Sunday, October 25, 2009

Loksins kom flensusprautan

Mikið hefur verið um að vera hjá okkur síðastliðnar vikur og höfum við fengið góða gesti til að vera okkur innan handar og bara félagsskapur. Mamma var hjá okkur í rúma viku, hjálpaði okkur á spítalanum og svo hér heima líka. Hér er mynd af henni á heimferðardegi.
























Þegar mamma checkaði sig út af hóteli Ásdísar þá kom Nína til okkar og tók við vaktinni :) Hún var í vinnuferð og var hjá okkur í tvær nætur. Við fengum Magnús Kristinn í mat til okkar og fórum svo út að borða hitt kvöldið. Björgvin er náttúrulega alsæll með allar heimsóknirnar en skilur ekkert í því þegar allir eru farnir, hvað gerðist eiginlega??

















Björgvin fékk svo flensusprautuna á föstudaginn, sem betur fer, ég var alveg orðin taugaveikluð yfir þessu, sérstaklega að heyra um hve margir eru búnir að fá flensuna á Íslandi sem við þekkjum. Þetta var kærkomið og nú getur maður aðeins andað léttar.

Við höfum ekki fengið dagsetningu ennþá yfir næstu aðgerð en stefnan er sett á seinni partinn í nóvember til að ná einni í viðbót fyrir heimferð um jólin.

Við finnum ekki mikinn mun á Björgvini ennþá eftir aðgerðina, vonandi mun það nú samt koma. Það er lágmarkskrafa að finna árangur eftir allt þetta erfiði.

Ég verð að láta eina mynd fylgja með af henni Lindu massa sem beyglar hnífapör hvert sem er farið með hana að borða, hva er ekki læknastál í þessu dóti?? :)

















Haustkveðja frá Stokkhólmi
Ásdís og Björgvin Arnar

1 comment:

HeLP said...

Það er ekki hægt að sleppa þessari manneskju út úr húsi!!!