Sunday, November 4, 2012

Enginn árangur í nokkra daga

Staðan hjá okkur er svipuð og hún var fyrir nokkrum dögum. Reyndar fór Björgvin í hjartaómskoðun á föstudaginn sem kom betur út en sú sem var gerð seinustu helgi. Það er ekki alveg vitað hvort það er vegna minni vökva í lungum eða vegna þeirra nýju lyfja sem hann er að fá núna. En samt, allt gott er gott.

Þetta er ekki hægt að sjá á honum sjálfum samt, hann er ennþá með súrefnið, þó lítinn leka sem hann þarf ótrúlega mikið á að halda þar sem hann fellur alveg úr 100 niður í 82 þegar slökkt er á því.


















Björgvin Arnar er orðinn þreyttur á að vera á spítalanum og er farinn að láta sig dreyma um hvað hann ætli nú að gera þegar heim er komið.

Læknarnir geta ekkert sagt um hvernig þetta muni þróast, þeir eru eiginlega bara að klóra sér í hausnum yfir þessu öllu saman, af hverju er hann svona viðkvæmur í lungunum? það er stóra spurningin.

Með von um að þetta fari að koma hjá okkur!
Ásdís og Björgvin Arnar

7 comments:

Anonymous said...

Það reynir sannarlega á þolinmæðina elsku mæðgin. Þið standið ykkur ótrúlega vel í biðinni, þetta hlýtur að fara að koma!

Knús, Bjarki

Anonymous said...

Segi eins og Bjarki, þið standið ykkur eins og hetjur!

Kv,
Hrannar

Anonymous said...

knús á ykkur elsku duglegu mæðgin. Ragga

Anonymous said...

Risaknús á ykkur hetjurnar mínar.

Guðrún Þóra said...

Góðar kveðjur til ykkar

Anonymous said...

Stundum gerast góðir hlutir bara of hægt!
Vona svo innilega þetta fari að koma hjá ykkur. Þið standið ykkur alltaf jafnótrúlega vel, risaknús á ykkur frá Sverige og mundu að fara vel með þig Ásdís mín!

kram
Sunna og co

Anonymous said...

Þetta barasta hlýtur að fara að koma! Gengur eitthvað að gefa næringu í nýju græjuna á meðan á öllu hinu stendur?

Til hamingju með daginn þinn - kossar og knús af Skaga

Ella og Arnar