Friday, December 25, 2009

Gleðilega jólahátíð.

Gleðileg jól kæru vinir og ættingjar.

Nú erum við komin heim til Íslands og fer það bara mjög vel í okkur. Það var mikið átak að komast heim með allan farangurinn og voru það góðu vinir okkar Sunna og Maggi ásamt dætrum sem keyrðu okkur út á flugvöll og sáu til þess að við kæmumst um borð í flugvélina. Þegar við komum heim þá var vel tekið á móti okkur með fjölskylduboði, það var læri á boðstólnum ásamt malti og appelsín, gerist ekki betra. (mér sýnist Björgvin vera í símanum, ekki í fyrsta skiptið :)



















Svo eru dagarnir fram að jólum búnir að líða hratt og vel, ekkert jólastress í gangi þar sem jólagjafirnar voru keyptar snemma í ár. Við vorum bara að njóta þess að vera komin heim í faðm fjölskyldunnar.

Á Aðfangadag þá vorum við öll hjá Elvari bróður og Huldu konu hans. Við dressuðum okkur upp í okkar fínasta púss og mættum til þeirra fyrir kl 18. Hér eru afi og Björgvin Arnar saman, algjörir gæjar í sparifötunum.

























Björgvin Arnar var nú ekki alveg að skilja allt þetta stúss en hann var glaður að sjá öll jólaljósin og pakkana sem voru undir trénu.

























Hér erum við mæðginin.























Björgvin Arnar fékk margt fallegt í jólagjöf, við vorum þakklátust fyrir allt dótið sem hann fékk þar sem mikið af dótinu hans kemur ekki til landsins fyrr en um miðjan janúar, þannig að þetta var allt saman kærkomið. Hér er hann að leika sér að kubbum sem hann fékk frá ömmu sinni og afa.


















Þetta var yndislegt kvöld, við þökkum Elvari og Huldu kærlega fyrir okkur! Maturinn var ólýsanlega góður, tónlistin ljúf, félagsskapurinn frábær. Þetta var fullkomið kvöld, það vantaði bara Óla bró og fjölskyldu sem eyðir jólunum í Noregi í ár.

Gleðileg jól öllsömul.

Ásdís og Björgvin Arnar

Friday, December 18, 2009

Hej då Stockholm

Í dag er seinasti dagurinn okkar Björgvins hér í Stokkhólmi, leiðin liggur heim til Íslands á morgun. Dótið okkar er komið í skip og nú erum við tilbúin í ferðalagið heim. Við fórum í dag að kveðja vinnufélagana mína og lék Björgvin á alls oddi þegar hann var búinn að venjast umhverfinu.

Mikið hefur verið um að vera hjá okkur á árinu og hefur seinasta hálfa árið verið mjög erfitt hjá okkur. Það sem hefur bjargað okkur er að eiga góða fjölskyldu og góða vini sem hafa komið og heimsótt okkur. Við fengum sem sagt marga góða gesti eins og t.d. ömmu + afa, Nínu, Maju, Bjarka + Nuru, Fjólu + Berglindi + Guðrúnu, Eyrúnu + Helga. Vonandi er ég ekki að gleyma neinum! En amma og afi komu mörgum sinnum til okkar og björguðu málunum. Ekki má gleyma Allý sem fór heim í fyrradag. Án hennar hefði þessi flutningur ekki verið svona stresslaus :) Allt pakkað og klárt.

Mynd frá seinustu ferðinni hans afa hér, við fórum og fengum okkur Indverskan mat.


















Seinustu gestirnir okkar voru Eyrún Ósk og Helgi og fannst Björgvini mikið til Helga koma, hann var alveg sjúkur í hann og vildi bara vera hjá honum. Greinilega kominn með svolitla leið og þessu kvenfólki í kringum sig :)

























Björgvin hlustar á tónlist hjá frænku sinni og svo er hér ein mynd af þeim öllum nývöknuðum, svaka dúllur.


















Björgvin mun ekkert skilja í þessu að vera að fara í flugvélina á morgun og eiga svo allt í einu heima á Íslandi, en hann verður sko alsæll að sjá ömmu sína og afa og knúsa þau vel og vandlega. Það er sko mikið gott að komið að þessu og mikil tilhlökkun er að koma heim í jólastemmninguna og fá jólasteikina hjá Elvar bróður. Þar verða allir saman alveg eins og það á að vera á jólunum.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár öll sömul, hlökkum til að sjá ykkur öll sem fyrst.

Jóla og vinakveðja
Ásdís og Björgvin Arnar

Sunday, November 29, 2009

Lítill prófessor!

Nú er verið að reyna að venja litla kútinn á gleraugun, það gengur svona upp og niður, hann getur gleymt sér í langan tíma með þau en svo vill hann ekki sjá þau þess á milli. Nú eru liðnir fjórir dagar og maður hefði haldið að nú fyndist honum betra að vera með þau en ekki. Þetta er smá snúið þegar krílin geta ekki tjáð sig almennilega. Hér koma nokkrar myndir af honum, myndasyrpa af uppáhalds módelinu mínu :)

Hér er Björgvin með húfuna hans afa síns:

























Jeminn, prófessorinn! :)


























Svo eru tvær myndir af krúttunum, Allý og Björgvini í hláturskasti:


























Gaman hjá þeim :)


























Björgvin fer ekkert á leikskólann strax, sjáum til um miðja viku, það þarf að gefa honum púst yfir daginn, úr vél sem við höfum bara hér heima, til að verja hálsinn. Annars er hann mjög hress og kátur, ég man varla eftir því að hann hafi verið svona kátur áður, liggur alveg í hlátursköstum, sem eru svo smitandi að við getum ekki annað en hlegið með.

Nú er Latibær alveg í uppáhaldi, Björgvin var alveg búinn að fá nóg af Stubbunum á spítalanum og nú er það Glanni glæpur sem ræður ríkjum eða Nanni eins og Björgvin ber það fram :)

Gotti afi er ennþá hjá okkur og koma fleiri myndir næst.

Knús og kram
Ásdís og Björgvin Arnar

Wednesday, November 25, 2009

Komin heim í heiðardalinn.

Við fengum að koma heim í dag, það er algjör sæla. Björgvin var svo sæll og glaður að koma heim að hann dansaði og hoppaði um og svaf svo vært um daginn, þreyttur eftir allt þetta pot.

Hann var sko glaður að sjá afa sinn í gær, faðmaði hann og kyssti. Við fórum niður á kaffiteríu á spítalanum og fengum okkur að borða saman.


















Björgvin er orðinn svo alvanur öllu hér að hann leiðir mann út um allan spítala í hitt og þetta leikhorn til að leika. Svo hleypur hann um gangana og talar við fólkið. Hérna eru krúttin saman að kúra.

























Til gamans læt ég fylgja myndir af afmælisveislu sem var haldin á deildinni í gær, það voru tvö börn sem áttu eins árs afmæli og var eldhúsið skreytt blöðrum og allir klæddir upp í sitt fínasta púss.


















Hér er mynd af öðru afmælisbarninu.

























Allý tók vel á móti okkur þegar við komum heim í dag og eldaði dýrindis máltíð handa okkur. Björgvin hefur ekki borðað svona mikið af venjulegum mat síðan, ja ég man ekki síðan hvenær. Það var dásamleg sjón og maður þorði varla að anda til að trufla ekki drenginn :)

Á morgun þá er dagur 1 í gleraugnanotkun, eins gott að byrja að venja prinsinn á að verða prófessor. Hann er svo sætur með þau og þetta á vonandi ekki eftir að verða vandamál.

Ætli við röltum ekki eitthvað út með afa á morgun, smá tilbreyting af inniverunni á spítalanum og ná okkur í smá súrefni.

Kram frá okkur
Ásdís, Björgvin Arnar, Gotti afi og Allý

Monday, November 23, 2009

Eitt skref áfram og tvö skref til baka

Ja hérna hér, það er aldeilis búið að vera aksjón hér á Astrid Lindgren sjukhus!

Björgvin Arnar gerði sér lítið fyrir og fékk tvö flogaköst í gær sem gerði mömmu hans lafhrædda. Fyrsta var frekar stutt en númer tvö var lengra. Þetta var í fyrsta skiptið sem svona lagað kemur fyrir hjá honum og var þetta frekar ógnvekjandi að sjá.

Vegna þess að Björgvin er á blóðþynningarlyfjum þá er alltaf það fyrsta sem læknarnir hugsa hvort um heilablæðingu eða blóðtappa sé um að ræða og því var Björgvin sendur í CT skanna í dag og heilalínurit. Ekkert fannst á myndunum sem benti til þessa sem betur fer. En nú verður að skoða þetta betur og koma taugalæknar að hitta okkur á morgun til að reyna að finna út ástæðuna.

Við notuðum tækifærið þegar hann var svæfður í dag og létum svæfingalæknana klippa augnhárin hans þar sem hann þarf að byrja að nota gleraugun sín sem fyrst. Hann var alveg ótrúlega flottur með nýju klippinguna, algjörir burstar og mjög þétt hárin, bara algjör töffari.

Eina sem er gott að frétta frá okkur er að öndunin í Björgvini virðist vera betri en hún var fyrir aðgerð, eða alla vega þá stynur hann ekki eins mikið við hverja öndun sem er mikið mál. Vonandi helst þetta svona þegar hann er farinn á fullt. Það er mikill árangur þar sem að um lítið hænuskref hafi verið um að ræða í útvíkkuninni.


















Mæðginin í eins pósu :)

Ég þakka ykkur sem eru að fylgjast með okkur og skrifa mér komment kærlega fyrir, það skiptir miklu máli að vita að fólk er að hugsa til okkar, það munar um allt!

Kram frá Q63
Ásdís og Björgvin Arnar

Saturday, November 21, 2009

Komin af gjörgæslu

Björgvin er miklu hressari í dag en í gær. Hann var með verki í gær og mikla verki í maga vegna lofts úr aðgerðinni. Við fluttumst af gjörgæslu yfir á dagdeild í gær, það var mikið gott þar sem erillinn er mikill á gjörgæslunni og náttúrulega gott að þurfa ekki að vera undir stöðugu eftirliti.

Hér erum við, hann vildi ekkert reisa sig upp frá koddanum í gær en núna vill hann vera hjá okkur og ferðast um sem er mikið batamerki, greinilega ekki eins slappur.
























Hérna er merkið á rúminu hans:


















Nú borðar Björgvin þurrt Cheerios, það eina sem hann vill og yfirleitt það eina sem hann hefur lyst á. Hann er að horfa á Söngvaborg núna og dilla sér, algjört krútt.
























Hann stillti sér upp fyrir mömmu sína í myndatökunni og krafðist þess að fá að taka mynd líka og hér kemur afraksturinn:

















Allir frekar þreytulegir þá þessum bæ en við höngum uppi :) Björgvin var með smá sýkingareinkenni og fékk aukin sýklalyf. Við verðum hér fram í næstu viku, það er öruggt.

Allý situr hér og lærir og við Björgvin ætlum að fara að leggja okkur saman.

Kveðja frá okkur
Ásdís, Allý og Björgvin Arnar

Thursday, November 19, 2009

Hænuskref

Nú er aðgerð nr. 2 búin til að víkka öndunarveginn hjá Björgvini mínum. Aðgerðin gekk vel og gat skurðlæknirinn víkkað hann um 1 mm. Það er sem sagt langt í land og gat skurðlæknirinn ekki sagt okkur hve margar aðgerðir hann þarf í viðbót en þær eru pottþétt nokkrar, þetta er greinilega mikil þolinmæðisvinna og algjör hænuskref sem þarf að taka.

Mamman var mikið fegin að sjá strákinn sinn, hún fékk að halda á honum strax á eftir aðgerð þar sem best er fyrir hann að vera í uppréttri stöðu vegna súrefnisinntöku svona rétt eftir aðgerðina. Fyrstu tímarnir á eftir aðgerð eru mikilvægir þar sem mikil hætta er á að bólgur í öndunarvegi verði til þess að hann þurfi hjálp við að anda eins og t.d. öndunarvél.

























En Björgvin er svo ótrúlega duglegur og mikil hetja að ekki hefur þurft á öndunarvél að halda aðeins súrefni og við skulum nú vona að það haldist þannig. Hann er með pínku hitaskömm núna og fær sýklalyf í æð til að forðast sýkingu í öndunarveginn og á verkjalyfjum.

























Þarna liggur litli minn, duglegasti strákurinn með me me sinn sem heldur súrefnisgrímunni fyrir hann. Hér á eftir kemur mynd af lífsmörkunum, það er náttúrulega margir sem hafa gríðarlegan áhuga á að sjá það! hehe. 



























Gríski skurðlæknirinn okkar vill gera næstu aðgerð eftir 3 mánuði og vonandi fáum við þá að koma hingað til Svíþjóðar og halda meðferðinni áfram hér. 


Björgvin verður alla vega á gjörgæslunni í nótt og svo verður séð til á morgun hvort við fáum að fara á dagdeildina. Við verðum hér á spítalanum alla vega fram yfir helgi og er fólkið hér mjög gott og klárt og því miður talar maður af mikilli reynslu. 


























Allý kom til mín áðan með heimalagað lasagne, gerist þetta nokkuð betra? þvílíkur lúxus, þurfti ekki að borða spítalamat :) Svo sökkti hún sér niður í skólabækurnar við rúmstokkinn hjá Björgvini á meðan ég skrifa þetta blogg.


Þangað til næst.
Knús og kreist
Ásdís og Björgvin Arnar


Monday, November 16, 2009

Stuð í Stokkhólmi

Það er nú aldeilis búið að vera fjör hjá okkur Björgvini í Stokkhólmi. Í fyrsta lagi þá erum við bæði himinlifandi að vera búin að fá Allý til okkar, þvílík dásemd. Björgvin er ekki óánægður með að hafa svona mikla athygli, hún hefur sem sagt tvöfaldast og hann er alsæll.

Við fórum á Hrekkjavökuball hjá Íslendingafélaginu um daginn og var Björgvin enginn annar en jólasveinninn, þvílíkt ógnvekjandi ! hehe.

























Svo fengum við fríðan hóp af skvísum úr Grindavík í heimsókn. Það var ekkert smá stuð og Björgvin var í essinu sínu í kringum allar skvísurnar og gaf öllum knús öðru hverju. Þær komu aðeins við í búðunum þar sem mikill vöruskortur ríkir greinilega á klakanum.


















Mamman og Allý skelltu sér svo með Sunnu og Lindu á Pink tónleika. Þeir voru svo ótrúlegir, Pink er svo mikill töffari að það eru eiginlega engin orð til til að lýsa þessu nákvæmlega, hún var bara æði!






Nína kom til okkar seinustu helgi, hún rétt missti af tónleikunum og var svo svekkt að hún þurfti að fá sushi í sárabætur :) Björgvin var sko sáttur við að fá Nínu í heimsókn, hún fékk knús og aftur knús.


























Björgvin Arnar fer í aðgerð núna á fimmtudaginn, við fórum í innritun í dag og töluðum við skurðlækninn og svæfingarlækninn. Þessi aðgerð á að vera svipuð og hin fyrri og nú getur hann séð hvernig sú fyrri gekk þegar hann fer niður í kokið. Verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman. Nú verður Björgvin að vera heima þangað til kemur að aðgerðinni svo að hann fái ekki flensu og nú er gott að hafa Allý hjá okkur, lifesaver!

Kram
Ásdís og Björgvin Arnar

Wednesday, November 4, 2009

Þá byrjar ballið.

það má sko segja að hér séu fjórar árstíðir, haustið er búið að vera frábært og dásamlega fallegt. Mikill gróður er í borginni og haustlitirnir eru búnir að fá að njóta sín vel undanfarið, bjútífúl.


















Seinustu helgi þá skelltum við okkur í Junibacken. Björgvin fannst ekkert smá gaman og mest gaman er að fara í rennibrautina sem kemur úr einu húsinu, svo gaman að hann fer óteljandi ferðir og mamman horfir á og klappar yfir dugnaðinum.


























Við fórum svo í dótabúð og þá byrjaði suðið um að kaupa dót, það var sko skoðað vel og vandlega allt í hillunum og svo valdi hann sér Fisher Price kalla og stakk þeim undir handlegginn og benti mömmu sinni á að koma og borga fyrir dótið. Hann er sko lítill herforingi strákurinn og mamman hlýddi auðvitað :-\ Segiði mér, hvernig er eiginlega hægt að neita honum nokkurn hlut??







Kram
Ásdís og Björgvin Arnar

Saturday, October 31, 2009

Stórmerkilegur atburður

Við mæðginin fórum í Ikea í gær með Sunnu og stelpunum hennar. Megin ástæðan fyrir ferðinni var að láta taka myndir af krökkunum hjá ljósmyndara sem stillir sér upp í Ikea og býður upp á ódýra ljósmyndun. En Björgvin var ekki alveg á því að láta taka mynd af sér, fylltist mikilli skelfingu og grét og grét. Það var eins og að hann héldi að nú værir einhver skrítinn læknir þarna á ferð sem yrði alveg ægilega vondur við hann. En það náðust brilliant myndir af systrunum og ein mynd náðist af krökkunum á meðan við biðum eftir myndatökunni. Takk fyrir okkur Sunna!


















En það stórmerkilega er að Björgvin pissaði í koppinn sinn í fyrsta skipti í morgun, vúhú. Áður fyrr hefur hann bara verið að æfa sig á koppinum og á barnasetunni á klósettinu en ekkert hefur gerst fyrr en nú.

























Honum fannst þetta alveg stórmerkilegt og var dálítið montinn með sig eftir að hafa verið hrósað og knúsaður. Svo skellti hann sér í bað í til að slappa eftir allt þetta erfiði ;)


















Það skemmtilega er að þetta náðist á myndband og hefði ég viljað pósta því hér en veit ekki alveg hvernig það er gert, læt það flakka ef ég finn út úr því.

Kram
Ásdís og Björgvin

Tuesday, October 27, 2009

Hr. Myrkfælinn

Allt í einu fór Björgvin að verða myrkfælinn, hann þorir t.d. ekki einn fram á morgnana ef það er slökkt og ef hann hættir sér fram þá hleypur hann á harðaspretti til baka skríkjandi. Einn morguninn þá vaknaði hann frekar snemma og fór fram en kom fljótt til baka og sofnaði aftur (mömmunni til mikillar gleði), var sko ekkert að hætta sér fram þó svo að löngunin eftir sjónvarpsglápi sé mikil! :)


Sunday, October 25, 2009

Loksins kom flensusprautan

Mikið hefur verið um að vera hjá okkur síðastliðnar vikur og höfum við fengið góða gesti til að vera okkur innan handar og bara félagsskapur. Mamma var hjá okkur í rúma viku, hjálpaði okkur á spítalanum og svo hér heima líka. Hér er mynd af henni á heimferðardegi.
























Þegar mamma checkaði sig út af hóteli Ásdísar þá kom Nína til okkar og tók við vaktinni :) Hún var í vinnuferð og var hjá okkur í tvær nætur. Við fengum Magnús Kristinn í mat til okkar og fórum svo út að borða hitt kvöldið. Björgvin er náttúrulega alsæll með allar heimsóknirnar en skilur ekkert í því þegar allir eru farnir, hvað gerðist eiginlega??

















Björgvin fékk svo flensusprautuna á föstudaginn, sem betur fer, ég var alveg orðin taugaveikluð yfir þessu, sérstaklega að heyra um hve margir eru búnir að fá flensuna á Íslandi sem við þekkjum. Þetta var kærkomið og nú getur maður aðeins andað léttar.

Við höfum ekki fengið dagsetningu ennþá yfir næstu aðgerð en stefnan er sett á seinni partinn í nóvember til að ná einni í viðbót fyrir heimferð um jólin.

Við finnum ekki mikinn mun á Björgvini ennþá eftir aðgerðina, vonandi mun það nú samt koma. Það er lágmarkskrafa að finna árangur eftir allt þetta erfiði.

Ég verð að láta eina mynd fylgja með af henni Lindu massa sem beyglar hnífapör hvert sem er farið með hana að borða, hva er ekki læknastál í þessu dóti?? :)

















Haustkveðja frá Stokkhólmi
Ásdís og Björgvin Arnar

Saturday, October 17, 2009

Fær allt sem hann vill.

Við erum búin að vera heima alla vikuna, mest að slappa af og láta Björgvin vera heima í rólegheitum til að jafna sig eftir aðgerðina. Hann er allur að koma til og er öndunin orðin eins og áður en hann fór í aðgerðina, vonandi mun hún breytast meira til batnaðar svo að maður finni mun eftir aðgerðina.


















Björgvin er búinn að vera í góðu yfirlæti hjá mömmu sinni og ömmu, fær allt sem hann vill, eða alla vega svona næstum því en mest vill hann fá að horfa á sjónvarpið, þvílíkur sjónvarpsfíkill sem þessi litli snáði er orðinn.

























Við skruppum aðeins út í búð í gær og stoppuðum í dótabúð og Björgvin fékk að velja sér leikfang þar sem hann er búinn að vera svo rosalega duglegur í þessu öllu saman, hann valdi sér flugvél.

























Ef Björgvin heldur áfram á þessari braut þá mun hann fara á leikskólann á mánudaginn, þar sem hann er kominn með hundleið á okkur og vill fara að leika við krakkana. Björgvin tók þessa mynd af mömmu sinni í gær, læt hana fylgja með til gamans :)



















Þangað til næst, hej då :)

Tuesday, October 13, 2009

Home sweet home!

Björgvin var ekki að metta nógu vel í nótt því var ég alveg viss um að við fengjum ekki að fara heim í dag en það var tekin röntgen mynd af lungunum hans og allt kom vel út þannig að þá hentumst við heim í einum grænum enda ekki eftir neinu að bíða :)

Það er svo sannarlega mikið gleðiefni að vera komin heim til okkar. Björgvin heimtaði að fá að horfa á Brúðubílinn og sat svo stjarfur í stólnum sínum yfir söngnum í Lilla litla.

























Mamma var ekki lengi að drífa sig í þvottinn, mikið er gott að hafa svona þvottakonu hjá sér, allt fer á færibandi af snúrunni inn í skáp, ekki amalegt það.



Nú er búið að gefa lyfin, púst og tannbursta og litli minn er kominn upp í rúm að sofa í hausinn á sér, enda mjög þreyttur eftir svefnlítinn dag þar sem læknirinn þarf náttúrulega alltaf að stinga inn nefinu þegar hann er nýsofnaður.

Við þökkum ykkur fyrir öll fallegu kommentin og að hugsa til okkar, það er okkur mikils virði!

Knús til ykkar.
Ásdís og Björgvin Arnar

Monday, October 12, 2009

Heim á morgun??

Dagurinn í dag var góður, við byrjuðum á því að setja bjútíbolluna í bað, ekki veitti af eftir allt sem gengið hefur á undanfarna daga.

























Mamma kom til okkar í dag, Björgvin var alsæll að sjá ömmu sína og hafa einhvern í viðbót til að dekra við sig, það er sko ekki verra.















































Björgvin var duglegur að borða í dag og er að fá sterapúst á 4 tíma fresti og fær sýklalyf í æð. Á morgun ætlar læknirinn að skoða ofan í kokið á honum og ákveður út frá því hvort við megum fara heim. Við erum sko að vona að við fáum að fara heim á morgun :) Þá verður hátíð í bæ!

Kveðja frá Astrid Lindgren
Ásdís og Björgvin Arnar

Sunday, October 11, 2009

Fjörkálfur

Björgvin er svolítill fjörkálfur núna, æðir um allt sjúkrahús og talar við fólkið og vefur hjúkkunum um fingur sér. Maja er búin að vera hjá okkur alla helgina og Sunna kom í heimsókn í gær. Linda og Brynhildur komu í heimsókn til okkar í dag. Það er gott að eiga góða að!


















Björgvin syngur stubbalagið og dillar mjöðmunum, litli stubburinn minn. Hann er svo glaður þó svo að hann sé skeptískur þegar hjúkka eða læknir kemur við hann þá er hann fljótur að ná upp gleðinni aftur. Hann getur verið svolítið frekjutrítill og vill fá Nóa Kropp í hvert mál, sem hann náttúrulega fær :)


















Pabbi hans Björgvins var hjá honum í nótt svo að við Maja gátum farið og fengið okkur almennilegt sushi, mmm það var svo gott, Maja fær líka svo sjaldan austurlenskan mat í Kína hahahaha.


















Björgvin þarf súrefni þegar hann sefur og fær adrenalín púst á 4 tíma fresti. Það er fylgst vel með honum og svo hittum við aðalsérfræðinginn sem framkvæmdi aðgerðina á honum á morgun.

Vonandi fer þessari dvöl að ljúka hér á sjúkrahúsinu. Mamma mín kemur til okkar á morgun, það verður meiriháttar. 

Bless í bili,
Ásdís og Björgvin Arnar