Að öllu óbreyttu þá munum við fara heim á morgun, eftir hádegið, með súrefnisvélina með okkur. Vá hvað það verður mikil gleði hjá okkur að komast heim og sofa í rúminu okkar. Við verðum ekki útskrifuð og þurfum að koma á aftur á föstudaginn í skoðun og svo strax eftir helgi og svo eitthvað næstu vikur.
Tölvusneiðmyndin sem var tekin í gær sýndi bólgur og byrjaði Björgvin á sterakúr sem mun vara í nokkra daga. Við bindum vonir við að hann losni við súrefnið í framhaldinu, sterarnir virka vel á svona bólgur. Það versta er að hliðarverkanir á sterum eru flog, sem Björgvin fær þegar hann fær stóra skammta af sterum, en af tvennu illu er betra að fá flog í nokkra daga en að hafa bólgur í lungum, held að allir geti verið sammála um það. En það getur aldrei neitt verið auðvelt, það er nú bara einu sinni þannig.
Nú vonum við að þessi sterameðferð hjálpi honum að losna við súrefnið, krossum fingur.
Knús til allra sem hafa stutt okkur á þessari spítalavist, ómetanlegt er að eiga góða að!
Ásdís og Björgvin Arnar
Tuesday, November 13, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Þetta er aldeilis frábært, loksins! Krossa fingur með og vonandi verða bara engin köst heldur, panta það.
Knús, Bjarki
Dásamlegar fréttir að fá að fara loksins að komast aðeins heim :o)
já sammála Bjarka við krossum alla fingur og tær um engin köst.
Kveðja Adda
Góðar fréttir að þið komist heim þó það sé með vélina með...sterarnir verða bara að laga þetta svo þið getið farið að hafa það svakalega gott heima saman....
kveðja á bumbuna
Solla
Æj en gott að komast heim!
Næst er það bara losna við vélina. Þið eigið eftir að massa það, massararnir sem þið eruð.
knús og kram
Sunna og co
Post a Comment