Þessi krúttmoli fékk svo miklar blóðnasir á fimmtudagskvöldið að hann fór úr blóðgildi 110 í 76! Eins gott að við áttum tíma í gær hjá lækni þar sem blóðgildið var mælt. Enda leið honum ekki vel, var náfölur, þreyttur og slappur, litla skinnið mitt.
Pabbi hans þurfti að fara með hann beint niður á bráðamóttöku og leggjast inn í nótt á meðan hann fékk blóðgjöf í tveimur skömmtum. Þetta mun pottþétt gera honum gott.
Blóðþynningargildi hans var aðeins í hærri kantinum á fimmtudaginn en ekkert þannig samt, oft verið svona áður. Ástæðan fyrir blóðmagninu og að þetta stoppaði bara eftir 4 tíma.
Ásdís og Björgvin Arnar
Saturday, December 1, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þið eruð svo miklir naglar, ein vika hjá ykkur er eins og heilt season af House!
Bjarki
Elsku karlinn, alltaf er það eitthvað.
Og alltaf eruð þið jafndugleg og sterk.
Risaknús og kram <3
Sunna og co
hann er æði með töffaraklippinguna sína þessi nagli. Sendi ykkur mínar bestur kveðjur.
Post a Comment