Elsku Björgvin minn er voðalega veikur núna og það virðist ekkert ætla að hlífa honum við erfiðleikum í þessu lífi.
Hann er búinn að gangast undir þær rannsóknir sem áætlaðar voru til að taka stöðuna á öllu sem hægt er að skoða að svo stöddu. Niðurstöður liggja fyrir og það helsta sem stendur upp úr er að þrýstingur í lungum hefur hækkað verulega og er kominn á hættulegt stig. Það á að reyna að gefa honum nýtt lungnalyf til að reyna að minnka þennan þrýsting. Hann byrjaði á því í dag og það kemur í ljós næstu 3-5 daga hvernig hann svarar því.
En þrátt fyrir slæmt ástand þá er ótrúlegt hvað hann er duglegur og er alltaf að leika sér við það sem honum finnst skemmtilegt. Skemmtilegast er að fá lánaðar lestarbrautir á leikstofunni hjá Gróu og búa til nýjar og nýjar brautir.
Kærleikskveður,
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna
Wednesday, August 14, 2013
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Sendi ykkur hetjunum góða strauma og hlýjar hugsanir.
Baráttukveðjur,
Hrannar
Hugsa svo hlýtt til ykkar! Langar að koma að knúsa ykkur í kaf :*
Baráttukveðjur frá okkur öllum hér :*
Knús
Allý
Hugsa til ykkar, duglegu mæðgin. Vonandi geta læknarnir eitthvað gert til að Björgvini líði betur.
Kv. Hrund
Sendi ykkur hlýjar hugsanir og bið þess að allt gangi vel. Sjáumst á eftir.
Knús og kærleikskveðjur,
Hanna María
Gangi ykkur vel í baráttunni!
Kv,
Hrafn
Vonandi reynast þessi nýju lyf vel svo krúttmolanum geti liðið sem best. Kærar kveðjur á ykkur öll
Knús - Ella María og Arnar
Baráttu kveðja frá okkur fjölskyldunni elsku frænka og frændi!
kveðja Hjördís
Baráttukveðjur og knús á ykkur!
Linda & Sindri
Hugsa til ykkar,sendi góða strauma á ykkur.
Baráttukveðjur,
Bylgja Dögg
Elsku hetjurnar okkar!
Við hugsum til ykkar og sendum baráttukveðjur.
Knús og kram
Sunna og co
Hugsa endalaust til ykkar og bið þess að Björgvini líði vel.
Baráttu- og kærleikskveðja,
Fjóla
Post a Comment