Saturday, August 17, 2013

Heim í helgarfrí

Við komum heim í gær yfir helgina og mætum svo aftur á mánudagsmorgun kl 9. Mikið var gott að koma heim með Björgvin, hann var alveg alsæll.

























Mikið af góðum vinum og ættingjum hafa komið í heimsókn til okkar, bæði á spítalann og heim.

Björgvin Arnar hefur verið að falla í mettun á nóttunni þrátt fyrir allt súrefnið sem hann fær og því er stefnt á að setja hann í svefnrannsókn á mánudagsnóttina. Einnig verður framkvæmd hjartaómskoðun eftir helgina. Verður fróðlegt að sjá hvort nýja lyfið sé farið að virka.














Listaverkið sem Björgvin gerði þegar hann kom heim í gær. Þarna eru tvær brýr, zoo train, og svo stendur "og á morgun ætlar Björgvin að vera íþróttaálfur". :-)

Sælukveðja úr Svölutjörn
Ásdís, Björgvin Arnar og Eyrún Arna

7 comments:

Anonymous said...

Yndislegt að vita af ykkur heima. Hann er sko flottur, superkid í dag og íþróttaálfurinn á morgun. Lýsir honum vel :)

Knús og kveðja, Bjarki

Anonymous said...

Home sweet home <3
Hann er ekkert smá duglegur að teikna og skrifa !!!
Knús á ykkur öll - Ella og Arnar

Anonymous said...

Gott að sjá að þið fenguð helgarfrí, sé að íþróttaálfurinn hefur tekið því vel að komast heim til sín.
knús á ykkur öll
Heiðrún

Stebbi said...

Gangi ykkur vel, vonandi gerir nýja lyfið gagn.

Solla said...

býð eftir góðum fréttum af skoðunum, gott að vita af ykkur heima um helgina.

kv Solla

Óli Örn said...

Hugsa til ykkar yndislega fólk :)
Kær kveðja frá Noregi,
Óli frændi

Anonymous said...

Hugsa stöðugt til ykkar, þið eruð algjörar hetjur <3

Risa knús til ykkar <3
Kær kveðja Adda