Við erum búin að vera heima alla vikuna, mest að slappa af og láta Björgvin vera heima í rólegheitum til að jafna sig eftir aðgerðina. Hann er allur að koma til og er öndunin orðin eins og áður en hann fór í aðgerðina, vonandi mun hún breytast meira til batnaðar svo að maður finni mun eftir aðgerðina.
Björgvin er búinn að vera í góðu yfirlæti hjá mömmu sinni og ömmu, fær allt sem hann vill, eða alla vega svona næstum því en mest vill hann fá að horfa á sjónvarpið, þvílíkur sjónvarpsfíkill sem þessi litli snáði er orðinn.
Við skruppum aðeins út í búð í gær og stoppuðum í dótabúð og Björgvin fékk að velja sér leikfang þar sem hann er búinn að vera svo rosalega duglegur í þessu öllu saman, hann valdi sér flugvél.
Ef Björgvin heldur áfram á þessari braut þá mun hann fara á leikskólann á mánudaginn, þar sem hann er kominn með hundleið á okkur og vill fara að leika við krakkana. Björgvin tók þessa mynd af mömmu sinni í gær, læt hana fylgja með til gamans :)
Þangað til næst, hej då :)
Saturday, October 17, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Æjii hvað það er æði að það er allt að ganga vel! Ég er að telja dagana þar til ég kem og er alveg ofur spennt!
Knús á ykkur og bið að heilsa
Hann er nú meira dekurdýrið!
Kv. hh og co
knús knús
ég á líka svona mynd af söru að horfa á stubbana ofaní sjónvarpinu svo sætt :)
flott flugvélin hans og þú rík að hafa mömmu þína hjá þér til að hjálpa.
Ég held að Björgvin verði ljósmyndari þegar hann verður stór;-)
Upprennandi ljósmyndari greinilega...fyrirsætan heldur ekki af verri endanum;)
Post a Comment