Nú eru fyrstu páskarnir að ganga í garð án Björgvins. Það er skrítið að upplifa lífið og hann vantar, það er mikið skarð sem ekkert fyllir. Nú væri hann að spyrja mig af hverju páskarnir væru og biðja um að fá páskaegg og að búa til páskaskraut til að gefa ömmu og afa.
Hann var svo duglegur að föndra, skrifa, teikna og leira. Algjör snillingur í sér. Hann hafði svo mikla unun að því að skoða og stúdera teikniforrit og svo fór hann á töfluna sína og notaði það sem hann lærði. Ekki var hann í vandræðum með að hugsa upp eitthvað nýtt til að skrifa eða teikna og gerði það svo listavel. Hann vandaði sig svo mikið og sagði mér svo frá hvernig hann fór að þessu og hvað hann var að hugsa á meðan hann var að horfa á fræðsluna og svo þegar hann var að búa til listaverkið sjálft.
Hann föndraði mikið með Allý, gerði svo fallegt og vildi alltaf gera eitthvað til að gefa mér og Eyrúnu. Hann var svo gjafmildur og vildi gera eitthvað gott fyrir okkur.
Samband okkar var alveg sérstakt. Ég var honum allt og hann mér. Ég lifði fyrir hann og reyndi að gera honum lífið sem best. Passaði vel upp á að honum liði alltaf vel andlega. Aðstæður voru stundum þannig að það var mikið verk. Hann náði að vera alltaf í góðu umhverfi með mikilli ást og umhyggju. Núna þegar ég hugsa til baka þá finn ég í hjarta mínu að ég hefði ekki getað gert betur og það er góð tilfinning. Ég lagði allt mitt í að umvefja hann því sem hann þurfti á að halda með aðstoð mömmu, pabba og Allýjar.
Sakna þín óendanlega mikið elsku hjartans Björgvin minn <3 p="">
3>
Wednesday, April 16, 2014
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Svo yndislegur og það er algjörlega satt hann var alltaf númer eitt og hefði ekki getað valið sér betri mömmu, elsku Ásdís mín.
Knús Ester
Þú ert einstök Ásdís. Þessi àst, þessi sterku tengsl ykkar á milli eru svo ofboðslega falleg. Það sem þið voruð heppin að finna hvort annað. Ég fylgdist með en hitti Björgvin aðeins einu sinni en hann festi sér sess í hjarta mínu. Hann einfaldlega bræddi mig á einu Björgvins augnabliki.Ég hugsa oft til hans og til þín. Vona að þér líði vel. Ljúfsárt að lesa bloggið þitt og rifja upp gòðar minningar. Við sem fylgdumst með hér eignuðumst nefnilega líka minningar um ykkur Björgvin. Kveðja G
Post a Comment