Hann er nú frekar slappur sem er kannski ekkert skrítið, búinn að vera á svefnlyfjum og verkjalyfjum sem eru ennþá að fara úr líkamanum, hann vakir lítið í einu en verður vonandi líkari sjálfum sér á morgun.
Við fluttum á dagdeild í dag frá gjörgæslunni sem er mikið og gott skref. Erum á stofu með öðrum strák þar sem við erum ekki í einangrun ennþá.
Hér er prinsinn að horfa á tv og borða pizzu, eða það var verið að reyna að koma ofan í hann pizzu sem er uppáhaldið hans og á ekki að vera vandamál en lystin var ekki til staðar í dag. Reynum bara betur á morgun :)
Mamman skellti sér út að hlaupa í rigningunni, starfsmaðurinn í móttökunni á hótelinu sagði að ég væri greinilega óstöðvandi hlaupagarpur þar sem ég léti ekki svona veður trufla mig! hahaha það var logn og smá rigning, gerist ekki miklu betra. Hann veit ekki hvernig veðri við erum vön að heiman :)
Björgvin fær lýsi á hverjum morgni þegar hann má borða eitthvað og önnur bætiefni sem ég kom með að heiman. Við vonum að dagurinn á morgun verði betri bæði í hressleika og matarræði.
Takk fyrir öll kommentin, algjörlega ómetanlegt að lesa þau frá ykkur. það hefur verið svakaleg traffík á síðuna okkar, stundum 260 manns á dag! Þúsund þakkir.
Kveðja frá Boston
Ásdís og Björgvin Arnar
16 comments:
Dugleg bædi tvö!
Kv Nina
P.s. Thetta er audvitad uppáhaldssidan okkar.
Sammála Nínu við kíkjum líka oft á dag :)
Kv.
Svava, Aggi, Hulda María og Stefán Logi
Haha "óstöðvandi hlaupagarpur" ;)
Þú værir reyndar án efa óstöðvand hlaupagarpur ef þú hefðir haft smá tíma fyrir sjálfa þig undanfarin ár!
Til hamingju með mæðradaginn! Engin á meiri heiður skilin á þessum degi en þú :)
Bjarki
Rosalega er hann duglegur prinsinn og þið bæði.
og auðvitað erum við fastagestir í leit að nýjum fréttum hérna enda ertu svo dugleg að skrifa skvís.
Knús frá okkur Ester og co
Mikid er ég nú sammála Bjarka.
Kv Nina
Hulda María segir bara Björgvin minn........ en Baráttu kveðjur frá Svölutjörn.
Elsku Ásdís og Björgvin Arnar..barátturkveðjur áfram. knús og kossar
Ragga, Óli, Ísak og Steinunn Eva
Frábært að heyra að hann sé kominn úr öndunarvélinni og úr einangrun. Hann er svo sterkur.
Hlakka til að hitta ykkur :)
Eyrún og co :*
gott að þið eruð komin af gjörgæslu, hann er ótrúlegur duglegur, algjör hetja. koss og knús á ykkur, maja og co.
Gott að heyra að hann er kominn af gjörgæslu...þetta er auðtvitað uppáhaldssíðan okkar á Holti við fylgjumst með á hverjum degi..... baráttukveðjur og knús frá öllum
kv.Kristín
Gott að heyra að hann sé kominn af gjörgæslunni.
Sannkölluð hörkutól!
Baráttukveðja,
Hrannar
ps. Bjarki hitti naglann á höfuðið
já, mæðradagurinn er örugglega tilkominn vegna súpermæðra á borð við þig elsku Ásdís mín. Gott að vita af ykkur á dagdeild frekar en gjörgæslu. Vonandi verður matarlystin betri á morgunn. Við söknuðum ykkar í borgarfirðinum, ölver var yndislegt eins og alltaf....knús yfir hafið, sigga maja og co.
Dugnadur I ykkur maedginunum :) Gott ad thid erud komin a dagdeildina og frabaert ad thu forst ut ad hlaupa I rigningunni :) kv. Rakel
Frábært að heyra, hann er ekkert smá duglegur og þú Ásdís mín líka.
knús á ykkur, hugsum stöðugt til ykkar
kveðja
Heiðrún og co.
Alltaf jafn ótrúlegt að fylgjast með litla naglanum þínum Ásdís, takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast svona vel með :) Góðir straumar og jákvæðar hugsanir skila sér vonandi yfir hafið!
Já, mikið er ég sammála Bjarka - þinn er heiðurinn í dag Ásdís mín á mæðradaginn!
kveðja
Lóa
Þið eruð bæði algjörar hetjur..gangi ykkur sem allra best og knús á ykkur bæði
Inga Birna
Post a Comment