Sunday, October 28, 2012

Fín lína

Björgvin Arnar er ótrúlega viðkvæmur fyrir vökva í líkamanum, eins og oft hefur komið fram, en núna er verið að gefa honum næringu í magasonduna (75% vökvi) og hann er greinilega ekki að höndla þennan vökva svona beint eftir aðgerð þar sem lungun eru ekki búin að jafna sig eftir aðgerðina.

Dagurinn í dag var ekki tíðindamikill hjá Björgvini, engin mikil breyting á honum til hins betra né til hins verra. Um miðjan daginn þá var ákveðið að gefa honum blóð þar sem blóðgildið var greinilega ekki eins gott að prufurnar sýndu í gær. Þegar blóð er gefið þá er náttúrulega verið að bæta vökva inn í líkamann. Það var fylgst vel með honum á meðan og þegar það voru 45 ml af 150 ml komnir inn í líkamann þá byrjaði blóðþrýstingurinn að fara upp og Björgvin byrjaði að stynja. Blóðgjöf var hætt strax og honum var gefið vatnslosandi í æð til að létta á önduninni.

Ákveðið var að gefa honum ekki meira blóð í dag og sjá hvað þessir 45 ml gera fyrir hann, sjá til næstu daga, gefa honum kannski aðra 50 ml á morgun og hinn ef læknunum finnst þess þörf. Það er greinilega fín lína hvað má gefa honum út af viðkvæmni hans í lungunum, hárfín lína.

Um kvöldmatarleitið þá birti aðeins yfir drengnum og hann varð glaðari og labbaði smotterí með mér um ganginn að herberginu okkar og til baka. Það var góðs viti, kannski að þetta smotterí af blóði geti gert kraftaverk? hver veit, sjáum til á morgun.

Við fengum góða gesti í dag, Maja vinkona mín kom til okkar í hádeginu og svo komu Óli bróðir og Emilía.

Nína vinkona mín á afmæli eftir klukkutíma, ætla að vera fyrst til að óska henni til hamingju með daginn! Afmælisknús á þig hlaupadrottning! :-*

Ásdís og Björgvin Arnar

6 comments:

Anonymous said...

Elsku frænka, þið mæðginin eruð sko algjörar hetjur. Vona að núna fari að birta til hjá ykkur. Bestu kveðjur til ykkar ;*

Kv
Arna Vala

Anonymous said...

Baráttuknús á ykkur elskurnar okkar!
Við hugsum mikið til ykkar og vonum að þið komist heim sem fyrst.

kram
Sunna og co

Anonymous said...

Vona að það styttist í heimferð.
Hugurinn er hjá ykkur.

Baráttukveðjur,
Hrannar

Anonymous said...

Risaknús og batakveðjur frá okkur Söru sem sagðist ætla að finna upp stækkunarvél fyrir Björgvin :) sem hann færi bara inní svo hann þyrfti ekki þessar slöngur og nálar ;)

Kveðja Ester

Anonymous said...

Batakveðjur til ykkar elskurnar! Hugsum mikið til ykkar:)

xxx Bylgja og co

Anonymous said...

Bataknús til ykkar! Hlakka til að fá að knúsast í snúllanum mínum fljótlega :*

Vonandi fer þetta allt saman svo að ganga upp á við :D

Knúskveðjur
Allý