Friday, October 19, 2012

Fleiri skref fram á við

Mikill munur er búinn að vera á milli daga hjá Björgvini Arnari. Hann var miklu hressari í dag þó svo að enn sé hann mjög slappur.  Hann fór á rúntinni í babú bílnum, sat í smá stund frammi og fékk sér brauðbita og horfði á Dýrin í Hálsaskógi og svo kíkti hann í smá stund til Gróu og Sibbu á leikstofuna. En eftir þetta ferðalag var hann mjög uppgefin og lagði sig í rúma tvo tíma.

Mikilvægt er að reyna að örva hann, láta hann setjast upp og hreyfa sig. Hann er mjög máttfarinn og hefur lítinn líkamlegan kraft. Þegar hann var látinn labba smá þá gat hann ekki meira eftir nokkur skref. En vonandi verða þau fleiri á morgun!


















Súrefnismettunin er góð og er alveg ótrúlegt hvað hann þarf lítinn leka af súrefni til að haldast í fullri mettun en hann fellur ekki jafn hratt niður þegar við slökkvum á súrefnisflæðinu. Þetta er allt að koma hjá honum. Til að þjálfa lungun ásamt hreyfingunni þá látum við hann blása í svona partýflautu sem fer svona út þegar blásið er vel í og er hann búinn að standa sig svakalega vel, mikill munur á krafti og fjölda miðað við gærdaginn.

















Við fengum góða gesti í heimsókn í dag, Allý og Arnar kíktu á strákinn og svo komu amma og afi brunandi til okkar. Björgvin var alsæll með þessa gesti og var hinn hressasti (svona miðað við seinustu daga, talar nú ekki mikið en þetta er að koma).

















Björgvin er farinn að brosa og grínast svolítið, verða sjálfum sér líkur. Við höfum fulla trú á að morgundagurinn verði enn betri en í dag. Við ætlum okkur heim á mánudaginn svo að það er eins gott að vinna að því.

Takk yndislega fyrir öll kommentin og hlýjar kveðjur og hugsanir.

Ásdís og Björgvin Arnar

3 comments:

Anonymous said...

Hann er sko duglegastur! Ekki að það hafi nokkurn tímann verið spurning ;-)

Frábært hvað gengur vel.


Bjarki

Anonymous said...

Alltaf svo yndislegt að heyra um framávið skrefin.
Áfram Björgvin og Ásdís, þið eruð algerir massarar!

kram
Sunna og co

Anonymous said...

Svo gott að heyra að allt sé í rétta átt:) Þið eruð svo miklar hetjur!

xxx Bylgja og co