Monday, November 5, 2012

Besta afmælisgjöfin

Björgvin Arnar vaknaði og bauð mömmu sinni góðan dag og sagði svo "til hamingju með afmælið, mamma mín" og spurði svo "ertu þá smá stærri núna en í gær?" haha er nokkuð til meiri krútt?!?

Björgvin Arnar bjó til þessa fínu afmælisgjöf handa mömmu sinni á leikstofunni.














Þarna eru tvö súkkulaði stykki (voru reyndar fjögur, hvert fóru hin? hmmm) Listaverkin sem eru hlið við hlið eru dúkar sem eru skreyttir með búðarkassa, kaffikönnu, bolla og brauðrist. Svo fylgdi þetta fína kort. Svo söng strákurinn minn afmælissönginn fyrir mig og ég er ekki frá því að nokkur tár brutust fram.

Þetta var allt gert með vinstri höndinni þar sem sú hægri var upptekin með umbúðum vegna nálar, hann lætur það nú ekki að stöðva sig.

Af heilsunni er það að frétta að Björgvin er rosalega hress og virðist líða betur en mettunin er ennþá ekki nógu góð og súrefnið nauðsyn allan sólarhringinn. Við minnkuðum fæðuna í magasonduna enn meir og erum að reyna að koma honum af vatnslosandi lyfjum í æð. Þetta er verkefni næstu daga.

Afmæliskveðja
Ásdís og Björgvin Arnar

8 comments:

Anonymous said...

Hann er einstakur snillingur þessi drengur :)

Bjarki

Kvartmann said...

Glöggur er hann að taka eftir því að þú sért að stækka svona með aldrinum :)

Baráttukveðja að norðan!
Hrafn

Linda said...

Hann er svo duglegur þessi litli strumpur. Alveg aðdáunarvert..nú þarf honum bara að líða betur og komast heim af spítalanum!
Puss&kram
Linda & Sindri

Anonymous said...

Vá þetta er ekkert smá flott hjá honum, hann er algjör snillingur.
Ég er ekki viss um að ég gæti komið staf á blað með vinstri hendi en þetta er ekkert smá flott.

Knús og góðar kveðjur til ykkar með von um góðan bata.

Kv.Adda

Kolbrún Helga said...

Æ, en sætt :)

Kv. Kolbrún, sem villtist á bloggið fyrir þónokkru en hefur alltaf kíkt reglulega við til að sjá hvernig gengur hjá kútnum :)

Unknown said...

Hann er náttúrulega algjör gullmoli þessi drengur:-)
Baráttukveðjur til ykkar frá Norge,
María & co

Anonymous said...

Hann er nú meiri sykurpúðinn!

Baráttukveðjur til ykkar, vona svo að þið farið bráðum að komast heim.

kram
Sunna og co

Anonymous said...

algjör snillingur sem þú átt :) svo ótrúlega dugleg þið bæði - sjáumst fljótlega aftur, knús. Ragga