Tuesday, February 3, 2015

Átta ára afmælisdagur litla engilsins míns

Til hamingju með daginn elsku drengurinn minn. Ótrúlegt að þú hefðir orðið átta ára í dag. Þú varst svo spenntur að verða 7 ára. Þú sagðir að "þegar ég verð 7 ára mamma þá eru bara nokkrir dagar þangað til Eyrún Arna verður 1 árs."

Þegar maðurinn minn spurði hvað Björgvin hefði fundist gott að borða þá mundi ég það ekki strax. Það var kannski vegna þess að hann borðaði svo lítið og erfitt var að koma mat og næringu ofan í hann. En honum fannst samt snakk og sósa góð, spurði mig stundum á hverjum degi "mamma, eigum við að hafa smá partý? hafa snakk og sósu og jólakakó? :)" og auðvitað var það í lagi, þó svo að það væri á hverjum degi, allt fyrir hann. Jólakakó var buildup hrært með ís og mjólk. Svo fannst honum piparsleikjó mjög góður og svartur ópal sem var mjög saltur. Mesta krútt í heimi.
















Í kvöld þá komu mamma og pabbi hingað í mat, til að hittast og minnast elsku drengsins okkar. Sorgin lifir og lífið verður aldrei samt. Maður lærir að lifa með henni og að halda áfram. Björgvin var svo hlýr, tilfinningasamur og yndislegur. Hann hefði viljað að við Eyrún Arna værum hamingjusamar og það ætlum við okkur að vera.  Lifa og njóta með hann í hjörtum okkar.




















Elsku Björgvin Arnar, það er ekki hægt að lýsa því hve sárt við söknum þín. Minning þín lifir hjartaknúsarinn minn!

Þín mamma

No comments: