Litli dúllurassinn minn þurfti að fara aftur á gjörgæslu í gærkvöldi, hann átti smá erfitt með andardrátt, svitnaði svo mikið bara við að anda, hann fékk meira af sterum í æð og leið strax betur, en hann er ennþá á gjörgæslunni, kemst vonandi upp á dagdeildina í dag.
Maja vinkona er hjá okkur og Björgvin er alsæll með hana, kallar hana Adda eins og flesta sem hann þekkir ekki nafnið á, hann bjargar sér bara, ekkert að hafa fyrir því að læra önnur nöfn :)
Við Maja fórum heim í gærkvöldi og var pabbi hans hjá honum í nótt.
Kram
Ásdís og Björgvin
Saturday, October 10, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment