Jæja þá erum við komin heim í leyfi frá spítalanum. Björgvin var svo spenntur að hann brann alveg út og sofnaði á leikstofunni í dag þannig að við komumst ekki heim fyrr en miklu seinna, snúðurinn.
Það er ekki laust við að mamman hafi fengið smá spennufall líka og tárast á leiðinni heim í bílnum. Það er svo ómetanlegt að geta fengið að vera heima hjá sér með barnið sitt. Ekkert er betra en að vera heima að dunda sér á meðan barnið sefur vært.
Sveppi heimsótti Björgvin á spítalann í gær, vá hann horfði alveg á hann með lotningu, ótrúlega ánægður með að fá að hitta hann.
Björgvin er frekar slæmur af sterunum, fær svona köst (episodes, flog) þar sem hann verður alveg furðulegur og getur grátið mikið. Eftir á verður hann mjög þreyttur og stundum leggur hann sig aðeins. Núna með hverjum deginum mun steraskammturinn minnka, þannig að vonandi dregur úr þessum einkennum ásamt því að lungun verði betri. Engin leið er að skilja hann eftir hjá öðrum, mamman verður að standa vaktina alveg á meðan þetta stendur yfir.
Það eina sem komst að þegar við komum heim var að hringja í Agga frænda og fá hann í heimsókn og hann kíkti við um kvöldamatarleytið og vakti það mikla lukku.
Kær kveðja úr Svölutjörn
Ásdís og Björgvin Arnar
Wednesday, November 14, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Yndislegt að þið eruð komin heim :)
knús á ykkur hetjurnar mínar :)
Kveðja Ester
Velkomin heim :)
Megi farsæld fylgja ykkur!
Kv,
Hrannar
Æj Ásdís mín, en yndislegt að þið séuð komin heim þó það sé bara í leyfi. Skil vel þú hafir tárast, ég tárast nú bara við að lesa þetta...
Ég vona svo innilega að nú sé þessari spítalavist lokið í bili að sterarnir vinni vinnuna sína og að Björgvin Arnar geti hætt á þeim sem fyrst. Nú skal leiðin bara liggja upp á við!
knús og kram
Sunna og co
Já velkomin heim <3
Risa knús til ykkar beggja.
Kær kveðja Adda
Vona sannarlega að sterarnir séu að vinna vinnuna sína og geti svo bara farið veg allrar veraldar og Björgin Arnar verði hraustari en nokkru sinni!!
Njótið ykkar heima fyrir - það er jú alltaf best.
Kossar,
Þórey Arna
elsku kallinn... knús á ykkur og njótið þess að vera heima :) Ragga
Velkominn heim þó þið séuð bara í leyfi sem verður vonandi að útskrift mjög fljótlega. Heima er best.
Knús og kram á ykkur hetjurnar.
kv.Inga Birna
Gott að heyra að þið hafið fengið að fara heim, komin vika síðan færslan fór inn og vonandi þýða það bara góðar fréttir að það sé ekkert búið að skrifa í nokkra daga - ég treysti á það :-)
Guð veri með ykkur
Ella María
Post a Comment