Nóttin var mjög erfið, Björgvin átti erfitt með andardrátt í gærkvöldi og fram á nótt, þá var honum gefið púst sem hjálpaði til en hann var samt stynjandi og þurfti mikið súrefni til að halda uppi lágmarks mettun. Ekki var því mikið sofið í nott.
Þegar læknarnir komu í morgun þá var sett upp áætlun dagsins sem hljóðaði upp á lungnamynd, meira vatnslosandi, blóðprufur úr leggnum í hálsinum, kannski taka þennan legg úr þar sem hann háði honum svo mikið, setja sondumat í magasonduna, sjúkraþjálfun og reyna að virkja hann til hreyfingar.
Lungnamyndin sýndi mikinn vökva og var skammturinn af vatnslosandi lyfinu tvöfaldaður. Sjúkraþjálfarinn Helga kom og hjálpaði honum að blása í svona partýflautu og hafði það góð áhrif á hann. Við fengum að velja um að taka þennan legg úr hálsinum og fá þá nýjan legg á annan stað og við völdum það. Hann fékk nýjan legg í vinstri handlegg og var þteta allt annað líf að losna við þetta úr hálsinum, nú getur hann hreyft sig aðeins meira og legið á báðum hliðum þegar hann sefur. Fæðan í magasonduna var sett af stað, mjög hægt, og fór hún vel í hann.
Björgvin fékk að fara á rúntinn í þessari flottu kerru og var hann alsæll að fara smá í lyfturnar og rölta um, lyftist aðeins á honum brúnin. Aggi og Svava og krakkarnir komu í heimsókn, Björgvini fannst nú ekki leiðinlegt að sjá frænda sinn.
Þegar hann var sofnaður í kvöld þá var hann að metta frekar vel, var á bara með tæplega hálfan lítra af súrefni, vonandi fer hann að geta veri án þess, það er viðmiðið að geta verið án súrefnis til að komast heim. Getum náttúrulega ekki beðið eftir því! :)
Biðjum fyrir fleiri skrefum fram á við á morgun.
Ásdís og Björgvin Arnar <3 p="p">
3>
Thursday, October 18, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Yndislegi krútt molinn!! Hugsa alltaf rosalega hlýtt til ykkar :* Knús á ykkur
Allý
Get ekki beðið eftir framhaldssögunni á morgun, Skref fram á við 2. :-)
Bjarki
Segi það sama og Bjarki, hlakka til að heyra um fleiri skref fram á við!
Knús á ykkur
<3
Sunna og co
Þið fetið bataveginn hægt en örugglega, áður en þú veist af verður það hopp og skopp :)
Kv,
Hrannar
Megi skrefunum fjölga jafnt og þétt og líðanin lagast eftir því.
Kærleikskveðjur,
Þórey Arna
Vonum að Björgvin sé allur að koma til. Mikið lagt á þennan litla kropp!
Puss&kram
Linda & Sindri
Post a Comment