Það er ekki létt að vera fastur heima og með súrefnisslöngu tengda sér allan sólarhringinn. Einangrunin er mikil. Það er bara ótrúlegt hve drengurinn er skapgóður og tekur þessu öllu vel. Það er nú tilbreyting í því að fá Allý á morgnana sem föndrar með honum og leikur við hann. Svo eftir hádegið þá koma afi og amma sem reyna eins og þau geta að gera daginn líflegan og skemmtilegan.
Í gær fór afi með Björgvin á róló þar sem veðrið var svo gott, hann rólaði og rólaði alsæll. Í dag fór afi með hann í heimsókn á leikskólann og voru krakkarnir svo ánægðir að sjá hann og Björgvini fannst þetta algjörlega æðislegt.
Það tekur á að heyra svona "Mamma, þegar ég verð frískur og losna við súrefni, þá má ég fara á leikskólann?"
Við förum til læknisins í skoðun í næstu viku. Vonandi fer þetta eitthvað að koma hjá okkur, nú nálgast jólin og það yrði besta jólagjöfin að Björgvin myndi losna við súrefnið, maður má alltaf halda í vonina!!!
Ásdís og Björgvin Arnar
2 comments:
Elsku þið, við krossum putta og tær fyrir bestu jólagjöfinni!
Við dáumst að því hvað þið eruð alltaf dugleg og sterk.
knús og kram
Sunna og co
Tek undir með Sunnu, þetta er eina jólagjöfin sem ég óska mér. Knús til ykkar ótrúlegu hetjurnar mínar.
Bjarki
Post a Comment