Við mæðginin fórum í Ikea í gær með Sunnu og stelpunum hennar. Megin ástæðan fyrir ferðinni var að láta taka myndir af krökkunum hjá ljósmyndara sem stillir sér upp í Ikea og býður upp á ódýra ljósmyndun. En Björgvin var ekki alveg á því að láta taka mynd af sér, fylltist mikilli skelfingu og grét og grét. Það var eins og að hann héldi að nú værir einhver skrítinn læknir þarna á ferð sem yrði alveg ægilega vondur við hann. En það náðust brilliant myndir af systrunum og ein mynd náðist af krökkunum á meðan við biðum eftir myndatökunni. Takk fyrir okkur Sunna!
En það stórmerkilega er að Björgvin pissaði í koppinn sinn í fyrsta skipti í morgun, vúhú. Áður fyrr hefur hann bara verið að æfa sig á koppinum og á barnasetunni á klósettinu en ekkert hefur gerst fyrr en nú.
Honum fannst þetta alveg stórmerkilegt og var dálítið montinn með sig eftir að hafa verið hrósað og knúsaður. Svo skellti hann sér í bað í til að slappa eftir allt þetta erfiði ;)
Það skemmtilega er að þetta náðist á myndband og hefði ég viljað pósta því hér en veit ekki alveg hvernig það er gert, læt það flakka ef ég finn út úr því.
Kram
Ásdís og Björgvin
Saturday, October 31, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Til hamingju með pissu-áfangann...hann er bara of mikið krútt þarna í baðinu...vona að honum líði betur, hann lítur allavega soltið betur út og er orðin miklu hraustlegri.
Allt gott að frétta of okkur. Haustið er búið að vera alveg yndislegt, bara logn og blíða upp á næstum hvern dag og engin svínaflensa komin í mannskapinn enn !!
kv Solla og co
Rosalega er hann duglegur að pissa í koppinn, já og muna að hrósa ýkt mikið. Alltaf svo sætur.
Knús og kram Ester og Sara
Duglegur strákur!
Kv. Nína
Æjj hvað hann er mikið krútt á koppnum haha! Duglegur hann frændi minn :)
Kveðja,
Eyrún Ósk
Post a Comment