Ekki mikið að frétta af okkur á Barnaspítalanum. Lyfjunum var breytt í morgun, þ.e. blóðþrýstingslyfin voru minnkuð og einu hjartalyfi var bætt við sem á að létta á virkni hjartans og vera gott við svona vökvasöfnun. Björgvin mettar ennþá illa og notar súrefni og stynur smá við að anda.
Læknarnir ætla að gefa sér tíma í að þurrka lungun hans og skipta svo yfir af vatnslosandi í æð yfir í tölflur, áætla viku til tíu daga í þetta. Eins gott að þetta takist þá.
Björgvini finnast gulubílarnir á spítalanum æðislega spennandi, hér er hann að prófa einn :)
Ásdís og Björgvin Arnar
Monday, October 29, 2012
Sunday, October 28, 2012
Fín lína
Björgvin Arnar er ótrúlega viðkvæmur fyrir vökva í líkamanum, eins og oft hefur komið fram, en núna er verið að gefa honum næringu í magasonduna (75% vökvi) og hann er greinilega ekki að höndla þennan vökva svona beint eftir aðgerð þar sem lungun eru ekki búin að jafna sig eftir aðgerðina.
Dagurinn í dag var ekki tíðindamikill hjá Björgvini, engin mikil breyting á honum til hins betra né til hins verra. Um miðjan daginn þá var ákveðið að gefa honum blóð þar sem blóðgildið var greinilega ekki eins gott að prufurnar sýndu í gær. Þegar blóð er gefið þá er náttúrulega verið að bæta vökva inn í líkamann. Það var fylgst vel með honum á meðan og þegar það voru 45 ml af 150 ml komnir inn í líkamann þá byrjaði blóðþrýstingurinn að fara upp og Björgvin byrjaði að stynja. Blóðgjöf var hætt strax og honum var gefið vatnslosandi í æð til að létta á önduninni.
Ákveðið var að gefa honum ekki meira blóð í dag og sjá hvað þessir 45 ml gera fyrir hann, sjá til næstu daga, gefa honum kannski aðra 50 ml á morgun og hinn ef læknunum finnst þess þörf. Það er greinilega fín lína hvað má gefa honum út af viðkvæmni hans í lungunum, hárfín lína.
Um kvöldmatarleitið þá birti aðeins yfir drengnum og hann varð glaðari og labbaði smotterí með mér um ganginn að herberginu okkar og til baka. Það var góðs viti, kannski að þetta smotterí af blóði geti gert kraftaverk? hver veit, sjáum til á morgun.
Við fengum góða gesti í dag, Maja vinkona mín kom til okkar í hádeginu og svo komu Óli bróðir og Emilía.
Nína vinkona mín á afmæli eftir klukkutíma, ætla að vera fyrst til að óska henni til hamingju með daginn! Afmælisknús á þig hlaupadrottning! :-*
Ásdís og Björgvin Arnar
Dagurinn í dag var ekki tíðindamikill hjá Björgvini, engin mikil breyting á honum til hins betra né til hins verra. Um miðjan daginn þá var ákveðið að gefa honum blóð þar sem blóðgildið var greinilega ekki eins gott að prufurnar sýndu í gær. Þegar blóð er gefið þá er náttúrulega verið að bæta vökva inn í líkamann. Það var fylgst vel með honum á meðan og þegar það voru 45 ml af 150 ml komnir inn í líkamann þá byrjaði blóðþrýstingurinn að fara upp og Björgvin byrjaði að stynja. Blóðgjöf var hætt strax og honum var gefið vatnslosandi í æð til að létta á önduninni.
Ákveðið var að gefa honum ekki meira blóð í dag og sjá hvað þessir 45 ml gera fyrir hann, sjá til næstu daga, gefa honum kannski aðra 50 ml á morgun og hinn ef læknunum finnst þess þörf. Það er greinilega fín lína hvað má gefa honum út af viðkvæmni hans í lungunum, hárfín lína.
Um kvöldmatarleitið þá birti aðeins yfir drengnum og hann varð glaðari og labbaði smotterí með mér um ganginn að herberginu okkar og til baka. Það var góðs viti, kannski að þetta smotterí af blóði geti gert kraftaverk? hver veit, sjáum til á morgun.
Við fengum góða gesti í dag, Maja vinkona mín kom til okkar í hádeginu og svo komu Óli bróðir og Emilía.
Nína vinkona mín á afmæli eftir klukkutíma, ætla að vera fyrst til að óska henni til hamingju með daginn! Afmælisknús á þig hlaupadrottning! :-*
Ásdís og Björgvin Arnar
Saturday, October 27, 2012
Þá birtir aðeins til ...
Staðan á lungunum hans Björgvins var ekki góð í dag, hann mettaði mjög illa, þurfti meira súrefni þrátt fyrir hærri vatnslosandi skammta. Eitthvað varð að gera í þessu öllu saman, stefnan var ekki góð og fannst mér eins og við værum bara á leiðinni á gjörgæsluna í dag. Björgvin var líka farinn að sýna skrítin einkenni, detta aðeins út eins og hann á til að gera þegar álagið á líkama og sál er orðið of mikið.
Lagt var upp með að setja legg í hann og taka blóðprufur til að athuga með blóðgildi hans sem hefur verið of lágt í langan tíma. Einnig vildu læknarnir gefa honum blóð ef það blóðgildið reynist of lágt til að hjálpa honum við þessa vökvasöfnun sem er að hrjá hann.
Gjörgæslufólk var fengið til að setja legginn í hann og taka blóðið. Niðurstaðan úr prufunum var að blóðgildið hans var orðið betra en það var fyrir 10 dögum síðan, var 95 en var komið í 105, sem segir okkur það að hann er að framleiða blóð sjálfur með efnunum úr fæðunni sem hann fær í gegnum magasonduna. Það er mikill léttir að heyra það að þetta allt saman er að verða honum eitthvað til góðs. Því var blóðgjöfinni frestað og staðan tekin aftur varðandi hana á mánudaginn. Það er ekki ráðlegt að gefa blóð manneskju sem er að framleiða það að sjálfsdáðum, þá hættir sú framleiðsla í bili, best er að hafa þetta sem eðlilegast.
Björgvin fékk vatnslosandi lyf í æð og sýnir strax góð viðbrögð við því, pissar mikið og er strax að stynja minna. Einnig þarf hann ekki eins mikið súrefni til að halda mettuninni góðri. Þannig að þetta er allt á betri leið.
Vandamálið hjá okkur er að skipta yfir af vatnslosandi lyfjum í æð í töfluform. Að fá svona lyf í æð er miklu áhrifameira, virkar fljótar og sterkar. Þessi skipti eru vandmeðfarin og nú þarf að hugsa upp gott plan þar sem við erum búin að lenda tvisvar í því að þurfa að fara til baka. Nú þarf líka að hugsa um að Björgvin er að fá fullt af fæðu í magann og þá er kannski upptaka lyfjanna úr meltingarveginum öðruvísi en áður þar sem hann var alltaf með tóman maga.
Á morgun þurfum við að fá nýtt plan frá læknunum. Eins gott að það verði gott svo að við getum farið heim, Björgvin spyr á hverjum degi hvenær við ætlum eiginlega að fara heim í Svölutjörn 5.
Þetta var stressandi dagur, mamman var mjög áhyggjufull. Biðjum um betri daga framundan.
Ásdís og Björgvin Arnar
Lagt var upp með að setja legg í hann og taka blóðprufur til að athuga með blóðgildi hans sem hefur verið of lágt í langan tíma. Einnig vildu læknarnir gefa honum blóð ef það blóðgildið reynist of lágt til að hjálpa honum við þessa vökvasöfnun sem er að hrjá hann.
Gjörgæslufólk var fengið til að setja legginn í hann og taka blóðið. Niðurstaðan úr prufunum var að blóðgildið hans var orðið betra en það var fyrir 10 dögum síðan, var 95 en var komið í 105, sem segir okkur það að hann er að framleiða blóð sjálfur með efnunum úr fæðunni sem hann fær í gegnum magasonduna. Það er mikill léttir að heyra það að þetta allt saman er að verða honum eitthvað til góðs. Því var blóðgjöfinni frestað og staðan tekin aftur varðandi hana á mánudaginn. Það er ekki ráðlegt að gefa blóð manneskju sem er að framleiða það að sjálfsdáðum, þá hættir sú framleiðsla í bili, best er að hafa þetta sem eðlilegast.
Björgvin fékk vatnslosandi lyf í æð og sýnir strax góð viðbrögð við því, pissar mikið og er strax að stynja minna. Einnig þarf hann ekki eins mikið súrefni til að halda mettuninni góðri. Þannig að þetta er allt á betri leið.
Vandamálið hjá okkur er að skipta yfir af vatnslosandi lyfjum í æð í töfluform. Að fá svona lyf í æð er miklu áhrifameira, virkar fljótar og sterkar. Þessi skipti eru vandmeðfarin og nú þarf að hugsa upp gott plan þar sem við erum búin að lenda tvisvar í því að þurfa að fara til baka. Nú þarf líka að hugsa um að Björgvin er að fá fullt af fæðu í magann og þá er kannski upptaka lyfjanna úr meltingarveginum öðruvísi en áður þar sem hann var alltaf með tóman maga.
Á morgun þurfum við að fá nýtt plan frá læknunum. Eins gott að það verði gott svo að við getum farið heim, Björgvin spyr á hverjum degi hvenær við ætlum eiginlega að fara heim í Svölutjörn 5.
Þetta var stressandi dagur, mamman var mjög áhyggjufull. Biðjum um betri daga framundan.
Ásdís og Björgvin Arnar
Thursday, October 25, 2012
Afturför - Aftur komin á spítalann
Við erum komin aftur á spítalann eftir að mettunin hjá Björgvini versnaði mikið í dag. Hann er að fá svo mikla fæðu í sonduna sem er 75% vökvi, sem hann er greinilega ekki að höndla nógu vel. Það verður að finna út úr þessu.
Hann fékk auka vatnslosandi skammt þegar við komum og púst og varð fljótlega betri í mettuninni en ekki alveg nógu góður, hann stynur líka slatta mikið þegar hann andar. Planið er að fara í lungnamynd í fyrramálið til að útiloka sýkingu og svo hittum við vonandi Gylfa lækni og gerum eitthvað plan.
Nú erum við á stofu 29 sem við vorum á í 5 vikur í fyrra, já það kom smá skrítin tilfinning yfir mig en við ætlum nú að græja þetta vandamál á styttri tíma en það, ójá :)
Við mæðginin höfum það bara kósý hér saman.
Kveðja af Barnaspítalanum,
Ásdís og Björgvin Arnar
Hann fékk auka vatnslosandi skammt þegar við komum og púst og varð fljótlega betri í mettuninni en ekki alveg nógu góður, hann stynur líka slatta mikið þegar hann andar. Planið er að fara í lungnamynd í fyrramálið til að útiloka sýkingu og svo hittum við vonandi Gylfa lækni og gerum eitthvað plan.
Nú erum við á stofu 29 sem við vorum á í 5 vikur í fyrra, já það kom smá skrítin tilfinning yfir mig en við ætlum nú að græja þetta vandamál á styttri tíma en það, ójá :)
Við mæðginin höfum það bara kósý hér saman.
Kveðja af Barnaspítalanum,
Ásdís og Björgvin Arnar
Ógleði í gleðinni
Við fengum dagsleyfi á þriðjudaginn og komum kl 20 um aftur á spítalann. Björgvin var alveg sáttur við þetta eftir mikla gleði að komast heim í smá stund, það sem hann naut sín.
Þegar við komum á spítalann þá sagði hann "mamma? þetta var stór dagur í dag að fara heim í Svölutjörn" Já hann getur bara ekki verið meiri dúlla :)
En svo versnaði í því kl 22 þegar mamman fékk líka þessa fínu gubbupest og varð að kalla pabbann til á spítalann á meðan ég hentist heim og lá í þessu í einn sólarhring.
Á meðan fengu þeir feðgar leyfi til að fara heim fram á föstudag og þá þarf Björgvin að koma í lokaskoðun fyrir útskrift. Dálítið stressandi að hafa ekki mónitor til að sýna mettunina þar sem hún hefur ekki verið nógu góð á nóttunni en það verður bara að taka smá stikkprufur yfir nóttina, það ætti að duga. En það eru alltaf viðbrigði að fara af spítalanum út af svona eftirliti, eins gott að allt sé í lagi!
Nú ætla ég að bruna í bæinn að ná í strákinn minn og koma honum heim til sín, get ekki beðið! :)
Knús í hús
Ásdís og Björgvin Arnar
Þegar við komum á spítalann þá sagði hann "mamma? þetta var stór dagur í dag að fara heim í Svölutjörn" Já hann getur bara ekki verið meiri dúlla :)
En svo versnaði í því kl 22 þegar mamman fékk líka þessa fínu gubbupest og varð að kalla pabbann til á spítalann á meðan ég hentist heim og lá í þessu í einn sólarhring.
Á meðan fengu þeir feðgar leyfi til að fara heim fram á föstudag og þá þarf Björgvin að koma í lokaskoðun fyrir útskrift. Dálítið stressandi að hafa ekki mónitor til að sýna mettunina þar sem hún hefur ekki verið nógu góð á nóttunni en það verður bara að taka smá stikkprufur yfir nóttina, það ætti að duga. En það eru alltaf viðbrigði að fara af spítalanum út af svona eftirliti, eins gott að allt sé í lagi!
Nú ætla ég að bruna í bæinn að ná í strákinn minn og koma honum heim til sín, get ekki beðið! :)
Knús í hús
Ásdís og Björgvin Arnar
Tuesday, October 23, 2012
Heim í leyfi
Við erum komin heim í Svölutjörn í leyfi, förum svo aftur á spítalann í kvöld og sofum í nótt. Ástæðan fyrir því er að mettunin í nótt var ekki alveg eins og hún þarf að vera til að hleypa okkur heim en samt sem áður var lungnamyndin góð og vonumst við til að útskrift verði í fyrramálið.
Það var tekin lungnamynd í morgun sem var mjög góð.
Björgvin var alsæll að komast heim og ætlum við að njóta dagsins :)
kveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Það var tekin lungnamynd í morgun sem var mjög góð.
Björgvin var alsæll að komast heim og ætlum við að njóta dagsins :)
kveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Monday, October 22, 2012
Tannmissir seinasta daginn á spítalanum
Við fengum ekki að fara heim í dag vegna þess að Björgvin þurfti smá súrefni af og til í nótt, en samt sem áður var það ekkert að ráði. Hann hefur bætt aðeins vökva á sig og var ákveðið að gefa honum aðeins meira vatnslosandi þar sem hann er ekkert að hreyfa sig um að ráði, en ef hann myndi gera það þá færi vökvinn af honum með hreyfingunni.
Þrátt fyrir vonbrigði með að komast ekki heim í dag þá áttum við góðan dag á leikstofunni þar sem Björgvin eldaði mat, pústlaði, málaði og teiknaði.
Seinni partinn í dag þá missti Björgvin fjórðu tönnina. Það var nú ekki næstum eins mikil dramatík í kringum það og seinast, sem betur fer, alsæll var hann með árangurinn og að vera að verða svona stór strákur. Það verður svo gaman að sjá hvort tannálfurinn rati á spítalann :)
Tönnslukveðja
Ásdís og Björgvin Arnar
Þrátt fyrir vonbrigði með að komast ekki heim í dag þá áttum við góðan dag á leikstofunni þar sem Björgvin eldaði mat, pústlaði, málaði og teiknaði.
Seinni partinn í dag þá missti Björgvin fjórðu tönnina. Það var nú ekki næstum eins mikil dramatík í kringum það og seinast, sem betur fer, alsæll var hann með árangurinn og að vera að verða svona stór strákur. Það verður svo gaman að sjá hvort tannálfurinn rati á spítalann :)
Tönnslukveðja
Ásdís og Björgvin Arnar
Saturday, October 20, 2012
Laugardagur til lukku á vel við núna
Mikið var þetta góður dagur í dag. Björgvin var svo hress og kátur, var að grínast og talaði fullt, líkur sér. Það besta var að læknarnir ákáðu að gefa honum vatnslosandi lyfið sem hann var ennþá að fá í æð í töfluformi þannig að það var hægt að taka seinasta legginn úr honum. Þvílíkur léttir fyrir hann, getur nú notað báðar hendur.
Við reyndum að láta Björgvin labba smá, hefur ekkert labbað síðan fyrir aðgerð. Það var ekki auðvelt til að byrja með, hann var eins og litli bambi, skalf á fótunum og vildi bara setjast strax niður en við náðum að herja út tólf skref hjá honum. Fórum svo á túntinn í babú bílnum út um allan spítala og reyndum svo aftur að láta hann labba og þá gekk honum miklu betur, fengum alveg 200 skref - Harkan i þessum gaur sem ég á! :)
Björgvin var án súrefnis frá 14 - 19 í dag. Þvílíkur áfangi og hann var svo glaður að þurfa ekki að hafa súrefnisslönguna framan í sér.
Hann var svo glaður í dag, hvað er betra en þegar barnið manns er hamingjusamt? Ekkert! Hann var líka búinn að vera svo óhamingjusamur seinustu daga og líða svo illa. Þetta er stórt skref í batanum.
Ester vinkona kom í heimsókn og gaf honum þessa fínu derhúfu, já það má sko segja að hún hafi slegið í gegn hjá íþróttaálfinum mínum :)
Þegar líða fór á kvöldið og Björgvin varð þreyttur og þurfti þá á súrefni að halda og líklega mun nóttin verða á sömu nótunum. En vonandi fáum við lengri tíma á morgun súrefnislausan til að nálgast það markmið að komast heim.
Hamingjuknús frá okkur Björgvini Arnari
Við reyndum að láta Björgvin labba smá, hefur ekkert labbað síðan fyrir aðgerð. Það var ekki auðvelt til að byrja með, hann var eins og litli bambi, skalf á fótunum og vildi bara setjast strax niður en við náðum að herja út tólf skref hjá honum. Fórum svo á túntinn í babú bílnum út um allan spítala og reyndum svo aftur að láta hann labba og þá gekk honum miklu betur, fengum alveg 200 skref - Harkan i þessum gaur sem ég á! :)
Björgvin var án súrefnis frá 14 - 19 í dag. Þvílíkur áfangi og hann var svo glaður að þurfa ekki að hafa súrefnisslönguna framan í sér.
Hann var svo glaður í dag, hvað er betra en þegar barnið manns er hamingjusamt? Ekkert! Hann var líka búinn að vera svo óhamingjusamur seinustu daga og líða svo illa. Þetta er stórt skref í batanum.
Ester vinkona kom í heimsókn og gaf honum þessa fínu derhúfu, já það má sko segja að hún hafi slegið í gegn hjá íþróttaálfinum mínum :)
Þegar líða fór á kvöldið og Björgvin varð þreyttur og þurfti þá á súrefni að halda og líklega mun nóttin verða á sömu nótunum. En vonandi fáum við lengri tíma á morgun súrefnislausan til að nálgast það markmið að komast heim.
Hamingjuknús frá okkur Björgvini Arnari
Friday, October 19, 2012
Fleiri skref fram á við
Mikill munur er búinn að vera á milli daga hjá Björgvini Arnari. Hann var miklu hressari í dag þó svo að enn sé hann mjög slappur. Hann fór á rúntinni í babú bílnum, sat í smá stund frammi og fékk sér brauðbita og horfði á Dýrin í Hálsaskógi og svo kíkti hann í smá stund til Gróu og Sibbu á leikstofuna. En eftir þetta ferðalag var hann mjög uppgefin og lagði sig í rúma tvo tíma.
Mikilvægt er að reyna að örva hann, láta hann setjast upp og hreyfa sig. Hann er mjög máttfarinn og hefur lítinn líkamlegan kraft. Þegar hann var látinn labba smá þá gat hann ekki meira eftir nokkur skref. En vonandi verða þau fleiri á morgun!
Súrefnismettunin er góð og er alveg ótrúlegt hvað hann þarf lítinn leka af súrefni til að haldast í fullri mettun en hann fellur ekki jafn hratt niður þegar við slökkvum á súrefnisflæðinu. Þetta er allt að koma hjá honum. Til að þjálfa lungun ásamt hreyfingunni þá látum við hann blása í svona partýflautu sem fer svona út þegar blásið er vel í og er hann búinn að standa sig svakalega vel, mikill munur á krafti og fjölda miðað við gærdaginn.
Við fengum góða gesti í heimsókn í dag, Allý og Arnar kíktu á strákinn og svo komu amma og afi brunandi til okkar. Björgvin var alsæll með þessa gesti og var hinn hressasti (svona miðað við seinustu daga, talar nú ekki mikið en þetta er að koma).
Björgvin er farinn að brosa og grínast svolítið, verða sjálfum sér líkur. Við höfum fulla trú á að morgundagurinn verði enn betri en í dag. Við ætlum okkur heim á mánudaginn svo að það er eins gott að vinna að því.
Takk yndislega fyrir öll kommentin og hlýjar kveðjur og hugsanir.
Ásdís og Björgvin Arnar
Mikilvægt er að reyna að örva hann, láta hann setjast upp og hreyfa sig. Hann er mjög máttfarinn og hefur lítinn líkamlegan kraft. Þegar hann var látinn labba smá þá gat hann ekki meira eftir nokkur skref. En vonandi verða þau fleiri á morgun!
Súrefnismettunin er góð og er alveg ótrúlegt hvað hann þarf lítinn leka af súrefni til að haldast í fullri mettun en hann fellur ekki jafn hratt niður þegar við slökkvum á súrefnisflæðinu. Þetta er allt að koma hjá honum. Til að þjálfa lungun ásamt hreyfingunni þá látum við hann blása í svona partýflautu sem fer svona út þegar blásið er vel í og er hann búinn að standa sig svakalega vel, mikill munur á krafti og fjölda miðað við gærdaginn.
Við fengum góða gesti í heimsókn í dag, Allý og Arnar kíktu á strákinn og svo komu amma og afi brunandi til okkar. Björgvin var alsæll með þessa gesti og var hinn hressasti (svona miðað við seinustu daga, talar nú ekki mikið en þetta er að koma).
Björgvin er farinn að brosa og grínast svolítið, verða sjálfum sér líkur. Við höfum fulla trú á að morgundagurinn verði enn betri en í dag. Við ætlum okkur heim á mánudaginn svo að það er eins gott að vinna að því.
Takk yndislega fyrir öll kommentin og hlýjar kveðjur og hugsanir.
Ásdís og Björgvin Arnar
Thursday, October 18, 2012
Skref fram á við
Nóttin var mjög erfið, Björgvin átti erfitt með andardrátt í gærkvöldi og fram á nótt, þá var honum gefið púst sem hjálpaði til en hann var samt stynjandi og þurfti mikið súrefni til að halda uppi lágmarks mettun. Ekki var því mikið sofið í nott.
Þegar læknarnir komu í morgun þá var sett upp áætlun dagsins sem hljóðaði upp á lungnamynd, meira vatnslosandi, blóðprufur úr leggnum í hálsinum, kannski taka þennan legg úr þar sem hann háði honum svo mikið, setja sondumat í magasonduna, sjúkraþjálfun og reyna að virkja hann til hreyfingar.
Lungnamyndin sýndi mikinn vökva og var skammturinn af vatnslosandi lyfinu tvöfaldaður. Sjúkraþjálfarinn Helga kom og hjálpaði honum að blása í svona partýflautu og hafði það góð áhrif á hann. Við fengum að velja um að taka þennan legg úr hálsinum og fá þá nýjan legg á annan stað og við völdum það. Hann fékk nýjan legg í vinstri handlegg og var þteta allt annað líf að losna við þetta úr hálsinum, nú getur hann hreyft sig aðeins meira og legið á báðum hliðum þegar hann sefur. Fæðan í magasonduna var sett af stað, mjög hægt, og fór hún vel í hann.
Björgvin fékk að fara á rúntinn í þessari flottu kerru og var hann alsæll að fara smá í lyfturnar og rölta um, lyftist aðeins á honum brúnin. Aggi og Svava og krakkarnir komu í heimsókn, Björgvini fannst nú ekki leiðinlegt að sjá frænda sinn.
Þegar hann var sofnaður í kvöld þá var hann að metta frekar vel, var á bara með tæplega hálfan lítra af súrefni, vonandi fer hann að geta veri án þess, það er viðmiðið að geta verið án súrefnis til að komast heim. Getum náttúrulega ekki beðið eftir því! :)
Biðjum fyrir fleiri skrefum fram á við á morgun.
Ásdís og Björgvin Arnar <3 p="p">
Þegar læknarnir komu í morgun þá var sett upp áætlun dagsins sem hljóðaði upp á lungnamynd, meira vatnslosandi, blóðprufur úr leggnum í hálsinum, kannski taka þennan legg úr þar sem hann háði honum svo mikið, setja sondumat í magasonduna, sjúkraþjálfun og reyna að virkja hann til hreyfingar.
Lungnamyndin sýndi mikinn vökva og var skammturinn af vatnslosandi lyfinu tvöfaldaður. Sjúkraþjálfarinn Helga kom og hjálpaði honum að blása í svona partýflautu og hafði það góð áhrif á hann. Við fengum að velja um að taka þennan legg úr hálsinum og fá þá nýjan legg á annan stað og við völdum það. Hann fékk nýjan legg í vinstri handlegg og var þteta allt annað líf að losna við þetta úr hálsinum, nú getur hann hreyft sig aðeins meira og legið á báðum hliðum þegar hann sefur. Fæðan í magasonduna var sett af stað, mjög hægt, og fór hún vel í hann.
Björgvin fékk að fara á rúntinn í þessari flottu kerru og var hann alsæll að fara smá í lyfturnar og rölta um, lyftist aðeins á honum brúnin. Aggi og Svava og krakkarnir komu í heimsókn, Björgvini fannst nú ekki leiðinlegt að sjá frænda sinn.
Þegar hann var sofnaður í kvöld þá var hann að metta frekar vel, var á bara með tæplega hálfan lítra af súrefni, vonandi fer hann að geta veri án þess, það er viðmiðið að geta verið án súrefnis til að komast heim. Getum náttúrulega ekki beðið eftir því! :)
Biðjum fyrir fleiri skrefum fram á við á morgun.
Ásdís og Björgvin Arnar <3 p="p">
Wednesday, October 17, 2012
Kominn af gjörgæslu
Dagurinn í dag er búinn að vera svolítið strembinn. Það gekk vel að taka hetjuna úr öndunarvélinni en næstu tveir tímarnir voru ekki góðir.
Um kl 14 þá fórum við yfir á Barnaspítalann og var Björgvin alveg útkeyrður og er búinn að sofa mikið. Þess á milli er hann búinn að vera frekar óhamingjusamur og er hann eiginlega í fráhvörfum þar sem öll lyf voru tekin af honum og hann er með hausverk, aumur í hálsinum eftir öndunarvélina og aumur í maganum vegna hnappsins. Það er mikið á hetjuna lagt!
Hann fékk mikinn vökva í sig með því að vera í öndunarvél í svona langan tíma, bæði í lungun og svo utan á líkamann, mjög þrútinn og voru augun svo sokkin að hann gat varla opnað þau. En augun eru orðin aðeins skárri núna þar sem hann er búinn að fá auka vatnslosandi lyf.
Hann er með legg í hálsinum sem pirrar hann mikið, ekki er hægt að losna við hann fyrr en á morgun þar sem hann er að fá morfín, vatnslosandi og sýklalyf í hann.
Amma og afi komu að heimsækja prinsinn sinn og var hann glaður að vita af þeim þó svo að hann sagði nú lítið og rétt opnaði annað augað.
Kvöldið er búið að vera honum erfitt, mikil vanlíðan og einhvern veginn úrvinda en ekki náð að slaka á. Hann fékk verkjalyf og morfín til að ná sér niður og sefur núna værum svefni. Vonandi mun hann geta hvílt sig vel í nótt og náð upp kröftum fyrir morgundaginn. Hann er eitthvað svo máttfarinn t.d. er hóstinn hjá honum svo kraftlaus að hann nær varla að hósta.
Takk fyrir öll skilaboðin og yndislegt að vita hve margir hugsa til okkar!
Ásdís og Björgvin Arnar
Um kl 14 þá fórum við yfir á Barnaspítalann og var Björgvin alveg útkeyrður og er búinn að sofa mikið. Þess á milli er hann búinn að vera frekar óhamingjusamur og er hann eiginlega í fráhvörfum þar sem öll lyf voru tekin af honum og hann er með hausverk, aumur í hálsinum eftir öndunarvélina og aumur í maganum vegna hnappsins. Það er mikið á hetjuna lagt!
Hann fékk mikinn vökva í sig með því að vera í öndunarvél í svona langan tíma, bæði í lungun og svo utan á líkamann, mjög þrútinn og voru augun svo sokkin að hann gat varla opnað þau. En augun eru orðin aðeins skárri núna þar sem hann er búinn að fá auka vatnslosandi lyf.
Hann er með legg í hálsinum sem pirrar hann mikið, ekki er hægt að losna við hann fyrr en á morgun þar sem hann er að fá morfín, vatnslosandi og sýklalyf í hann.
Amma og afi komu að heimsækja prinsinn sinn og var hann glaður að vita af þeim þó svo að hann sagði nú lítið og rétt opnaði annað augað.
Kvöldið er búið að vera honum erfitt, mikil vanlíðan og einhvern veginn úrvinda en ekki náð að slaka á. Hann fékk verkjalyf og morfín til að ná sér niður og sefur núna værum svefni. Vonandi mun hann geta hvílt sig vel í nótt og náð upp kröftum fyrir morgundaginn. Hann er eitthvað svo máttfarinn t.d. er hóstinn hjá honum svo kraftlaus að hann nær varla að hósta.
Takk fyrir öll skilaboðin og yndislegt að vita hve margir hugsa til okkar!
Ásdís og Björgvin Arnar
Kominn úr öndunarvél!
Jæja þá er hetjan mín komin úr öndunarvélinni. Þetta er búið að taka smá á hjá honum, hefur þurft á miklu súrefni að halda og fá innúða til að hjálpa við öndun. Fyrstu tveir tímarnir á eftir hafa verið smá stressandi þar sem honum leið svo illa vegna þess að öll lyf voru tekin af honum og um leið erfitt að anda og mikill þorsti.
Honum var gefið morfín ef hann var að finna fyrir sársauka þar sem púlsinn var frekar hár og svo vatnslosandi lyf þar sem hann er mjög þrútinn af vökva, getur varla opnað augun.
Hann var með hita í gær en hann er á undanhaldi og líður honum núna mun betur og gat loksins slakað á og hvílt sig. Hér er hann sofandi með súrefnisgrímuna.
Það er ekki víst hvort hann fari af gjörgæslunni í dag, kannski vilja læknarnir halda honum hér þangað til á morgun, kemur betur í ljós hvernig dagurinn mun spilast.
Í morgun þá heyrði ég auglýsingu um tvöfaldan pott í Vikingalottó í kvöld, hver þarf lottovinning þegar maður á svona mikla hetju! :-D Það er mín gleði og fylling í lífinu.
Þakklætiskveðjur að allt er að ganga vel.
Ásdís og Björgvin Arnar
Tuesday, October 16, 2012
Aðgerð lokið - Gjörgæslan
Aðgerðin tók tæpa 3 klukkutíma og gekk vel. Mestur tíminn fór í undirbúning þ.e. að setja í hann 3 leggi og koma honum almennilega fyrir og láta hann í öndunarvél.
Aðgerðin sjálf tókst vel og svæfingin líka. Honum verður haldið sofandi í öndunarvél þangað til á morgun og er mikið slím í lungunum, það fer ekki vel í hann að vera í öndunarvél. Hann fær púst og bólgueyðandi stera til að hjálpa honum og svo er verið að soga slím upp úr honum öðru hverju. Mettunin er góð og hann fær sýklalyf til öryggis ef hann fengi sýkingu í lungun.
Það eru tvær hjúkrunarkonur aðeins með hann og veitir ekkert af, mikið umstang og pælingar á stillingum á öndunarvél og lyfjum sem þarf að gefa honum.
Nú bíðum við bara róleg og vonumst til að honum batni í lungunum. Hann mun vera tekinn úr öndunarvélinni í fyrramálið á skurðstofunni.
Bið góðan guð að gefa okkur að þetta muni allt ganga vel með hjartaknúsarann.
Batakveðjur,
Ásdís og Björgvin Arnar á gjörgæslun Landspítalans.
Aðgerðin sjálf tókst vel og svæfingin líka. Honum verður haldið sofandi í öndunarvél þangað til á morgun og er mikið slím í lungunum, það fer ekki vel í hann að vera í öndunarvél. Hann fær púst og bólgueyðandi stera til að hjálpa honum og svo er verið að soga slím upp úr honum öðru hverju. Mettunin er góð og hann fær sýklalyf til öryggis ef hann fengi sýkingu í lungun.
Það eru tvær hjúkrunarkonur aðeins með hann og veitir ekkert af, mikið umstang og pælingar á stillingum á öndunarvél og lyfjum sem þarf að gefa honum.
Nú bíðum við bara róleg og vonumst til að honum batni í lungunum. Hann mun vera tekinn úr öndunarvélinni í fyrramálið á skurðstofunni.
Bið góðan guð að gefa okkur að þetta muni allt ganga vel með hjartaknúsarann.
Batakveðjur,
Ásdís og Björgvin Arnar á gjörgæslun Landspítalans.
Á leið í aðgerð
Þá er hjartað mitt farið í aðgerðina, hann var svo þyrstur, enda fastandi, og hræddur. Það er sko eins gott að þessir sérfræðingar hugsi vel um hann.
Nú er bara að biðja fyrir því að þetta fari allt vel, það var erfitt að skilja við hann, en hann sofnaði í fanginu mínu <3 p="p">
Nú er bara að biðja fyrir því að þetta fari allt vel, það var erfitt að skilja við hann, en hann sofnaði í fanginu mínu <3 p="p">
Ásdís Arna og Björgvin Arnar
Monday, October 15, 2012
Aðgerð á morgun
Þá er loksins komið að þessu í annað skiptið, en núna er okkur sagt að það sé öruggt að aðgerðin verði á morgun kl 8.
Seinustu dagar hafa verið erfiðir og á sérstaklega fyrir Björgvin. Hann hefur þurft að fá blóðþynningarsprautu tvisvar á dag, á tólf tíma fresti, og líka vaxtahormónasprautu einu sinni á dag. Álagið hefur verið mikið og er ekki skemmtilegt að sjá hann með sprautusár út um allt og hvað þá að sjá hann ganga í gegnum þetta. Stundum þá vildi maður geta tekið eitthvað af þessum sársauka á sig í staðinn.
Þegar við komum af spítalanum á fimmtudaginn þá var Björgvin með legg í hægri hendinni og gat lítið leikið sér en hann lét það nú ekki stoppa sig í að teikna listaverk, gerði sér lítið fyrir og teiknaði með vinstri og svona líka vel!
Svo var leggurinn tekinn á föstudaginn og þá leið honum miklu betur, gat gert allt sem honum langaði til.
Aggi frændi kom í heimsókn og knúsaði frænda sinn svolítið, hann var ekki leiður að fá Huldu Maríu frænku sína í heimsókn. Óli frændi kom líka ásamt Snjólaugu og börnum. Amma og afi komu til okkar mörgum sinnum og fór afi með strákinn sinn á rúntinn og róló.
Krossum fingur og vonum að allt gangi vel á morgun! Vona svo innilega að allt þetta erfiða seinustu daga og þessi aðgerð komi til þess að Björgvini líði betur í framhaldinu.
En eftir að hann fékk blóðgjöfina um daginn þá er ég ekki frá því að hann sé hressari og líti betur út. Þetta hefur verið gott orkuskot fyrir hann.
Baráttukveðja af Barnaspítalanum,
Ásdís og Björgvin Arnar
Seinustu dagar hafa verið erfiðir og á sérstaklega fyrir Björgvin. Hann hefur þurft að fá blóðþynningarsprautu tvisvar á dag, á tólf tíma fresti, og líka vaxtahormónasprautu einu sinni á dag. Álagið hefur verið mikið og er ekki skemmtilegt að sjá hann með sprautusár út um allt og hvað þá að sjá hann ganga í gegnum þetta. Stundum þá vildi maður geta tekið eitthvað af þessum sársauka á sig í staðinn.
Þegar við komum af spítalanum á fimmtudaginn þá var Björgvin með legg í hægri hendinni og gat lítið leikið sér en hann lét það nú ekki stoppa sig í að teikna listaverk, gerði sér lítið fyrir og teiknaði með vinstri og svona líka vel!
Svo var leggurinn tekinn á föstudaginn og þá leið honum miklu betur, gat gert allt sem honum langaði til.
Aggi frændi kom í heimsókn og knúsaði frænda sinn svolítið, hann var ekki leiður að fá Huldu Maríu frænku sína í heimsókn. Óli frændi kom líka ásamt Snjólaugu og börnum. Amma og afi komu til okkar mörgum sinnum og fór afi með strákinn sinn á rúntinn og róló.
Krossum fingur og vonum að allt gangi vel á morgun! Vona svo innilega að allt þetta erfiða seinustu daga og þessi aðgerð komi til þess að Björgvini líði betur í framhaldinu.
En eftir að hann fékk blóðgjöfina um daginn þá er ég ekki frá því að hann sé hressari og líti betur út. Þetta hefur verið gott orkuskot fyrir hann.
Baráttukveðja af Barnaspítalanum,
Ásdís og Björgvin Arnar
Thursday, October 11, 2012
Aðgerð frestað og gjöf sem bjargaði deginum.
Í blóðprufunum á mánudaginn kom í ljós að Björgvin var rosalega blóðlítill og með lágt járn, enda búinn að vera mjög slappur undanfarið þannig að hann varla stendur í lappirnar. Hann fékk því blóð í gær og tók það allan daginn að fá blóðið á deildina og svo loks að dæla því í hann. Ég er ekki frá því að hann sé smá hressari eftir þetta.
Aðgerðin sem átti að vera í morgun var frestað vegna þess að gjörgæslan er full. Við mættum kl 7:30 og var Björgvin fastandi, kl 11 fáum við að vita af þessu og þá var Björgvin búinn að vera að mjög þyrstur og svangur í langan tíma.
Þetta var ótrúlega erfitt og svekkjandi þar sem búið var að leggja áherslu á að þetta væri aðgerð sem má ekki fresta né að eitthvað komi upp á. Undirbúningsferlið hjá Björgvini er miklu flóknara en hjá öðrum vegna blóðþynningar sem má ekki vera til staðar í aðgerðinni sjálfri en annað lyf gefið í staðinn til að verja hjartalokuna. Þetta ferli er eitthvað sem ekki er lagt í nema að allt sé 100% skipulagt. Þvílíkt klúður!
Eftir þessar leiðinlegu fréttir þá sátum við á kaffistofunni til að stöffa Björgvin af ýmsu góðgæti og þá kom deildarstjóri á Barnaspítalanum með gjöf handa honum. Það voru sem sagt hjón sem komu með 4 spjaldtölvur til að gefa börnum sem þurfa á því að halda. Björgvin varð fyrir valinu og þvílík gleði í öllu sem búið er að ganga á seinustu daga hjá honum. Þetta bréf fylgdi gjöfinni:
Já þetta vakti mikla gleði og hamingju hjá litlum dreng, þakka ykkur kærlega fyrir elsku velgjörðarfólk!
Aðgerðin verður á næsta þriðjudag, until then :)
Þakklætiskveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Aðgerðin sem átti að vera í morgun var frestað vegna þess að gjörgæslan er full. Við mættum kl 7:30 og var Björgvin fastandi, kl 11 fáum við að vita af þessu og þá var Björgvin búinn að vera að mjög þyrstur og svangur í langan tíma.
Þetta var ótrúlega erfitt og svekkjandi þar sem búið var að leggja áherslu á að þetta væri aðgerð sem má ekki fresta né að eitthvað komi upp á. Undirbúningsferlið hjá Björgvini er miklu flóknara en hjá öðrum vegna blóðþynningar sem má ekki vera til staðar í aðgerðinni sjálfri en annað lyf gefið í staðinn til að verja hjartalokuna. Þetta ferli er eitthvað sem ekki er lagt í nema að allt sé 100% skipulagt. Þvílíkt klúður!
Eftir þessar leiðinlegu fréttir þá sátum við á kaffistofunni til að stöffa Björgvin af ýmsu góðgæti og þá kom deildarstjóri á Barnaspítalanum með gjöf handa honum. Það voru sem sagt hjón sem komu með 4 spjaldtölvur til að gefa börnum sem þurfa á því að halda. Björgvin varð fyrir valinu og þvílík gleði í öllu sem búið er að ganga á seinustu daga hjá honum. Þetta bréf fylgdi gjöfinni:
Já þetta vakti mikla gleði og hamingju hjá litlum dreng, þakka ykkur kærlega fyrir elsku velgjörðarfólk!
Aðgerðin verður á næsta þriðjudag, until then :)
Þakklætiskveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Sunday, October 7, 2012
Undirbúnings- og aðgerðarvika
Á morgun mánudag þá förum við Björgvin Arnar í undirbúning á Barnaspítalann. Þá eigum við að hitta hjúkrunarfræðing sem fylgir börnum eftir sem fá svona magasondu og fáum fræðslu hjá henni, einnig hittum við skurðlækninn og svæfingarlækninn.
Gylfi mun taka Björgvin af blóðþynningunni fyrir aðgerðina og þurfum við að gefa honum annað lyf sem er sprautað í lærið á hverjum degi til að vernda hjartalokuna á meðan engin blóðþynning er verkandi.
Á fimmtudaginn er svo aðferðin sjálf og eigum við að mæta 7:30 um morguninn og á aðgerðin sjálf ekki að taka langan tíma. Nú vonum við að svæfingin gangi vel og engar uppákomur verða en að öllu óbreyttu þá verðum við á spítalanum yfir nótt.
Björgvin fékk flensu í vikunni, mikinn hósta og hita, og fékk strax sýklalyf til að fyrirbyggja lungnasýkingu fyrir aðgerðina. Hann er betri í dag, hitalaus en hóstar enn og borðar lítið, eins og alltaf þegar hann fær kvef, þá minnkar matarlystin úr nærri engu í ekki neitt.
Vonandi mun þessi vika ganga vel og ég get farið að fita drenginn minn :) Krossum fingur!
Vonarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Gylfi mun taka Björgvin af blóðþynningunni fyrir aðgerðina og þurfum við að gefa honum annað lyf sem er sprautað í lærið á hverjum degi til að vernda hjartalokuna á meðan engin blóðþynning er verkandi.
Á fimmtudaginn er svo aðferðin sjálf og eigum við að mæta 7:30 um morguninn og á aðgerðin sjálf ekki að taka langan tíma. Nú vonum við að svæfingin gangi vel og engar uppákomur verða en að öllu óbreyttu þá verðum við á spítalanum yfir nótt.
Björgvin fékk flensu í vikunni, mikinn hósta og hita, og fékk strax sýklalyf til að fyrirbyggja lungnasýkingu fyrir aðgerðina. Hann er betri í dag, hitalaus en hóstar enn og borðar lítið, eins og alltaf þegar hann fær kvef, þá minnkar matarlystin úr nærri engu í ekki neitt.
Vonandi mun þessi vika ganga vel og ég get farið að fita drenginn minn :) Krossum fingur!
Vonarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Subscribe to:
Posts (Atom)