Thursday, October 25, 2012

Afturför - Aftur komin á spítalann

Við erum komin aftur á spítalann eftir að mettunin hjá Björgvini versnaði mikið í dag. Hann er að fá svo mikla fæðu í sonduna sem er 75% vökvi, sem hann er greinilega ekki að höndla nógu vel. Það verður að finna út úr þessu.

Hann fékk auka vatnslosandi skammt þegar við komum og púst og varð fljótlega betri í mettuninni en ekki alveg nógu góður, hann stynur líka slatta mikið þegar hann andar. Planið er að fara í lungnamynd í fyrramálið til að útiloka sýkingu og svo hittum við vonandi Gylfa lækni og gerum eitthvað plan.

Nú erum við á stofu 29 sem við vorum á í 5 vikur í fyrra, já það kom smá skrítin tilfinning yfir mig en við ætlum nú að græja þetta vandamál á styttri tíma en það, ójá :)

Við mæðginin höfum það bara kósý hér saman.

Kveðja af Barnaspítalanum,
Ásdís og Björgvin Arnar


6 comments:

Anonymous said...

Þetta er aldrei einfalt hjá ykkur kæru mæðgin, en nú verðið þið snögg að græja þetta og komast aftur heim!

Bjarki

Anonymous said...

Vonandi gengur þetta alltsaman vel hjá ykkur svo þið komist heim í kotið.

Kv,
Hrannr

Anonymous said...

Kæra Ásdís og Björgvin Arnar baráttu kveðjur til ykkar

Anonymous said...

Batakveðjur með báráttu kveðjunum Asa Clausen og fjölskylda

Hólla og Sif said...

Hæ,hæ elsku Ásdís og Björgvin Arnar

Ég fylgist alltaf með fréttum hér á síðunni af litla kút þó ég sé ekki nógu dugleg að kvitta og senda ykkur kveðju (reyndi samt um daginn en gekk ekkert að birta hana...) Vona svo innilega að þið komist sem fyrst af spítalanum heim í Svölutjörn! Baráttukveðjur og knús frá Hóllu og Sif.

Anonymous said...

Gangi ykkur rosalega vel, við trúum ekki öðru en þið verðið komin heim innan skamms, baráttujaxlarnir sem þið eruð!

knús og kram
Sunna og co