Aðgerðin sem átti að vera í morgun var frestað vegna þess að gjörgæslan er full. Við mættum kl 7:30 og var Björgvin fastandi, kl 11 fáum við að vita af þessu og þá var Björgvin búinn að vera að mjög þyrstur og svangur í langan tíma.
Þetta var ótrúlega erfitt og svekkjandi þar sem búið var að leggja áherslu á að þetta væri aðgerð sem má ekki fresta né að eitthvað komi upp á. Undirbúningsferlið hjá Björgvini er miklu flóknara en hjá öðrum vegna blóðþynningar sem má ekki vera til staðar í aðgerðinni sjálfri en annað lyf gefið í staðinn til að verja hjartalokuna. Þetta ferli er eitthvað sem ekki er lagt í nema að allt sé 100% skipulagt. Þvílíkt klúður!
Eftir þessar leiðinlegu fréttir þá sátum við á kaffistofunni til að stöffa Björgvin af ýmsu góðgæti og þá kom deildarstjóri á Barnaspítalanum með gjöf handa honum. Það voru sem sagt hjón sem komu með 4 spjaldtölvur til að gefa börnum sem þurfa á því að halda. Björgvin varð fyrir valinu og þvílík gleði í öllu sem búið er að ganga á seinustu daga hjá honum. Þetta bréf fylgdi gjöfinni:
Já þetta vakti mikla gleði og hamingju hjá litlum dreng, þakka ykkur kærlega fyrir elsku velgjörðarfólk!
Aðgerðin verður á næsta þriðjudag, until then :)
Þakklætiskveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
3 comments:
knús á ykkur :) Ragga
Ekki er það einleikið hvað hlutirnir þurfa alltaf að vera erfiðir, en vá ekkert smá flott gjöf!
Bjarki
Vá en dásamleg gjöf fyrir litla en duglega hetju!
Knús til ykkar beggja :)
Adda
Post a Comment