Sunday, May 5, 2013

Björgvin er orðinn stóri bróðir

Það er svo langt síðan að bloggfærsla kom en mikið er samt að frétta síðan seinast. Þann 24. febrúar eignaðist Björgvin Arnar litla systir sem hefur fengið nafnið Eyrún Arna. Hún er orEkkðin 2. mánaða núna og er algört ljós.

Björgvin er búinn að vera rosalega flottur stóri bróðir, ekkert afbrýðissamur, bara búinn að sýna henni ást og umhyggju. Enda er hann er alveg einstakur drengur.



















Engar breytingar eru á heilsu Björgvins, hann er ennþá með súrefni allan sólarhringinn. En hann er samt sem áður farinn að fara á leikskólann hálfan daginn og er mjög ánægður með það.

Næsta haust mun Björgvin fara í Akurskóla og mamman dálítið mikið kvíðin fyrir þessu ferli en lífið heldur áfram og þetta hlýtur allt að fara vel. Undirbúningurinn er í fullum gangi og er gott fólk sem tekur á móti okkur í Akurskóla.



















Björgvin Arnar hitti vin sinn um daginn og var mikil gleði og spenningur að fá að hitta hann. Íþróttaálfurinn kom :)

Kær kveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna

No comments: