Mikið var þetta góður dagur í dag. Björgvin var svo hress og kátur, var að grínast og talaði fullt, líkur sér. Það besta var að læknarnir ákáðu að gefa honum vatnslosandi lyfið sem hann var ennþá að fá í æð í töfluformi þannig að það var hægt að taka seinasta legginn úr honum. Þvílíkur léttir fyrir hann, getur nú notað báðar hendur.
Við reyndum að láta Björgvin labba smá, hefur ekkert labbað síðan fyrir aðgerð. Það var ekki auðvelt til að byrja með, hann var eins og litli bambi, skalf á fótunum og vildi bara setjast strax niður en við náðum að herja út tólf skref hjá honum. Fórum svo á túntinn í babú bílnum út um allan spítala og reyndum svo aftur að láta hann labba og þá gekk honum miklu betur, fengum alveg 200 skref - Harkan i þessum gaur sem ég á! :)
Björgvin var án súrefnis frá 14 - 19 í dag. Þvílíkur áfangi og hann var svo glaður að þurfa ekki að hafa súrefnisslönguna framan í sér.
Hann var svo glaður í dag, hvað er betra en þegar barnið manns er hamingjusamt? Ekkert! Hann var líka búinn að vera svo óhamingjusamur seinustu daga og líða svo illa. Þetta er stórt skref í batanum.
Ester vinkona kom í heimsókn og gaf honum þessa fínu derhúfu, já það má sko segja að hún hafi slegið í gegn hjá íþróttaálfinum mínum :)
Þegar líða fór á kvöldið og Björgvin varð þreyttur og þurfti þá á súrefni að halda og líklega mun nóttin verða á sömu nótunum. En vonandi fáum við lengri tíma á morgun súrefnislausan til að nálgast það markmið að komast heim.
Hamingjuknús frá okkur Björgvini Arnari
Saturday, October 20, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Frábærar fréttir, það er sko ekki að spyrja að stálkallinum, hann rúllar þessu upp :)
Nú er vonandi bara beinn og breiður vegur framundan hjá ykkur!
Batakveðjur,
Hrannar
Yndislegt að kíkja við hann var svo sætur og hraustlegur að sjá áðan miðað við hvað er stutt síðan aðgerðin var gerð greinilegt að þetta er allt saman skref í rétta átt. Risaknús og kveðja Ester
Yndislegt!
Fleiri svona lukklega daga, enda hef ég enga trú á öðru þegar Björgvin er annars vegar!
kram kram
Sunna og co
Gott að heyra að kúturinn sé allur að braggast - vonandi heldur þetta áfram á sömu leið.
Knús á ykkur af Skaga - Ella og Arbar
Vá frábærar fréttir :o)
Risa knús til ykkar, kv.Adda
Ohh það var svo yndislegt að sjá litla kallinn minn! Og að sjá muninn á honum á þessum myndum líka. Hlakka til að knúsa ykkur, vonandi fáið þið að fara heim sem fyrst :D
Knús
Allý
Post a Comment