Í haust þá ákvað Vikar eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Keflavík að hluti þátttökugjalds í Ljósanæturhlaupið sem er haldið á hverju ári myndi renna til Barnaspítalans til minningar um Björgvin Arnar.
Í morgun þá fórum við og afhentum Barnaspítalanum 90.000 kr. sem mun fara í tækjakaup fyrir afþreyingu barna sem dveljast á spítalanum. Nú er til dæmis þessa dagana verið að reyna að fá Playstation 3 inn á allar stofurnar.
Vikar tilkynnti að þetta yrði árlegt og þakka ég Vikari fyrir að halda uppi minningu Björgvins Arnars.
Það er mjög mikilvægt að veik börn sem þurfa að vera á spítalanum í lengri eða styttri tíma að eitthvað sé um að vera fyrir þau og þau geti haft gaman af. Ég ákvað því að þetta myndi fara í að aðstoða við þessi kaup á Playstation 3.
Takk kærlega Vikar og allir sem tóku þátt í hlaupinu!
Ásdís
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment