Monday, October 12, 2009

Heim á morgun??

Dagurinn í dag var góður, við byrjuðum á því að setja bjútíbolluna í bað, ekki veitti af eftir allt sem gengið hefur á undanfarna daga.

























Mamma kom til okkar í dag, Björgvin var alsæll að sjá ömmu sína og hafa einhvern í viðbót til að dekra við sig, það er sko ekki verra.















































Björgvin var duglegur að borða í dag og er að fá sterapúst á 4 tíma fresti og fær sýklalyf í æð. Á morgun ætlar læknirinn að skoða ofan í kokið á honum og ákveður út frá því hvort við megum fara heim. Við erum sko að vona að við fáum að fara heim á morgun :) Þá verður hátíð í bæ!

Kveðja frá Astrid Lindgren
Ásdís og Björgvin Arnar

2 comments:

smaja said...

þið eruð nú meiri hetjurnar.....ég vona að skoðunin verði jákvæð svo að þið komist sem fyrst heim í ömmudekur.

kv. Sigga Maja

Solla said...

gott að fá góðar fréttir, og yndislegt að vita að mamma þín sé komin ...þá er einhvern vegin allt léttara...

þú lítur skuggalega vel út á myndunum Ásdís mín, sæi mig í anda líta svona út eftir svona átök...gangi ykkur sem best áfram og næsti póstur verður vonandi heimanfrá...

kv Solla