á þriðjudaginn og komum kl 20 um aftur á spítalann. Björgvin var alveg sáttur við þetta eftir mikla gleði að komast heim í smá stund, það sem hann naut sín.

Þegar við komum á spítalann þá sagði hann "mamma? þetta var stór dagur í dag að fara heim í Svölutjörn" Já hann getur bara ekki verið meiri dúlla :)

En svo versnaði í því kl 22 þegar mamman fékk líka þessa fínu gubbupest og varð að kalla pabbann til á spítalann á meðan ég hentist heim og lá í þessu í einn sólarhring.

Á meðan fengu þeir feðgar leyfi til að fara heim fram á föstudag og þá þarf Björgvin að koma í lokaskoðun fyrir útskrift. Dálítið stressandi að hafa ekki mónitor til að sýna mettunina þar sem hún hefur ekki verið nógu góð á nóttunni en það verður bara að taka smá stikkprufur yfir nóttina, það ætti að duga. En það eru alltaf viðbrigði að fara af spítalanum út af svona eftirliti, eins gott að allt sé í lagi!

Nú ætla ég að bruna í bæinn að ná í strákinn minn og koma honum heim til sín, get ekki beðið! :)

Knús í hús
Ásdís og Björgvin Arnar

1 comment:

Anonymous said...

Ojojoj, gubban er það versta!
Það eina góða er að hún gengur yfirleitt fljótt yfir.
En mundu nú að fara vel með þig Ásdís mín!!

Gott að þið eruð á heimleið, alltaf best að vera heima.

knús á ykkur
Sunna og co