Monday, December 24, 2012

Gleðileg jól

Mikil spenna er hér út af jólapökkunum, erfitt reynist að bíða eftir því að kvöldið komi til að taka upp pakkana, einsog gengur og gerist.

























Björgvin Arnar er svipaður í mettuninni og er með súrefni allan sólarhringinn. Við fengum nýtt púst til að gefa honum einu sinni á dag sem á að þynna slímið í lungunum, þar sem það eru leiðinlegir slímtappar að koma í veg fyrir að hann losni við súrefnið. Nú erum við búin að nota þetta púst í þrjá daga en sjáum engan mun ennþá, einnig erum við að banka hann til að reyna að hrista upp í lungunum, losa upp það sem þarf. Þetta mun vonandi bera einhvern árangur.


















Við ætlum að reyna að gleyma veiknindum og njóta jólanna saman með ömmu og afa sem koma í mat til okkar í kvöld.

Við óskum ykkur gleði- og gæfuríkrar jólahátíðar kæru vinir og ættingjar. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða, allan þann hlýhug sem þið hafið sýnt okkur og þökkum ykkur einnig fyrir að fylgjast svona vel með blogginu okkar.

Gleðileg jól!
Ásís og Björgvin Arnar

2 comments:

Anonymous said...

Gleðileg jól yndislegu hetjur. Njótið hátíðarinnar og gleymið öllu streði. Þið eigið það sko skilið.

Knús, Bjarki

Linda said...

Gleðileg jól, elsku Ásdís og Björgvin. Njótið nú jóla og áramóta í botn. Mettunin hlýtur að fara að verða betri.