Honum var gefið morfín ef hann var að finna fyrir sársauka þar sem púlsinn var frekar hár og svo vatnslosandi lyf þar sem hann er mjög þrútinn af vökva, getur varla opnað augun.
Hann var með hita í gær en hann er á undanhaldi og líður honum núna mun betur og gat loksins slakað á og hvílt sig. Hér er hann sofandi með súrefnisgrímuna.
Það er ekki víst hvort hann fari af gjörgæslunni í dag, kannski vilja læknarnir halda honum hér þangað til á morgun, kemur betur í ljós hvernig dagurinn mun spilast.
Í morgun þá heyrði ég auglýsingu um tvöfaldan pott í Vikingalottó í kvöld, hver þarf lottovinning þegar maður á svona mikla hetju! :-D Það er mín gleði og fylling í lífinu.
Þakklætiskveðjur að allt er að ganga vel.
Ásdís og Björgvin Arnar
9 comments:
Hann er ótrúlegur hann Björgvin. Þvílíkur nagli.
Við vonum hann verði fljótur að jafna sig og að þessi aðgerð eigi eftir að skila sínu!
knús og kram og lots of love frá Sverige
Sunna, Maggi og stelpurnar
Nákvæmlega! Hann einn og sér er verðmætasti gullmolinn. Hann er svo mikil hetja þessi elska. Æðislegt að heyra að hann sé allur að koma til, verður kominn á lappir áður en maður veit af :D
Knús kveðjur til ykkar :*
Allý
Hann er nú meiri hetjan! Hann verður komin á fætur áður en langt um líður! Og vonandi gefst tækifæri bráðum til að kaupa stærri íþróttaálfagalla!
Kv. Nína
Hann er svo ótrúlegur dugnaðarforkur! Frábært að heyra að hann sé kominn úr vélinni:)
Þið eruð magnað teymi:)
xxx Bylgja og co
Þetta er ótrúlegur strákur sem þú átt Ásdís mín og snillingur fram í fingurgóma!! Eins og sjá má t.d. á teikningunum hans.
Vonandi ganga næstu klukkutímar, dagar og vikur vel hjá ykkur.
Og já - skítt með víkingalottóið :)
Túrílú,
Þórey Arna
Hugur minn er hjá ykkur og vonandi verður hann fljótur að ná sér strákurinn. Nú er bara að sættast við nýja verkfærið og nýta sér það til að stækka og dafna.
Takk fyrir innlitið á 11B, það var virkilega gaman að sjá þig.
Baráttukveðjur
Þórir
Hann er nú meiri hetjan þessi nagli enda á hann mömmu af bestu gerð. ;)
Vonandi gengur allt að óskum og þið komist sem fyrst heim
kv. Inga Birna
Þvílík ofurhetja!
Frábært hvað þetta hefur gengið vel hjá ykkur.
Batakveðjur,
Hrannar
Elsku litla gullið....
mikið er hann alltaf duglegur drengur og ekki síður mamma hans og þau sem standa honum næst. Bið fyrir honum og vona að allt gangi vel.
Knús og kossar til ykkar, ekki gleyma þér elsku Ásdís mín....
Kær kveðja, Kristín Amelía og kó
Post a Comment