Monday, October 22, 2012

Tannmissir seinasta daginn á spítalanum

Við fengum ekki að fara heim í dag vegna þess að Björgvin þurfti smá súrefni af og til í nótt, en samt sem áður var það ekkert að ráði. Hann hefur bætt aðeins vökva á sig og var ákveðið að gefa honum aðeins meira vatnslosandi þar sem hann er ekkert að hreyfa sig um að ráði, en ef hann myndi gera það þá færi vökvinn af honum með hreyfingunni.

















Þrátt fyrir vonbrigði með að komast ekki heim í dag þá áttum við góðan dag á leikstofunni þar sem Björgvin eldaði mat, pústlaði, málaði og teiknaði.


















Seinni partinn í dag þá missti Björgvin fjórðu tönnina. Það var nú ekki næstum eins mikil dramatík í kringum það og seinast, sem betur fer, alsæll var hann með árangurinn og að vera að verða svona stór strákur. Það verður svo gaman að sjá hvort tannálfurinn rati á spítalann :)

Tönnslukveðja
Ásdís og Björgvin Arnar

3 comments:

Anonymous said...

Það yrði algjör skandall ef tannálfurinn myndi klikka á að mæta á barnaspítalann ;-)

Bjarki

Anonymous said...

Snilld!! Hann er svo stór þessi elska!! Vonandi fer hann að geta verið án súrefnisins svo þið getið farið að koma heim :D

Knús á ykkur innilega
Allý

Anonymous said...

Fallegi kall:) Hann er svo dásamlegur!
Gott að allt sé í rétta átt:)

xxx Bylgja og co