Thursday, January 1, 2015

Gleðilegt ár 2015 elsku engillinn minn

Við fórum að leiðinu hans Björgvins Arnars á Aðfangadag og var yndislegt að sjá fallega umhverfið hjá litla englinum okkar.

Nú er tæplega eitt og hálft ár síðan þú kvaddir okkur elsku drengur. Alltaf líður tíminn.

Þetta ár ætlum við Eyrún Arna að halda áfram að minnast þín og halda minningunni þinni á lofti.




























Í vikunni hafði ég mig í það að skoða litlu skjátölvuna þína. Þar voru myndbönd sem þú tókst heima í Svölutjörn, á spítalanum og á leikskólanum sem ég hafði ekki séð áður. Þvílíkur fjársjóður að finna þetta, þetta var jólagjöfin mín frá þér elsku hjartað mitt. Þú hafðir svo mikinn áhuga á að mynda og búa til video til að horfa á seinna og sýna okkur í fjölskyldunni. Ég ætla að gefa mér tíma að skoða þetta allt á næstu dögum.



























Ég elska þig og sakna meira en orð fá líst.

Þín mamma

No comments: