Þó svo að Björgvin Arnar sé með mikið jafnaðargeð og sættir sig mikið við hvað sé í gangi þá á hann stundum pínku bágt og er orðinn leiður á að vera á spítalanum eftir svona langan tíma, alveg skiljanlegt og eðlilegt þó fyrr hefði verið.
En mikið er hann orðinn hress, hann leikur sér mikið og er aktívur, hleypur og hoppar um eins og sést á þessari mynd hér þá var hann að sýna einni hjúkkunni hvernig íþróttaálfurinn gerir almennilegar æfingar.
Það eina sem háir okkur núna er að Björgvin þurfi súrefni allan sólarhringinn. Hann er ekki með vökva í lungunum ennþá svo að læknarnir vita ekki af hverju staðan er eins og hún er. Það var tekin tölvusneiðmynd af lungunum áðan og fáum við niðurstöður úr henni í fyrramálið. Það á að reyna að fá einhver svör af hverju hann þarf á svona miklu súrefni að halda .
Annað hvort fást engin svör eða samfall í lungunum eða bólgur gætu sést, þá er til meðferð við því. En líklegt er að við fáum að fara heim í vikunni með súrefni þar sem börn með flensur eru að hrúgast inn á spítalann og það yrði ekki á það bætandi fyrir Björgvin að ná sér í svoleiðis, sýkingarhættan er mikil.
Þangað til næst :)
Ásdís og Björgvin Arnar
Monday, November 12, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Gott að heyra að hann er að hressast og vonandi kemur eitthvað út úr mynatökunni sem hægt er að laga fljótt.
Knús og kossar
María
gott að sjá hann í armbeygjum.....verður líka gott að vita af ykkur heima fljótt...
Hann er sko alger nagli hann Björgvin, það vantar ekki!
Vona innilega þeir finni út úr þessu með súrefnið og að þið komist aftur í rútínuna ykkar.
kram frá Sverige
Sunna og co
Hann er ótrúlega duglegur - flottur í armbeygjum :) :) vona að þetta fari allt að koma og þið fáið að fara heim. Knús. Ragga
Post a Comment