Í haust þá ákvað Vikar eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Keflavík að hluti þátttökugjalds í Ljósanæturhlaupið sem er haldið á hverju ári myndi renna til Barnaspítalans til minningar um Björgvin Arnar.
Í morgun þá fórum við og afhentum Barnaspítalanum 90.000 kr. sem mun fara í tækjakaup fyrir afþreyingu barna sem dveljast á spítalanum. Nú er til dæmis þessa dagana verið að reyna að fá Playstation 3 inn á allar stofurnar.
Vikar tilkynnti að þetta yrði árlegt og þakka ég Vikari fyrir að halda uppi minningu Björgvins Arnars.
Það er mjög mikilvægt að veik börn sem þurfa að vera á spítalanum í lengri eða styttri tíma að eitthvað sé um að vera fyrir þau og þau geti haft gaman af. Ég ákvað því að þetta myndi fara í að aðstoða við þessi kaup á Playstation 3.
Takk kærlega Vikar og allir sem tóku þátt í hlaupinu!
Ásdís
Friday, December 20, 2013
Sunday, December 8, 2013
Jólaljósin skína skært
Jólin voru uppáhaldstími Björgvins Arnars. Jólaljósin vildi hann hafa helst allt árið og jólatréð var í miklu uppáhaldi. Sérstaklega gaman var að skreyta tréð með afa.
Hér er gömul mynd frá 2011 af honum við tréð.
Mikið var hlustað á jólalög og það ómaði oft jólalög úr herberginu hans þó svo að það væri sumar.
Allt sem við gerðum hér heima, t.d. eins og skreyta fyrir jólin eða páska, fannst Björgvini alveg sérstakt þar sem hann gat tekið þátt í því. Við settum jólalögin á og dönsuðum saman um stofuna, sungum með og hlógum. Ómetanlegar stundir.
Nú er vetrarlegt, kalt og dimmt þar sem drengurinn minn hvílir. Ég setti ljósakross til að birta aðeins hjá honum með smá bláum blæ þar sem það var sko í hans anda. Uppáhaldsliturinn okkar var íþróttaálfablár.
Nú fer jólahátíðin að ganga í garð og það verða skrítnir tímar. Það er ekki eins að skreyta hér heima og undirbúa jólin. Mikivægt er að halda í góðu minningarnar og brosa þó svo að það sé stundum í gegnum tárin.
Ásdís og Eyrún Arna
Hér er gömul mynd frá 2011 af honum við tréð.
Mikið var hlustað á jólalög og það ómaði oft jólalög úr herberginu hans þó svo að það væri sumar.
Allt sem við gerðum hér heima, t.d. eins og skreyta fyrir jólin eða páska, fannst Björgvini alveg sérstakt þar sem hann gat tekið þátt í því. Við settum jólalögin á og dönsuðum saman um stofuna, sungum með og hlógum. Ómetanlegar stundir.
Nú er vetrarlegt, kalt og dimmt þar sem drengurinn minn hvílir. Ég setti ljósakross til að birta aðeins hjá honum með smá bláum blæ þar sem það var sko í hans anda. Uppáhaldsliturinn okkar var íþróttaálfablár.
Nú fer jólahátíðin að ganga í garð og það verða skrítnir tímar. Það er ekki eins að skreyta hér heima og undirbúa jólin. Mikivægt er að halda í góðu minningarnar og brosa þó svo að það sé stundum í gegnum tárin.
Ásdís og Eyrún Arna
Wednesday, October 23, 2013
Minningar
Bróðir minn, Óli, bjó til þetta flotta albúm handa mér með myndum úr jarðaförinni, erfisdrykkjunni og fleiru. Ótrúlega flott og dýrmætt að geta flett þessu og minnst fallegu útfararinnar og alls þess góða fólks sem var með mér þennan dag.
Einnig tók Óli upp alla tónlistina sem var í kirkjunni, sem ég á ennþá eftir að hafa mig í að hlusta á. Ég hlakka til að hlusta á þetta og hugsa um Björgvin minn einn góðan veðurdag.
Þessir tímar eru skrítnir og stundum óraunverulegir. Þegar maður gengur í gegnum svona sorgarferli er margt sem hefur áhrif á mann. Ég er reyndar búin að ganga í gegnum sorgarferli í mörg ár. Mín stærsta og helsta sorg seinustu ára var að hugsa til þess að líkami yndislega drengsins míns væri að bregðast honum. Hann sem var svo klár og dásamlegur og átti sína drauma, vonir og þrár og ekkert af því gat ræst. Þegar hann söng lag með Skoppu og Skrítlu sem fjallar um að eiga sína drauma og geta allt sem maður vill. Mig sveið í hjartað.
Seinustu vikur og mánuði hefur fólkið í kringum mig sýnt mér gífurlega umhyggju og hlýju. Gott er að finna það og allan þann stuðning sem samfélagið hér í Keflavík hefur sýnt mér.
Þegar raunveruleikinn og sorgin skellur á manni þá sér maður hlutina í öðru ljósi. Að ganga í gegnum svona raunir þroskar mann og breytir. Ekkert er eins og það var. Þó svo að maður vonist til þess á hverjum morgni. Þegar ég lít til baka þá skil ég ekki stundum hve róleg og yfirveguð ég gat verið á stundum sem tóku svo sannarlega á og þá sérstaklega í samskiptum við fólk. Heildarmyndin blasir við manni og tilgangurinn með annarri hegðun verður enginn.
Takk elsku bróðir fyrir þessar góðu minningar sem ég get alltaf átt.
Ásdís
Saturday, October 5, 2013
Að lifa án þín
Í dag er mánuður frá því að litli drengurinn minn var borinn til grafar á björtum og fallegum degi.
Elsku Björgvin minn, tilhugsunin að fá aldrei að halda á þér, faðma þig og kyssa er stundum óbærileg. Þú skilur eftir þig mikið tómarúm í mínu hjarta. Þú varst svo mikill og fallegur persónuleiki. Hlýjan og gleðin sem streymdi frá þér allan daginn var mín lífsfylling.
Nú þegar ég vakna á morgnana þá sakna ég þess að hafa þig ekki við hliðina á mér og bíða eftir að þú bjóðir mér góðan daginn og kyssir mig. Allar pælingarnar og brandararnir okkar uppi í rúmi áður en við fórum fram á morgnana. Oft vildir þú fá að hringja í afa og ömmu á meðan við vorum að kúra og þá varstu að segja þeim frá því hvernig dagurinn myndi verða og þeirra hlutverk í honum.
Þú varst svo mikill dundari og hugsuður. Hafðir svo gaman af því að teikna/skrifa og föndra. Þú horfðir á Latabæ, Dodda, Dóru og Lalla og fórst svo að teiknitöflunni þinni og teiknaðir heim teiknimyndanna eftir þínu höfði. Algjör listamaður.
Að hafa þig ekki lengur hjá mér er svo óskiljanlegt og ósanngjarnt. Þessi mynd lýsir okkar sambandi svo vel, þetta bros frá þér var ómetanlegt.
Elsku Björgvin minn, tilhugsunin að fá aldrei að halda á þér, faðma þig og kyssa er stundum óbærileg. Þú skilur eftir þig mikið tómarúm í mínu hjarta. Þú varst svo mikill og fallegur persónuleiki. Hlýjan og gleðin sem streymdi frá þér allan daginn var mín lífsfylling.
Nú þegar ég vakna á morgnana þá sakna ég þess að hafa þig ekki við hliðina á mér og bíða eftir að þú bjóðir mér góðan daginn og kyssir mig. Allar pælingarnar og brandararnir okkar uppi í rúmi áður en við fórum fram á morgnana. Oft vildir þú fá að hringja í afa og ömmu á meðan við vorum að kúra og þá varstu að segja þeim frá því hvernig dagurinn myndi verða og þeirra hlutverk í honum.
Þú varst svo mikill dundari og hugsuður. Hafðir svo gaman af því að teikna/skrifa og föndra. Þú horfðir á Latabæ, Dodda, Dóru og Lalla og fórst svo að teiknitöflunni þinni og teiknaðir heim teiknimyndanna eftir þínu höfði. Algjör listamaður.
Að hafa þig ekki lengur hjá mér er svo óskiljanlegt og ósanngjarnt. Þessi mynd lýsir okkar sambandi svo vel, þetta bros frá þér var ómetanlegt.
Að minnast þín er gott og mikið á ég góðar og skemmtilegar minningar sem hlýja mér um hjartarætur þegar sorgin þyrmir yfir mig.
Að lifa án þín er erfitt. Þú varst svo stór hluti af mínu lífi og nú ertu farinn. Það tekur tíma að læra að lifa með því að hafa misst þig.
Þetta myndband var tekið á spítalanum rúmri viku áður en þú kvaddir þennan heim. Mikið er ég glöð að eiga þetta myndband af þér, þvílíkur fjársjóður! Tókst ekki að setja myndbandið almennilega inn hér, set það á Facebook.
Ég elska þig endalaust, lengst út í geim og til baka og aldrei stoppa. (eins og við sögðum alltaf við hvort annað).
Þín mamma.
Friday, August 30, 2013
Lítill engill í fegurð himinsins
Eftir sit ég og hugsa hve lífið getur verið ósanngjarnt og hverfult. Velti fyrir mér af hverju mér var ætlað þetta hlutverk í lífinu. Hver er tilgangurinn? Sanngirni?
Ég finn fyrir þakklæti. Ég fékk að hafa hann hjá mér í rúm sex ár. Fékk að upplifa bestu stundir í mínu lífi sem voru oftast þær þegar við hlógum saman og það var ekki sjaldan. Við hlógum saman á hverjum degi og oft svo innilega að við fengum hláturskast, erfitt var að hætta.
Seinustu mánuðina lifði ég fyrir og fékk meiri kraft til að halda áfram baráttunni með hverju brosi sem kom fram á varir hans. Að dagarnir væru eins góðir fyrir hann og hægt væri var markmið hvers dags.
Drengurinn minn var einstakur. Hann var vel hugsandi, tilfinningaríkur, ljúfur, hlýr, skemmtilegur, fyndinn, klár, raunsær, ákveðinn, tónelskur, listamaður. Ég get lengið talið áfram alla hans kosti. Hann hreyfði við hjörtum fólks með einlægni sinni og blíðu.
Kæri vinur, ég sakna þín,
vildi að þú kæmist aftur til mín.
En þú ert umvafinn ljósi þar,
eins og þú varst reyndar allstaðar.
Sárt er að horfa á eftir þér,
en ég veit að þú munt muna eftir mér.
Því þitt hreina hjarta og bjarta sál,
munu þerra okkar trega tár.
Nú þarf ég að læra að lifa lífinu án þín. Það er meira en að segja það. En ég mun geta það og þú munt lifa í mínu hjarta og það er mitt að koma minningunni um þig til systur þinnar.
Elsku fallegi og yndislegi drengurinn minn.
Ég elska þig endalaust, út í geim og til baka og aldrei stoppa.
Þín mamma.
Ég finn fyrir þakklæti. Ég fékk að hafa hann hjá mér í rúm sex ár. Fékk að upplifa bestu stundir í mínu lífi sem voru oftast þær þegar við hlógum saman og það var ekki sjaldan. Við hlógum saman á hverjum degi og oft svo innilega að við fengum hláturskast, erfitt var að hætta.
Seinustu mánuðina lifði ég fyrir og fékk meiri kraft til að halda áfram baráttunni með hverju brosi sem kom fram á varir hans. Að dagarnir væru eins góðir fyrir hann og hægt væri var markmið hvers dags.
Drengurinn minn var einstakur. Hann var vel hugsandi, tilfinningaríkur, ljúfur, hlýr, skemmtilegur, fyndinn, klár, raunsær, ákveðinn, tónelskur, listamaður. Ég get lengið talið áfram alla hans kosti. Hann hreyfði við hjörtum fólks með einlægni sinni og blíðu.
Kæri vinur, ég sakna þín,
vildi að þú kæmist aftur til mín.
En þú ert umvafinn ljósi þar,
eins og þú varst reyndar allstaðar.
Sárt er að horfa á eftir þér,
en ég veit að þú munt muna eftir mér.
Því þitt hreina hjarta og bjarta sál,
munu þerra okkar trega tár.
Nú þarf ég að læra að lifa lífinu án þín. Það er meira en að segja það. En ég mun geta það og þú munt lifa í mínu hjarta og það er mitt að koma minningunni um þig til systur þinnar.
Elsku fallegi og yndislegi drengurinn minn.
Ég elska þig endalaust, út í geim og til baka og aldrei stoppa.
Þín mamma.
Saturday, August 24, 2013
Heilsunni hrakar.
Vikan er búin að vera erfið og eiginlega hægt að lýsa henni sem rússibanaferð.
Björgvini er búið að hraka mikið. Hann á mjög erfitt með að anda og gengur hann til við hvern andardrátt. Það eru ekki ófá skipti sem ég hef óskað mér að geta gert þetta allt fyrir hann eða tekið allt sem hann er að ganga í gegnum yfir á mig. Einnig hefur þrekið hans breyst, nú er hann þreklítill sem þýðir að hann leikur sér í smá stund og er svo alveg búinn á því og liggur fyrir og hvílir sig. Þetta ástand er alveg nýtt.
Læknar og annað hjúkrunarfólk er alveg rasandi á hve ótrúleg harka er í honum inn á milli miðað við hve langt hann fer niður þegar hann missir þrekið. Já það er seigla í drengnum mínum, algjör nagli.
Markmið vikunnar var að láta hann nota vél á nóttunni sem hjálpar honum að anda. Það hefur verið þannig að hann er að falla mikið í mettun á nóttunni og er það ekki gott fyrir hann. Bæði hvílist hann verr og þetta er ekki að gera háþrýstingnum í lungunum neinn greiða.
Björgvin hefur ekki verið alltof spenntur að nota þessa vél þar sem hann þarf að vera með grímu yfir nefinu sem er spennt aftur fyrir höfuð svo að hún detti ekki af. Ábyggilega ferlega óþægilegt og ekki batnar það þegar vélin er sett í gang og blásturinn byrjar. Fullorðnu fólki hefur fundist þetta mjög óþægilegt hvað þá litlu barni.
Við komum heim í gær þar sem markmiðið er að vera heima eins og hægt er þar sem Björgvini líður best. Nú tökum við einungis einn dag í einu þar sem við tökum líðan Björgvins inn í myndina og einnig reynum við að nota þessa vél á nóttunni til að hann verði hressari og þrekmeiri á daginn.
Góðir vinir heimsóttu Björgvin á spítalann í vikunni. Eiríkur Fjalar og íþróttaálfurinn komu og vöktu þeir mikla lukku hjá hetjunni minni.
Einnig komu vinkonur og vinir í heimsókn til okkar og alltaf þegar bjátar mikið á þá þakka ég fyrir að eiga svona góða að :-*
Kærleikskveðja
Ásdís og Björgvin Arnar
Björgvini er búið að hraka mikið. Hann á mjög erfitt með að anda og gengur hann til við hvern andardrátt. Það eru ekki ófá skipti sem ég hef óskað mér að geta gert þetta allt fyrir hann eða tekið allt sem hann er að ganga í gegnum yfir á mig. Einnig hefur þrekið hans breyst, nú er hann þreklítill sem þýðir að hann leikur sér í smá stund og er svo alveg búinn á því og liggur fyrir og hvílir sig. Þetta ástand er alveg nýtt.
Læknar og annað hjúkrunarfólk er alveg rasandi á hve ótrúleg harka er í honum inn á milli miðað við hve langt hann fer niður þegar hann missir þrekið. Já það er seigla í drengnum mínum, algjör nagli.
Markmið vikunnar var að láta hann nota vél á nóttunni sem hjálpar honum að anda. Það hefur verið þannig að hann er að falla mikið í mettun á nóttunni og er það ekki gott fyrir hann. Bæði hvílist hann verr og þetta er ekki að gera háþrýstingnum í lungunum neinn greiða.
Björgvin hefur ekki verið alltof spenntur að nota þessa vél þar sem hann þarf að vera með grímu yfir nefinu sem er spennt aftur fyrir höfuð svo að hún detti ekki af. Ábyggilega ferlega óþægilegt og ekki batnar það þegar vélin er sett í gang og blásturinn byrjar. Fullorðnu fólki hefur fundist þetta mjög óþægilegt hvað þá litlu barni.
Við komum heim í gær þar sem markmiðið er að vera heima eins og hægt er þar sem Björgvini líður best. Nú tökum við einungis einn dag í einu þar sem við tökum líðan Björgvins inn í myndina og einnig reynum við að nota þessa vél á nóttunni til að hann verði hressari og þrekmeiri á daginn.
Góðir vinir heimsóttu Björgvin á spítalann í vikunni. Eiríkur Fjalar og íþróttaálfurinn komu og vöktu þeir mikla lukku hjá hetjunni minni.
Einnig komu vinkonur og vinir í heimsókn til okkar og alltaf þegar bjátar mikið á þá þakka ég fyrir að eiga svona góða að :-*
Kærleikskveðja
Ásdís og Björgvin Arnar
Saturday, August 17, 2013
Heim í helgarfrí
Við komum heim í gær yfir helgina og mætum svo aftur á mánudagsmorgun kl 9. Mikið var gott að koma heim með Björgvin, hann var alveg alsæll.
Mikið af góðum vinum og ættingjum hafa komið í heimsókn til okkar, bæði á spítalann og heim.
Björgvin Arnar hefur verið að falla í mettun á nóttunni þrátt fyrir allt súrefnið sem hann fær og því er stefnt á að setja hann í svefnrannsókn á mánudagsnóttina. Einnig verður framkvæmd hjartaómskoðun eftir helgina. Verður fróðlegt að sjá hvort nýja lyfið sé farið að virka.
Listaverkið sem Björgvin gerði þegar hann kom heim í gær. Þarna eru tvær brýr, zoo train, og svo stendur "og á morgun ætlar Björgvin að vera íþróttaálfur". :-)
Sælukveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Mikið af góðum vinum og ættingjum hafa komið í heimsókn til okkar, bæði á spítalann og heim.
Björgvin Arnar hefur verið að falla í mettun á nóttunni þrátt fyrir allt súrefnið sem hann fær og því er stefnt á að setja hann í svefnrannsókn á mánudagsnóttina. Einnig verður framkvæmd hjartaómskoðun eftir helgina. Verður fróðlegt að sjá hvort nýja lyfið sé farið að virka.
Listaverkið sem Björgvin gerði þegar hann kom heim í gær. Þarna eru tvær brýr, zoo train, og svo stendur "og á morgun ætlar Björgvin að vera íþróttaálfur". :-)
Sælukveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Wednesday, August 14, 2013
Hetjan mín og okkar allra
Elsku Björgvin minn er voðalega veikur núna og það virðist ekkert ætla að hlífa honum við erfiðleikum í þessu lífi.
Hann er búinn að gangast undir þær rannsóknir sem áætlaðar voru til að taka stöðuna á öllu sem hægt er að skoða að svo stöddu. Niðurstöður liggja fyrir og það helsta sem stendur upp úr er að þrýstingur í lungum hefur hækkað verulega og er kominn á hættulegt stig. Það á að reyna að gefa honum nýtt lungnalyf til að reyna að minnka þennan þrýsting. Hann byrjaði á því í dag og það kemur í ljós næstu 3-5 daga hvernig hann svarar því.
En þrátt fyrir slæmt ástand þá er ótrúlegt hvað hann er duglegur og er alltaf að leika sér við það sem honum finnst skemmtilegt. Skemmtilegast er að fá lánaðar lestarbrautir á leikstofunni hjá Gróu og búa til nýjar og nýjar brautir.
Kærleikskveður,
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Hann er búinn að gangast undir þær rannsóknir sem áætlaðar voru til að taka stöðuna á öllu sem hægt er að skoða að svo stöddu. Niðurstöður liggja fyrir og það helsta sem stendur upp úr er að þrýstingur í lungum hefur hækkað verulega og er kominn á hættulegt stig. Það á að reyna að gefa honum nýtt lungnalyf til að reyna að minnka þennan þrýsting. Hann byrjaði á því í dag og það kemur í ljós næstu 3-5 daga hvernig hann svarar því.
En þrátt fyrir slæmt ástand þá er ótrúlegt hvað hann er duglegur og er alltaf að leika sér við það sem honum finnst skemmtilegt. Skemmtilegast er að fá lánaðar lestarbrautir á leikstofunni hjá Gróu og búa til nýjar og nýjar brautir.
Kærleikskveður,
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Monday, August 12, 2013
Enn ein lotan að hefjast á spítalanum
Á morgun förum við á Barnaspítalann í rannsóknir. Öndunin hjá Björgvini hefur verið að hraka, þ.e. hann þarf á meiri súrefni að halda en áður. Einnig hefur hann verið að fá eitthvað yfir sig þrisvar sinnum sem við getum ekki útskýrt. Þá verður hann alveg máttlaus í fótunum, blár á vörum og virðist eiga erfitt með að ná andanum. Hjartslátturinn lækkar og líklegast blóðþrýstingurinn (erum ekki með tæki til að mæla en sjúkraflutningsmennirnir mældu hann þegar þetta gerðist á leikskólanum).
Við vitum ekki alveg hvernig skipulagið verður næstu daga en það liggur fyrir að fara í tölvusneiðmynd af lungum, hjartaómskoðun og svefnrannsókn. Einnig finnst þeim mikilvægt að fá að sjá hann og fylgjast með honum sérstaklega yfir nótt.
Alveg kominn tími á að kíkja á ástandið hjá honum, nú er sumarfríið búið. Mikið er gott að eiga ömmu og afa sem passa Eyrúnu Örnu á meðan ég verð með Björgvini á spítalanum.
Björgvin er búinn að vera hjá pabba sínum yfir helgina, get ekki beðið eftir að hitta hann á morgun og knúsa vel. Hér er hann með systur sinni á góðum degi heima á pallinum. Dásamleg! :-)
Baráttukveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Við vitum ekki alveg hvernig skipulagið verður næstu daga en það liggur fyrir að fara í tölvusneiðmynd af lungum, hjartaómskoðun og svefnrannsókn. Einnig finnst þeim mikilvægt að fá að sjá hann og fylgjast með honum sérstaklega yfir nótt.
Alveg kominn tími á að kíkja á ástandið hjá honum, nú er sumarfríið búið. Mikið er gott að eiga ömmu og afa sem passa Eyrúnu Örnu á meðan ég verð með Björgvini á spítalanum.
Björgvin er búinn að vera hjá pabba sínum yfir helgina, get ekki beðið eftir að hitta hann á morgun og knúsa vel. Hér er hann með systur sinni á góðum degi heima á pallinum. Dásamleg! :-)
Baráttukveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Thursday, August 8, 2013
Hasar á leikskólanum
Björgvin Arnar hefur verið dálítið slappur í sumar. Kvef hefur verið að herja á hann og hann er mjög lengi að ná því úr sér. Veðrið hefur heldur ekki verið að gera okkur neinn greiða. Hann hefur lítið getað verið úti til að hreyfa sig og fá frískt loft.
Björgvin fór til pabba síns í tvær vikur og átti góðan tíma hjá honum. Þeir fóru meðal annars að veiða, húsdýragarðinn, Slakka og svo í strætó. Að fara í strætó finnst Björgvini vera algjört ævintýri,
Það tekur á að finna eitthvað að gera alla daga. Dagarnir fara í að horfa á barnatímann, teikna á töfluna, fara í bað, föndra, hlusta á tónlist og sögur, fara á rúntinn, leika með lestina o.fl. Þegar sumarfríið er búið á leikskólanum þá fór Björgvin í nokkra tíma til að hitta krakka og dreifa huganum aðeins.
Í gær þá fengu leikskólakennararnir aðeins að finna fyrir veikindum Björgvins þegar hann átti erfitt með að anda og varð blár í framan, missti alveg máttinn í fótunum og leið mjög illa. Þær urðu mjög hræddar og kölluðu á sjúkrabíl og hringdu svo í mig. Sem betur fer var ég á leiðinni heim og gat brunað beinustu leið á leikskólann. Björgvin var búinn að jafna sig að mest þegar ég kom og sagði við mig "Ég veit ekki hvað gerðist mamma en mér líður ekki sem best". Litla krúttið mitt!
Gylfi læknir ákvað að setja hann á kraftmikinn steraskammt til að hjálpa honum með öndun. Það versta er að sterarnir fara mjög illa í hann. Hann fær þessi svokölluðu köst (episodes) sem eru frekar slæm. Björgvin þarf orðið 4 lítra af súrefni og aðeins rúmlega á nóttunni þegar hann sefur. Á þriðjudaginn mun Björgvin leggjast inn á Barnaspítalann og gangast undir rannsóknir.
Björgvin bað mömmu sína um að kaupa fleiri lestarvagna í IKEA sem hún fór og gerði í dag :)
Það eru engin orð sem geta lýst því hve dásamlegur drengur hann Björgvin Arnar er. Hann er svo ljúfur og góður og hlýr. Hvernig hann kemur við systur sína er einstakt. Ég hef aldrei séð barn fara svona varlega að öðru barni.
Ástarkveðja
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Björgvin fór til pabba síns í tvær vikur og átti góðan tíma hjá honum. Þeir fóru meðal annars að veiða, húsdýragarðinn, Slakka og svo í strætó. Að fara í strætó finnst Björgvini vera algjört ævintýri,
Það tekur á að finna eitthvað að gera alla daga. Dagarnir fara í að horfa á barnatímann, teikna á töfluna, fara í bað, föndra, hlusta á tónlist og sögur, fara á rúntinn, leika með lestina o.fl. Þegar sumarfríið er búið á leikskólanum þá fór Björgvin í nokkra tíma til að hitta krakka og dreifa huganum aðeins.
Í gær þá fengu leikskólakennararnir aðeins að finna fyrir veikindum Björgvins þegar hann átti erfitt með að anda og varð blár í framan, missti alveg máttinn í fótunum og leið mjög illa. Þær urðu mjög hræddar og kölluðu á sjúkrabíl og hringdu svo í mig. Sem betur fer var ég á leiðinni heim og gat brunað beinustu leið á leikskólann. Björgvin var búinn að jafna sig að mest þegar ég kom og sagði við mig "Ég veit ekki hvað gerðist mamma en mér líður ekki sem best". Litla krúttið mitt!
Gylfi læknir ákvað að setja hann á kraftmikinn steraskammt til að hjálpa honum með öndun. Það versta er að sterarnir fara mjög illa í hann. Hann fær þessi svokölluðu köst (episodes) sem eru frekar slæm. Björgvin þarf orðið 4 lítra af súrefni og aðeins rúmlega á nóttunni þegar hann sefur. Á þriðjudaginn mun Björgvin leggjast inn á Barnaspítalann og gangast undir rannsóknir.
Björgvin bað mömmu sína um að kaupa fleiri lestarvagna í IKEA sem hún fór og gerði í dag :)
Það eru engin orð sem geta lýst því hve dásamlegur drengur hann Björgvin Arnar er. Hann er svo ljúfur og góður og hlýr. Hvernig hann kemur við systur sína er einstakt. Ég hef aldrei séð barn fara svona varlega að öðru barni.
Ástarkveðja
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Friday, July 12, 2013
Sumarfrí
Þá er Björgvin Arnar kominn í frí á leikskólanum. Eiginlega búinn með þann kafla í lífinu en á þann kost að fara í nokkra daga eftir sumarfrí áður en skólinn byrjar.
Það var svo sætt að fá svona kveðjubók frá leikskólanum þar sem krakkarnir höfðu sagt eitthvað fallegt um hvort annað og það var sett inn í kveðjubókina. Sjáið hér.
Veðrið er ekki búið að leika við okkur og því hefur Björgvin ekki getað verið mikið úti í fríinu og því geta dagarnir orðið svolítið langir. Ég reyni eftir fremsta megni að hafa eitthvað við að vera á hverjum degi, annað hvort að fara eitthvað eða fá einhvern í heimsókn til Björgvins til að leika við hann.
Nú fer að líða að því að Björgvin fari í sumarfrí til pabba síns í tvær vikur. Það er erfitt að láta Björgvin frá sér í þennan tíma og það tekur á að reyna að slaka á allt í einu og vera ekki að hugsa um allt sem þarf að gera fyrir hann á hverjum degi. En þetta er nauðsynlegt frí fyrir mig og eins gott að nýta það vel fyrir Eyrúnu Örnu og sjálfan mig.
Hér kemur sýnishorn af tilmælum til pabba hans fyrir fríið:
Það var svo sætt að fá svona kveðjubók frá leikskólanum þar sem krakkarnir höfðu sagt eitthvað fallegt um hvort annað og það var sett inn í kveðjubókina. Sjáið hér.
Veðrið er ekki búið að leika við okkur og því hefur Björgvin ekki getað verið mikið úti í fríinu og því geta dagarnir orðið svolítið langir. Ég reyni eftir fremsta megni að hafa eitthvað við að vera á hverjum degi, annað hvort að fara eitthvað eða fá einhvern í heimsókn til Björgvins til að leika við hann.
Nú fer að líða að því að Björgvin fari í sumarfrí til pabba síns í tvær vikur. Það er erfitt að láta Björgvin frá sér í þennan tíma og það tekur á að reyna að slaka á allt í einu og vera ekki að hugsa um allt sem þarf að gera fyrir hann á hverjum degi. En þetta er nauðsynlegt frí fyrir mig og eins gott að nýta það vel fyrir Eyrúnu Örnu og sjálfan mig.
Hér kemur sýnishorn af tilmælum til pabba hans fyrir fríið:
- bursta tennurnar með sama tannkremi og við notum, meira flúor í því, kvölds og morgna.
- gefa honum ab mjólk, bláberjasúpu eða eitthvað sem er stemmandi í tappann ef hann er með linar hægðir. Hann hefur verið að kúka þrisvar á dag hér og er oft aumur í bossanum, ber græðandi krem eftir að hann kemur úr baði.
- Gefa honum púst úr vél og banka hann kvölds og morgna, hann er með svo mikið slím ofan í sér og vökvinn virðist leysa og þynna slímið aðeins og hjálpa honum að hósta því upp.
- Hann svitnar svo mikið á nóttunni og fer að sofa aðeins á nærbuxunum þar sem honum er svo heitt, en ég reyni að þurrka pollana úr hálsakotinu og setja hann í nærbol og náttbuxur svo að honum verði örugglega ekki kalt og fái aftur kvef.
- Ég reyndi að gefa honum meiri næringu um daginn, 150 ml auka og um nóttina þá urðu augun í honum alveg sokkin og hann átti erfitt með að anda. Gaf honum auka vatnslosandi þá og hann lagaðist daginn eftir. Fékk smá sjokk.
- Súrefnið, ef þig vantar fleiri kúta þá pantar þú þá með því að hringja í 577-3030, manst að segja þeim hvar þú býrð svo að þeir verða ekki sendir til mín.
- Stundum er hann það slæmur að það dugar ekki að hafa ferðavélina, hún kemst bara upp í 3 lítra þannig að ef þú ferð eitthvað í burtu með hann þá er best að taka stóru vélina með. Læt stera fylgja með til öryggis ef þú lendir í vandræðum.
- Hellur í eyrum. Hann virðist heyra svo illa og er að kvarta um hellu, spurning hvort þú getir ekki pantað tíma á Domus og farið með hann þangað?
- Passa að gefa honum lýsi og vítamín (þarft ekki að skila því til mín) á hverjum morgni.
- Blóðþynning var 2,2 í morgun, ég hef verið að gefa honum heila töflu og 3/4 stundum, en nú er spurning um að halda okkur við heila töflu og gefa honum 3/4 fjórða hvern dag?
------------------------------------------------------
Já það er að mörgu að huga og er þetta aðeins brotabrot af því en pabbi hans er vanur að hugsa um hann.
Sumarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Wednesday, June 12, 2013
Þrálátt kvef og slím
Björgvin Arnar er búinn að vera kvefaður í rúmar tvær vikur og fyrst þá kom hitaskömm með þessu. Það munaði litlu að við færum á spítalann en það slapp fyrir horn í þetta skipti (7-9-13).
Það er alveg ferlegt þegar hann fær svona kvef. Það byrjar á því að súrefnisþörfin hans eykst til muna og fór hann úr rúmum einum lítra í 3 lítra, þá sérstaklega á nóttunni. Á hverjum morgni þá er honum óglatt vegna slíms í hálsinum og gubbar yfirleitt annað hvort um leið og hann vaknar eða þegar hann er búinn að fá næringuna sína og borða morgunmat.
Hann er búinn að hósta gífurlega mikið og tekur þetta mjög á hann. Þegar hann fær svona kvef þá skiptum við frá venjulegu pústi yfir í púst í vél og gefum honum vel af því. Eftir að hann er búinn að fá pústið þá bönkum við hann vel á lungnasvæðið til að reyna að hjálpa honum að losa upp slímið og koma því út.
Í seinustu viku þá fékk hann stera til að reyna að stöðva slímmyndun og einnig til að þynna slímið svo að hann eigi auðveldara með að hósta því upp. Hann verður alltaf svo slæmur á sterunum. Strax á fyrsta degi þá fóru þessi svokölluðu köst (episodes) að segja til sín þó svo að hann hafi ekki fengið stóran steraskammt. Einnig verður hann voðalega lítill í sér og það er eins og allur kraftur er farinn úr honum, mjög slappur og þreyttur. Svitnar svakalega mikið á nóttunni. Um leið og hann hættir að fá stera þá fara þessi einkenni um leið.
Nú vona ég að þetta kvef sé á undanhaldi svo að hann geti farið að njóta sumarsins almennilega.
Það nýjasta nýtt er að hann hefur sýnt áhuga á að fara í afmæli hjá vinum sínum af leikskólanum. Áður vildi hann ekki fara og ef hann vildi fara þá þoldi hann ekki við nema í nokkrar mínútur vegna hávaðans. En núna þá vill hann fara og alls ekki fara heim fyrr en afmælið er búið. Hann nýtur sín svo vel.
Þarna sést sjaldgæf sjón - Björgvin Arnar að fá sér köku og sleikir kremið af gafflinum :-D
Við hliðina á honum vinstra megin er Njörður vinur hans af leikskólanum. Því miður er hann að flytja í burtu og mun ekki fara í skólann með honum. En hann sagði við mömmu sína í vikunni "Mamma, þar sem ég fer ekki með Björgvini Arnari í Akurskóla, hver á þá að vernda hann? Ég verð að spyrja Andreu um að gera það". Þvílík góður vinur sem hann á þarna og sorglegt að hann sé að flytja í burtu, reynum að halda sambandinu samt :)
Kær kveðja úr Svölutjörn,
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Það er alveg ferlegt þegar hann fær svona kvef. Það byrjar á því að súrefnisþörfin hans eykst til muna og fór hann úr rúmum einum lítra í 3 lítra, þá sérstaklega á nóttunni. Á hverjum morgni þá er honum óglatt vegna slíms í hálsinum og gubbar yfirleitt annað hvort um leið og hann vaknar eða þegar hann er búinn að fá næringuna sína og borða morgunmat.
Hann er búinn að hósta gífurlega mikið og tekur þetta mjög á hann. Þegar hann fær svona kvef þá skiptum við frá venjulegu pústi yfir í púst í vél og gefum honum vel af því. Eftir að hann er búinn að fá pústið þá bönkum við hann vel á lungnasvæðið til að reyna að hjálpa honum að losa upp slímið og koma því út.
Í seinustu viku þá fékk hann stera til að reyna að stöðva slímmyndun og einnig til að þynna slímið svo að hann eigi auðveldara með að hósta því upp. Hann verður alltaf svo slæmur á sterunum. Strax á fyrsta degi þá fóru þessi svokölluðu köst (episodes) að segja til sín þó svo að hann hafi ekki fengið stóran steraskammt. Einnig verður hann voðalega lítill í sér og það er eins og allur kraftur er farinn úr honum, mjög slappur og þreyttur. Svitnar svakalega mikið á nóttunni. Um leið og hann hættir að fá stera þá fara þessi einkenni um leið.
Nú vona ég að þetta kvef sé á undanhaldi svo að hann geti farið að njóta sumarsins almennilega.
Það nýjasta nýtt er að hann hefur sýnt áhuga á að fara í afmæli hjá vinum sínum af leikskólanum. Áður vildi hann ekki fara og ef hann vildi fara þá þoldi hann ekki við nema í nokkrar mínútur vegna hávaðans. En núna þá vill hann fara og alls ekki fara heim fyrr en afmælið er búið. Hann nýtur sín svo vel.
Þarna sést sjaldgæf sjón - Björgvin Arnar að fá sér köku og sleikir kremið af gafflinum :-D
Við hliðina á honum vinstra megin er Njörður vinur hans af leikskólanum. Því miður er hann að flytja í burtu og mun ekki fara í skólann með honum. En hann sagði við mömmu sína í vikunni "Mamma, þar sem ég fer ekki með Björgvini Arnari í Akurskóla, hver á þá að vernda hann? Ég verð að spyrja Andreu um að gera það". Þvílík góður vinur sem hann á þarna og sorglegt að hann sé að flytja í burtu, reynum að halda sambandinu samt :)
Kær kveðja úr Svölutjörn,
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Sunday, May 5, 2013
Björgvin er orðinn stóri bróðir
Það er svo langt síðan að bloggfærsla kom en mikið er samt að frétta síðan seinast. Þann 24. febrúar eignaðist Björgvin Arnar litla systir sem hefur fengið nafnið Eyrún Arna. Hún er orEkkðin 2. mánaða núna og er algört ljós.
Björgvin er búinn að vera rosalega flottur stóri bróðir, ekkert afbrýðissamur, bara búinn að sýna henni ást og umhyggju. Enda er hann er alveg einstakur drengur.
Engar breytingar eru á heilsu Björgvins, hann er ennþá með súrefni allan sólarhringinn. En hann er samt sem áður farinn að fara á leikskólann hálfan daginn og er mjög ánægður með það.
Næsta haust mun Björgvin fara í Akurskóla og mamman dálítið mikið kvíðin fyrir þessu ferli en lífið heldur áfram og þetta hlýtur allt að fara vel. Undirbúningurinn er í fullum gangi og er gott fólk sem tekur á móti okkur í Akurskóla.
Björgvin Arnar hitti vin sinn um daginn og var mikil gleði og spenningur að fá að hitta hann. Íþróttaálfurinn kom :)
Kær kveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Björgvin er búinn að vera rosalega flottur stóri bróðir, ekkert afbrýðissamur, bara búinn að sýna henni ást og umhyggju. Enda er hann er alveg einstakur drengur.
Engar breytingar eru á heilsu Björgvins, hann er ennþá með súrefni allan sólarhringinn. En hann er samt sem áður farinn að fara á leikskólann hálfan daginn og er mjög ánægður með það.
Næsta haust mun Björgvin fara í Akurskóla og mamman dálítið mikið kvíðin fyrir þessu ferli en lífið heldur áfram og þetta hlýtur allt að fara vel. Undirbúningurinn er í fullum gangi og er gott fólk sem tekur á móti okkur í Akurskóla.
Björgvin Arnar hitti vin sinn um daginn og var mikil gleði og spenningur að fá að hitta hann. Íþróttaálfurinn kom :)
Kær kveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Wednesday, February 13, 2013
Litli hljóðfæraleikarinn
Björgvin Arnar fékk þetta flotta hljóðfæri frá pabba sínum og bróður. Þetta er alvöru Ukulele og ætlar hann að læra að spila á þetta hjá pabba sínum til að byrja með og svo vonandi í tónlistarskóla.
Þvílíkt sem þetta er búið að vekja mikla lukku og ætlar hann að fara með gripinn í tónlistartíma á leikskólann í næstu viku. Sport að hafa hann á bakinu.
Tónlistarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Þvílíkt sem þetta er búið að vekja mikla lukku og ætlar hann að fara með gripinn í tónlistartíma á leikskólann í næstu viku. Sport að hafa hann á bakinu.
Tónlistarkveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Sunday, February 3, 2013
Björgvin Arnar 6 ára í dag
Í dag er merkisdagur þar sem Björgvin á 6 ára afmæli. Í dag fá áhyggjurnar að fjúka út í veður og vind og nú er tilefni til að fagna. Það er ótrúleg hamingja að fá að upplifa afmælisdaga með barninu sínu.
Þegar við vorum hjá lækninum í vikunni þá var Björgvin lengdarmældur og var drengurinn búinn að bæta á sig 1,2 cm síðan í 1. nóvember, sem er ótrúlegur árangur miðað við framgang seinustu ára.
Hann er að verða stór! (eins og hann segir sjálfur frá)
Afmæliskveðja
Ásdís og Björgvin Arnar.
Þegar við vorum hjá lækninum í vikunni þá var Björgvin lengdarmældur og var drengurinn búinn að bæta á sig 1,2 cm síðan í 1. nóvember, sem er ótrúlegur árangur miðað við framgang seinustu ára.
Hann er að verða stór! (eins og hann segir sjálfur frá)
Afmæliskveðja
Ásdís og Björgvin Arnar.
Thursday, January 31, 2013
Fyrsta læknisheimsókn þessa árs afstaðin
Eftir allar fréttirnar af flensunni miklu og að það sé vart hægt að koma á spítalann vegna smithættu þá var maður alveg skjálfandi á beinunum að fara með Björgvin á spítalann en við urðum að taka áhættuna.
Við fórum að hitta Gylfa lækni og einnig lungnalæknir og hjúkku sem sér um lungnaveik börn. Björgvin var hlustaður og þeim leist ekkert illa á hann. Fannst öndunin frekar góð og áreynslulaus þó svo að mettunin sé alls ekki góð án súrefnis og hefur verið að versna undanfarið, þ.e. að við þurfum að nota meira súrefni til að halda uppi góðri mettun.
Við breyttum aðeins lyfjameðferðinni, aðferðinni við að taka pústið, þ.e. ekki nota maska eins og við erum vön að gera heldur að setja stútinn beint inn í munninn til að fá sem mest af efninu ofan í lungun. Þar sem Björgvin er orðinn það gamall er hægt að útskýra þetta allt fyrir honum og gekk þetta eins og í sögu. Einnig fékk Björgvin nýtt lyf sem á að minnka bólgur í lungum. Við ætlum að prófa þessa meðferð í tvær vikur og athuga hvort súrefnisþörfin hans minnki eitthvað við þetta. Ef ekki þá munum við breyta pústmeðferðinni yfir í fljótandi púst úr vél.
Björgvin Arnar er samt hress og kátur, bólar ekkert á pirring eða fýlu yfir að þurfa að vera alltaf með súrefni eða heima. Hann er einstaklega skapgóður og yndislegur. Við höfum verið að heimsækja leikskólann oft í viku undanfarið og honum hefur fundist það mjög gaman.
Allý hefur verið að passa fyrir hádegi og svo koma amma og afi kl 13 og taka við. Það er góð tilbreyting í því og í gær þá fóru afi og amma með Björgvin í Íslandsbanka til að ná í afmælissett sem beið hans og þar hitti hann góðar konur sem gáfu honum Georg bauk sem honum langaði svo hrikalega mikið í. Já það var mikil gleði þann daginn og þarf ekki mikið til að gleðja lítið hjarta!
Nú liður senn að afmælinu hans á sunnudaginn, þá verður þetta hjartagull 6 ára. Það er mikil tilhlökkun á þessum bæ.
Kveðja frá okkur
Ásdís og Björgvin Arnar
Við fórum að hitta Gylfa lækni og einnig lungnalæknir og hjúkku sem sér um lungnaveik börn. Björgvin var hlustaður og þeim leist ekkert illa á hann. Fannst öndunin frekar góð og áreynslulaus þó svo að mettunin sé alls ekki góð án súrefnis og hefur verið að versna undanfarið, þ.e. að við þurfum að nota meira súrefni til að halda uppi góðri mettun.
Við breyttum aðeins lyfjameðferðinni, aðferðinni við að taka pústið, þ.e. ekki nota maska eins og við erum vön að gera heldur að setja stútinn beint inn í munninn til að fá sem mest af efninu ofan í lungun. Þar sem Björgvin er orðinn það gamall er hægt að útskýra þetta allt fyrir honum og gekk þetta eins og í sögu. Einnig fékk Björgvin nýtt lyf sem á að minnka bólgur í lungum. Við ætlum að prófa þessa meðferð í tvær vikur og athuga hvort súrefnisþörfin hans minnki eitthvað við þetta. Ef ekki þá munum við breyta pústmeðferðinni yfir í fljótandi púst úr vél.
Björgvin Arnar er samt hress og kátur, bólar ekkert á pirring eða fýlu yfir að þurfa að vera alltaf með súrefni eða heima. Hann er einstaklega skapgóður og yndislegur. Við höfum verið að heimsækja leikskólann oft í viku undanfarið og honum hefur fundist það mjög gaman.
Allý hefur verið að passa fyrir hádegi og svo koma amma og afi kl 13 og taka við. Það er góð tilbreyting í því og í gær þá fóru afi og amma með Björgvin í Íslandsbanka til að ná í afmælissett sem beið hans og þar hitti hann góðar konur sem gáfu honum Georg bauk sem honum langaði svo hrikalega mikið í. Já það var mikil gleði þann daginn og þarf ekki mikið til að gleðja lítið hjarta!
Nú liður senn að afmælinu hans á sunnudaginn, þá verður þetta hjartagull 6 ára. Það er mikil tilhlökkun á þessum bæ.
Kveðja frá okkur
Ásdís og Björgvin Arnar
Sunday, January 6, 2013
Gleðilegt nýtt ár 2013
Okkur Björgvini finnst alveg ótrúlegt að það sé komið 2013 strax og drengurinn minn er að verða 6 ára í næsta mánuði.
Við áttum góð jól og áramót. Björgvin fékk krakka af leikskólanum í heimsókn ásamt Möggu leikskólakennara, honum fannst það meiriháttar og mikil tilbreyting fyrir hann. Það er mikilvægt að reyna að hafa eitthvað um að vera á hverjum degi fyrir hann, hann er svo einangraður hér heima annars og alltaf einn með fullorðnum.
Engin breyting er á heilsunni hans, hann er ennþá með súrefni allan sólarhringinn og eru foreldrarnir orðnir smá örvæntingafullir, þar sem það eru ekki einu sinni hænuskref fram á við.
Björgvin fékk fyrstu fullorðinstönnina 21. des og var hann mjög stolltur af því :)
Áramótakveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Við áttum góð jól og áramót. Björgvin fékk krakka af leikskólanum í heimsókn ásamt Möggu leikskólakennara, honum fannst það meiriháttar og mikil tilbreyting fyrir hann. Það er mikilvægt að reyna að hafa eitthvað um að vera á hverjum degi fyrir hann, hann er svo einangraður hér heima annars og alltaf einn með fullorðnum.
Engin breyting er á heilsunni hans, hann er ennþá með súrefni allan sólarhringinn og eru foreldrarnir orðnir smá örvæntingafullir, þar sem það eru ekki einu sinni hænuskref fram á við.
Björgvin fékk fyrstu fullorðinstönnina 21. des og var hann mjög stolltur af því :)
Áramótakveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Subscribe to:
Posts (Atom)