Monday, October 15, 2012

Aðgerð á morgun

Þá er loksins komið að þessu í annað skiptið, en núna er okkur sagt að það sé öruggt að aðgerðin verði á morgun kl 8.

Seinustu dagar hafa verið erfiðir og á sérstaklega fyrir Björgvin. Hann hefur þurft að fá blóðþynningarsprautu tvisvar á dag, á tólf tíma fresti, og líka vaxtahormónasprautu einu sinni á dag. Álagið hefur verið mikið og er ekki skemmtilegt að sjá hann með sprautusár út um allt og hvað þá að sjá hann ganga í gegnum þetta. Stundum þá vildi maður geta tekið eitthvað af þessum sársauka á sig í staðinn.

Þegar við komum af spítalanum á fimmtudaginn þá var Björgvin með legg í hægri hendinni og gat lítið leikið sér en hann lét það nú ekki stoppa sig í að teikna listaverk, gerði sér lítið fyrir og teiknaði með vinstri og svona líka vel!

























Svo var leggurinn tekinn á föstudaginn og þá leið honum miklu betur, gat gert allt sem honum langaði til.

Aggi frændi kom í heimsókn og knúsaði frænda sinn svolítið, hann var ekki leiður að fá Huldu Maríu frænku sína í heimsókn. Óli frændi kom líka ásamt Snjólaugu og börnum. Amma og afi komu til okkar mörgum sinnum og fór afi með strákinn sinn á rúntinn og róló.

























Krossum fingur og vonum að allt gangi vel á morgun! Vona svo innilega að allt þetta erfiða seinustu daga og þessi aðgerð komi til þess að Björgvini líði betur í framhaldinu.

En eftir að hann fékk blóðgjöfina um daginn þá er ég ekki frá því að hann sé hressari og líti betur út. Þetta hefur verið gott orkuskot fyrir hann.

Baráttukveðja af Barnaspítalanum,
Ásdís og Björgvin Arnar

2 comments:

Anonymous said...

Baráttukveðjur elsku bestu mæðgin! Nú er það bara lokaátakið, uss hvað það verður frábært þegar þetta verður búið.

Bjarki

Anonymous said...

Gangi ykkur sem allrabest!
Knús í hús með tölvumús.

-Hrannar