Tuesday, October 13, 2009

Home sweet home!

Björgvin var ekki að metta nógu vel í nótt því var ég alveg viss um að við fengjum ekki að fara heim í dag en það var tekin röntgen mynd af lungunum hans og allt kom vel út þannig að þá hentumst við heim í einum grænum enda ekki eftir neinu að bíða :)

Það er svo sannarlega mikið gleðiefni að vera komin heim til okkar. Björgvin heimtaði að fá að horfa á Brúðubílinn og sat svo stjarfur í stólnum sínum yfir söngnum í Lilla litla.

























Mamma var ekki lengi að drífa sig í þvottinn, mikið er gott að hafa svona þvottakonu hjá sér, allt fer á færibandi af snúrunni inn í skáp, ekki amalegt það.



Nú er búið að gefa lyfin, púst og tannbursta og litli minn er kominn upp í rúm að sofa í hausinn á sér, enda mjög þreyttur eftir svefnlítinn dag þar sem læknirinn þarf náttúrulega alltaf að stinga inn nefinu þegar hann er nýsofnaður.

Við þökkum ykkur fyrir öll fallegu kommentin og að hugsa til okkar, það er okkur mikils virði!

Knús til ykkar.
Ásdís og Björgvin Arnar

7 comments:

HeLP said...

Velkomin heim!!! Ég er SVOOO glöð fyrir ykkar hönd ;)

LindaKrissó said...

Frábært. Það er svo gott að fá að sofa í eigin rúmi aftur :)

Björgvin og amma eru ekkert smá sæt saman!

Anonymous said...

Bara svo þú vitir það þá ætla ég ekki að standa á haus í húsverkunum þegar ég kem :)

Anonymous said...

Úpps, gleymdi að kvitta!
Nína

Fjölskyldan í Svölutjörn said...

Nú! þarftu þá nokkuð að vera að koma??? ;) djók, þú verður bara í lúxus hérna, góður matur og kíkjum í búðir! :)

Ásdís

Anonymous said...

Ég skal leika við Björgvin meðan þú sinnir heimilistörfunum ;)

Kv Nína

Bylgja Dögg og Rakel Talía said...

Frábært að þið eruð komin heim :) Rakel Talíu fannst rosa gaman að skoða Björgvin Arnar og spurði ekki hvort hann væri ekki vinur hennar, algjör dúlla ;)
Kveðja frá Aarhus
Bylgja Dögg og Rakel Talía