Wednesday, October 7, 2009

September


September hófst á að Björgvin fór í hjartaþræðingu og CT myndatöku. Allt gekk vel og kom merkileg uppgötvun í ljós að það er mikil þrenging í öndunarvegi hans. Mun það verða lagað í oktober.




Amma og afi komu til okkar til að vera okkur til halds og traust, amma var svo viku lengur hjá okkur og var það mikil hjálp og mikið gaman. Þegar við komum heim af spítalanum þá tóku amma og afi á móti okkur með dýrindis máltíð, hryggur og með því, mmmm :)

Það gerðust undur og stórmerki í þessum mánuði þegar Björgvin náði 10 kg! Það var svo mikil hátíð í bæ þegar vigtin sýndi 10.0 og svo eftir nokkra daga þá var hún orðin 10.1, þvílík gleði :)

Kram
Ásdís og Björgvin

1 comment:

Unknown said...

frábært að geta fylgst með ykkur sætu mæðgin á nýju bloggi :)
knús og kossar til ykkar.