Sunday, October 11, 2009

Fjörkálfur

Björgvin er svolítill fjörkálfur núna, æðir um allt sjúkrahús og talar við fólkið og vefur hjúkkunum um fingur sér. Maja er búin að vera hjá okkur alla helgina og Sunna kom í heimsókn í gær. Linda og Brynhildur komu í heimsókn til okkar í dag. Það er gott að eiga góða að!


















Björgvin syngur stubbalagið og dillar mjöðmunum, litli stubburinn minn. Hann er svo glaður þó svo að hann sé skeptískur þegar hjúkka eða læknir kemur við hann þá er hann fljótur að ná upp gleðinni aftur. Hann getur verið svolítið frekjutrítill og vill fá Nóa Kropp í hvert mál, sem hann náttúrulega fær :)


















Pabbi hans Björgvins var hjá honum í nótt svo að við Maja gátum farið og fengið okkur almennilegt sushi, mmm það var svo gott, Maja fær líka svo sjaldan austurlenskan mat í Kína hahahaha.


















Björgvin þarf súrefni þegar hann sefur og fær adrenalín púst á 4 tíma fresti. Það er fylgst vel með honum og svo hittum við aðalsérfræðinginn sem framkvæmdi aðgerðina á honum á morgun.

Vonandi fer þessari dvöl að ljúka hér á sjúkrahúsinu. Mamma mín kemur til okkar á morgun, það verður meiriháttar. 

Bless í bili,
Ásdís og Björgvin Arnar

5 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra að kúturinn sé að hressast :)
knús á ykkur bæði
kv.
gengið á Svölutjörn 1

Anonymous said...

Hann er duglegastur :)

Kv. Nína og Kristjánar

María Helen said...

Litla hetjan... ótrúlega stendur hann sig vel... og hann er svo heppinn að eiga svona góða og yndislega mömmu. Knús og kossar frá okkur mæðgum

Allý said...

Ohhh æjii litli snúllii, æðislegt að hann sé að ná sér, sé hann alveg fyrir mér trítla um og bræða alla í kring um sig þessi hetja! ;) Knús frá mér ;*

Anonymous said...

Duglegastur!!! Hann er svo ótrúlega magnaður:) Kossar og knús til ykkar beggja!

Kv. Bylgja, Bjarni og co