Thursday, January 8, 2015

Gjöf til Barnaspítalans til minningar um Björgvin Arnar

Í morgun fórum við Vikar, ásamt Eyrúnu Örnu, og afhentum Barnaspítala Hringsins 82.000 kr. sem voru hluti af þátttökugjaldi í Reykjanesmaraþoni sem Lífsstíll Líkamsrækt hélt í haust.  Frábært framtak Vikar og þúsund þakkir til allra sem tóku þátt og áttu því þátt í verki til góðs.




Ákveðið var að setja peninginn í það sem styttir börnum stundirnar á spítalanum og fengu Gróa og Sibba því peninginn til að setja í það sem er brýnast fyrir þau þessa stundina, Þeir sem hafa verið með börnin sín á spítalanum vita hve mikilvæg dægrastytting er fyrir þau. Leikstofan er undraveröld fyrir börnin í erfiðum aðstæðum.



























Eyrún Arna fékk að leika sér á leikstofunni og fór hún beint í babú bílinn eins og Björgvin kallaði hann og var alveg sjúkur í. Alltaf þegar við komum á spítalann og áttum að mæta hjá lækni þá fórum við og náðum í bílinn fyrst.


























Gott að koma á spítalann aftur, ef ætlað að heimsækja alla lengi en hef ekki haft mig í það. Frábært að hitta Gróu, Sibbu og sérstaklega Gylfa lækni.

Mínar bestu kveðjur,
Ásdís og Eyrún Arna

No comments: