Aðgerðin tókst vel í gær, læknirinn náði þó ekki að nota laser eins og til stóð þar sem þetta var svo nálægt raddböndunum en hann notaði blöðru sem hann blés upp og það eru 4 hnífar á henni sem skáru í örvefinn. Læknirinn var frekar ánægður með þetta og sagðist hafa getað víkkað öndunarveginn um 1 mm sem er mikið í svona kríli :)
Björgvin er kominn af gjörgæslu en þarf að vera á spítalanum í nokkra daga, hann þarf að fá sýklalyf í æð og svo frétti ég hjá hjúkkunum að læknirinn hans vill skoða kokið á honum á næsta þriðjudag aftur og það þýðir víst svæfing aftur að ég held.
Björgvin er svo duglegur, hann er búinn að drekka fullt af orkumjólk og vatni, tala mikið og hlægja og virðist ekki vera með neinn verk að ráði. Algjört dugnaðarkríli þessi drengur :)
Hann sefur núna með litla me me og súrefnisgrímu.
Kram
Ásdís og Björgvin
Friday, October 9, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þessi gaur er náttúrulega algjör hetja, eins og mamma sín!
Þið eruð algerir jaxlar bæði tvö! Hlökkum SVO til að hitta ykkur.
Puss och kram
Linda og co
Gaman að sjá bloggið ykkar - þið eruð alveg ótrúlega dugleg bæði tvö!!!
Bestu kveðjur úr brjálaða veðrinu á Íslandi
Post a Comment