Á morgun mánudag þá förum við Björgvin Arnar í undirbúning á Barnaspítalann. Þá eigum við að hitta hjúkrunarfræðing sem fylgir börnum eftir sem fá svona magasondu og fáum fræðslu hjá henni, einnig hittum við skurðlækninn og svæfingarlækninn.
Gylfi mun taka Björgvin af blóðþynningunni fyrir aðgerðina og þurfum við að gefa honum annað lyf sem er sprautað í lærið á hverjum degi til að vernda hjartalokuna á meðan engin blóðþynning er verkandi.
Á fimmtudaginn er svo aðferðin sjálf og eigum við að mæta 7:30 um morguninn og á aðgerðin sjálf ekki að taka langan tíma. Nú vonum við að svæfingin gangi vel og engar uppákomur verða en að öllu óbreyttu þá verðum við á spítalanum yfir nótt.
Björgvin fékk flensu í vikunni, mikinn hósta og hita, og fékk strax sýklalyf til að fyrirbyggja lungnasýkingu fyrir aðgerðina. Hann er betri í dag, hitalaus en hóstar enn og borðar lítið, eins og alltaf þegar hann fær kvef, þá minnkar matarlystin úr nærri engu í ekki neitt.
Vonandi mun þessi vika ganga vel og ég get farið að fita drenginn minn :) Krossum fingur!
Vonarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Sunday, October 7, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Hann rúllar þessu upp, eins og allta!
Knús
Nína og co.
Hann rúllar þessu upp, eins og allta!
Knús
Nína og co.
Nákvæmlega eins og Nína segir, hann er ekki aðal naglinn fyrir ekki neitt!
Bjarki
Sammála síðustu ræðumönnum, þið massið þetta í sameiningu eins eins og ykkur er einum lagið!
Kv,
Hrannar
Gangi ykkur vel, elskur. Ég hugsa til ykkar. Hann er svo duglegur og verður örugglega fljótur að ná sér!
Knús og kveðja,
Lilja Björg.
Gangi ykkur rosa vel kæru vinir.
Hugsa hlýtt til ykkar.
Tata,
Þórey Arna
Gangi ykkur ofsalega vel elskurnar! Hugsum til ykkar:)
Kv. Bylgja og co
Post a Comment