Wednesday, October 7, 2009

Læknapot

Þá fer litli snúðurinn minn í fyrstu aðgerðina á morgun til að víkka öndunarveginn. Aðgerðin mun taka klukkutíma og svo verður hann á gjörgæslu í sólarhring þar sem hann gæti þurft öndunarvél ef mikil bólga myndast í hálsinum eftir aðgerðina. En ef allt gengur vel þá ættum við að geta farið heim á laugardaginn.

Björgvini finnst læknapot ekki skemmtilegt, alveg hundfúll á þessu öllu saman en leyfir þeim að hlusta sig og finnst ekkert mál að fara í blóðprufu, kveinkar sér ekki einu sinni þegar hann er stunginn í fingurinn. Hann er svo mikill harðjaxl þessi dúllurass sem ég á.

Hér er hann á ferðinni með klósettsetuna sem hann á að sita á en ekki dröslast með út um alla íbúð :)



Bless í bili
Ásdís og Björgvin

7 comments:

Bylgja said...

Gangi ykkur vel á morgun elskurnar, mun hugsa mikið til ykkar! Gaman að geta fylgst með ykkur:)
Kossar og knús

Lilja Björg said...

Gangi ykkur vel á morgun.
Frábært að geta fylgst með ykkur hér.
Knús og kossar,
Lilja Björg í Litháen.

María Helen said...

Gangi ykkur vel á morgun Ásdís mín, ég hugsa til ykkar!!!!

N.b. hann er svo mikið bjútý hann sonur þinn.....

Þórey Arna said...

Ég vona að ykkur gangi sem allra best á morgun og mun senda ykkur hlýja strauma.
Kveðja úr ljósabekknum á Lsp :o)
Þórey Arna og co

Anonymous said...

Gott að geta fylgst með ykkur hérna, gangi ykkur vel í aðgerðinni.
Knús
Heiðrún og co.

Anonymous said...

Gangi ykkur vel! Sendum góða strauma.

Kv. Hrund og co.

Ps. krúttlegur með setuna :)

Solla said...

Hæ elskurnar, gaman að geta áfram kíkt á ykkur. Kveðja frá okkur með óskum um að allt gangi sem allra best ...auðvitað ef maður fúll á þessu læknapoti..þó það nú væri ÞAÐ ER HUNDFÚLT !....knús á stóra 10 kílóa snúðinn