Annars er hann búinn að vera nokkuð hress og kátur, gengur vel í leikskólanum. En hann borðar ekki vel og þyngist ekkert og er það í rauninni það eina sem gengur ekki vel, þrátt fyrir að vera á vaxtarhormónum. Næsta skref í ferlinu er að hann fái magasondu og verður sú aðgerð gerð 11. okt næstkomandi. Það fylgir þessu mikill kvíði þar sem erfitt er að svæfa hann og oft koma sýkingar í kjölfarið í lungun, þó svo að aðgerðin sjálf sé auðveld. En maður ber þá von í brjósti að um leið og hann fær næga næringu þá muni eitthvað gerast í fjölgun sentimetra :)
Björgvin Arnar er mikill listamaður og teiknar á töfluna sína á hverjum degi, unir sér svo vel við það og svo sýnir hann okkur listaverkin sín. Þetta teiknaði hann um daginn, hvernig honum datt í hug að gera tölustafina svona öðruvísi er flott og hugmyndaríkt.
Kær kveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
2 comments:
Hann er náttúrulega bara krútt, hetja og snillingur :)
Bjarki
Flottastur :) Hlakka til að knúsa hann!
Kv. Nína
Post a Comment