Thursday, November 29, 2012

Jólaklippingin

Björgvin Arnar fór í jólaklippinguna í dag. Það var alveg kominn tími til að fara í klippingu eftir langa spítalavist, hann var orðinn algjör lubbi.

























Eins og vanalega var hann rosalega duglegur í klippingunni og fékk verðlaun sem hann gaf mömmu sinni, sleikjó :)

























Þrátt fyrir töffaragel þá fékk Björgvin blóðnasir í 4 klukkutíma í kvöld, gubbaði þvílíku blóði að sá sem er ekki vanur hefði fengið áfall. Vonandi er þetta hætt núna og vonandi mun nóttin verða góð hjá okkur.

Töffarakveðja,
Ásdís og Björgvin Arnar

3 comments:

Allý said...

Ohhhhh hetjumolinn svoo fínn :D Vonandi fer þetta allt að ganga upp á við!

Knús á ykkur:*
--Allý

Atli Oddsson said...

Meiri töffarinn þessi sonur minn!

Anonymous said...

Svakalega fínn og sætur með nýju klippinguna! :)

En miður skemmtilegt að lenda í svona blóðbaði. Risaknús og kærleikur á ykkur <3 Sendum okkar bestu strauma og vonir þetta fari að ganga betur

kram
Sunna og co