Sunday, January 6, 2013

Gleðilegt nýtt ár 2013

Okkur Björgvini finnst alveg ótrúlegt að það sé komið 2013 strax og drengurinn minn er að verða 6 ára í næsta mánuði.

Við áttum góð jól og áramót. Björgvin fékk krakka af leikskólanum í heimsókn ásamt Möggu leikskólakennara, honum fannst það meiriháttar og mikil tilbreyting fyrir hann. Það er mikilvægt að reyna að hafa eitthvað um að vera á hverjum degi fyrir hann, hann er svo einangraður hér heima annars og alltaf einn með fullorðnum.


















Engin breyting er á heilsunni hans, hann er ennþá með súrefni allan sólarhringinn og eru foreldrarnir orðnir smá örvæntingafullir, þar sem það eru ekki einu sinni hænuskref fram á við.

Björgvin fékk fyrstu fullorðinstönnina 21. des og var hann mjög stolltur af því :)

Áramótakveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar

4 comments:

Unknown said...

Gleðilegt ár elsku Ásdís og Björgvin!
Fallegt af leikskólanum að kíkja í heimsókn til ykkar, skil vel að Björgvin sé farinn að sakna krakkanna! Vonandi mun 2013 verða árið sem bara góðir hlutir gerast hjá ykkur!!!
Ofurknús til ykkar!! :*

Anonymous said...

Gleðilegt ár elskurnar! <3

Megi 2013 verða árið ykkar, uppfullt af góðum hlutum og framförum í heilsu og öðru.

Knús og kram frá Sverige
Sunna og co

p.s. til hamingju með fyrstu fullorðinstönnina, stór áfangi þar á ferð :)

Elsa said...

Gleðilegt ár Ásdís!

Ég var aðeins á lesa á síðunni þinni og ég vona að heilsan fari að batna hjá Björgvini. Vonandi verður 2013 árið ykkar.

kv.
Elsa Margrét Einarsdóttir

Anonymous said...

Hæ Ásdís og Björgvin

Leiðinlegt að heyra að Björgvin sé fastur í súrefninu.... bara að vona og vona að það komi framför svo dugnaðarforkurinn komist á leikskólann. Líður bumbunni ekki bara vel?