Já það er margar minningarnar sem sitja eftir í hjarta mínu og þær ylja mér þegar sorgin hellist yfir. Veit ekki hve oft ég hef hugsað hve mikið ég vildi bara fá eitt knús og eitt faðm, heyra röddina hans kalla mamma, einu sinni en.
Nú vorum við Eyrún Arna að flytja úr húsinu okkar. Ég þurfti að taka á honum stóra mínum og ganga frá herberginu fallega hans Björgvins Arnars Ég tók þau leikföng sem honum þótti vænst um og geymi þau í sérstökum kassa sem ég geymi það sem mér þykir vænst um og vill halda til haga. Þeir kassar eru reyndar nokkrir. Það er mikið átak að ganga frá öllu sem hann átti. Ég var búin að gefa fötin hans, þau föt sem hann komst aldrei í vegna þess að hann náði ekki að stækka í þau. Nú gaf ég fötin sem hann hafði getað notað. Önnur leikföng vil ég geyma fyrir Eyrúnu og svo önnur gaf ég þeim sem þau gátu glatt. Hér fyrir ofan eru listaverkin sem hann gerðí á leikskólanum.
Mikið ósköp átti hann mikið af leikföngum. Hann var mikið heima og gat ekki verið úti að leika sér né verið mikið á leikskólanum. Honum leiddist ekki, hann var svo mikill hugsuður og dundari. Hann elskaði að horfa á kennsluforrit í tölvunni um hvernig átti að teikna hitt og þetta og fara svo og teikna það sjálfur á töfluna sína. Hana geymi ég með seinustu myndinni sem hann teiknaði.
Tveimur dögum áður hann kvaddi okkur gaf ég honum nýja lest. Það sem hann var ánægður, hann var í skýjunum og beið eftir að afi hans kom að leika sér með honum og setja hana saman. Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Hann stundi svo mikið og var svo slappur, ég gat ekki skilið hvernig hann hékk uppi til að leika sér, syngja, horfa á Latabæ. Hann var svo mikið hörkutól. Það gætu margir tekið hann sér til fyrirmyndar. Hvað sem andlega hliðin getur gert mikið, hann var alltaf ánægður, glaður. Okkar húmor var alveg sértakur. Við vorum að grínast alla daga og hlógum svo mikið saman. Það eru stundirnar sem ég man og varðveiti.
Nú á drengurinn minn ekkert herbergi, engin leikföng, engar rólur, ekkert trampólín. Bara nokkrar minningar í kassa en mestu skiptir eru fallegu minningar sem ég á sem munu vera til um aldur og ævi. Hann var alveg einstakur. Stundum þegar ég hugsa um hann þá er ég svo hissa á því hve hann var vel hugsandi og klár og ótrúlega fyndinn. Það var stórkostlegt að fá að hafa hann hjá mér í þennan tíma. Þrátt fyrir alla erfiðleikana þá var það þess virði. Erfliðleikarnir og sorgin sem ég gekk í gegnum átti sér stað einungis vegna þeirra ástar sem ég bar til hans. Það er ólýsanlegt hve ástin var og er sterk. Ástin er sterkasta tilfinning sem er til og við skulum njóta hvers dags með þeim sem við elskum.
Ég elska þig Björgvin minn, út í geim og til baka og aldrei stoppa.
Elsku yndislegi drengurinn minn,
þín mamma.
5 comments:
Knús til ykkar :)
já hann Björgvin Arnar var alveg einstakur :)
og minnumst við hans oft á okkar heimili
Svava, Aggi, Hulda María og Stefán Logi
♥♥♥♥♥♥♥
Ùfff ég tárast <3
Ert svo innilega sterk elsku Ásdís!
Er svo endalaust lánsöm að hafa kynnst ykkur og eignast fjölskyldu ævilangt. Hugsa til elsku vinar míns á hverjum degi <3
Knùs til ykkar <3
Allý
Guð geymi yndislegan dreng og varðveiti minningu hans elsku kæra frænka ♡ Minningarnar eru það dýrmætasta sem maður á ♡
Knús í hús - Óli frændi
Elsku Ásdís- Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja en ég finn svo innilega till með þér en framar öllu þá á ég ekki till orð yfir þeim styrk sem þú býrð yfir. Þú ert hversdagshetjan mín!!!
Post a Comment